laugardagur, desember 03, 2005
Við kennararnir brugðum okkur á jólahlaðborð á Narfastöðum í gær. Það kostaði 3.800,- sem mér fannst dálítið dýrt en mér skilst að þetta sé ca. verðið ef ekki dýrara á jólahlaðborðum. Hins vegar var þetta fullkomlega þess virði því það var allt gott. Alveg sama hvar mig bar niður, allt var gott. Grafna kindakjötið dásamlegt, hamborgarahryggurinn nákvæmlega réttur, bráðnaði í munninum á manni. Hrásalatið, eftirréttirnir, allt saman gott. Ég borðaði of mikið kjöt og fékk kjötsvima. Heyrði þetta orð í fyrsta skipti hérna fyrir norðan en það nær þessari líðan algjörlega. Ég var bílstjóri og hér kyngdi niður snjó í gær með vindi sem þeytti honum beint á rúðuna hjá manni. Kynntist norðlensku ökufæri fyrir alvöru í gær þegar ég ók óskafna götu í kolniðamyrki og sá ekkert nema snjó. Sem betur fer tók einn farþeginn að sér að vera aðstoðarbílstjóri. Þekkir veginn nákvæmlega og sagði fyrir um allar beygjur. ,,Svo bara að halda sig á milli stikanna og þá er þetta allt í lagi.”
fimmtudagur, desember 01, 2005
miðvikudagur, nóvember 30, 2005
Ég bjóst nú ekki við þessum viðbrögðum þótt ég slengdi fram einni setningu. En það er svona og bara í góðu lagi. Ég er ekki sérlegur talsmaður kirkjuferminga eða kristinnar trúar almennt þótt ég hafi skoðun á hinum ýmsum málum. Það er bara það, mín skoðun. Mér finnst líka allt í lagi þótt fólk sé ósammála mér og ræði málin. Mér finnst hins vegar leiðinlegt þegar fólk missir sig út í dónaskap og persónulegar aðdróttanir. Ég endurtek það sem ég hef áður sagt: Ef mér leiðist einhver bloggari eða er algjörlega ósammála honum þá les ég ekki bloggið hans. Hann má alveg vera heimskur/leiðinlegur/óþolandi fyrir mér. Og ef ég fer í taugarnar á fólki þá er hægur vandi að hætta að lesa bloggið.
Ég vil láta þessari umræðu lokið. Það eru að koma jól og ég vil njóta aðventu og jólagleði og vona að allir aðrir geri það líka hvort sem fólk er trúað eður ei.
Ég vil láta þessari umræðu lokið. Það eru að koma jól og ég vil njóta aðventu og jólagleði og vona að allir aðrir geri það líka hvort sem fólk er trúað eður ei.
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
mánudagur, nóvember 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...