miðvikudagur, janúar 20, 2016

Chew them up and spit them out

Það situr í mér umræða sem átti sér einu sinni stað þegar ég var í ónefndu stjórninni. Ungur maður með fjölskyldu hafði sótt um starf en flokkaðist sem næst-hæfastur. Ráðandi öfl langaði óskaplega til að ráða hann en sá hæfasti var ráðinn. (Búið að borga aðeins of mikið fyrir ólöglegar ráðningar.) Ég skil svo sem vel að þau hafi langað að ráða unga manninn, hér vantar ungt fjölskyldufólk. Hins vegar var alls ekki víst að um langtíma ráðningu væri að ræða og það truflaði mig líka. (Ég vil taka fram að þetta var bara umræða, það stóð aldrei neitt annað til en að hæfasti umsækjandinn yrði ráðinn.) Mér fannst það ekki gott að ungt fólk með ung börn flytti þvert yfir landið, kæmi sér hér fyrir, börnin aðlöguðust skólanum og eignuðust vini og svo væri starfið bara allt í einu lagt niður. Hér er litla vinnu að hafa sérhæfður starfsmissir kallar í raun á brottflutning.
Þeim fannst þetta alveg fáránlegt sjónarmið. Svona væri raunveruleikinn og fólk þyrfti bara að búa við þetta. Kennarar t.d. gætu ekkert treyst á langtíma vinnu.
Það þurfti svo sem ekkert að segja mér það, ég vissi allt um það. Bæði á eigin skinni og svo hafði ég horft á eftir fjölskyldu aftur suður þar sem krakkarnir, sem vildu fyrst ekki koma, voru búin að mynda góða vináttu og leið vel en þurftu svo að pakka saman aftur og fara. Það voru ekki fagleg sjónarmið sem réðu þar för. Dómur liggur fyrir.

Ég er ekki að segja að aðflutt fólk eigi að njóta einhverra forréttinda, alls ekki. Mér finnst hins vegar eðlilegt að við njótum sanngirni. Á þessum tímapunkti var hallinn óeðlilega mikill. Þetta getur ekki verið að aðflutt fólk, og sérstaklega konurnar, séu upp til hópa svona miklu óhæfara en síbúarnir. 

Röksemdafærsla á þá leið að "fólk verði að þekkja til samfélagsins" eða að aðfluttir aðilar "gangi ekki takt" eru að mínu viti ekki boðlegur málflutningur.

Það er svo gaman að ganga í takt.


Öll samfélag þurfa fjölbreytni, ákveðna endurnýjun og nýtt sjónarhorn. Jafnvel þótt ekki sé nema til að staðfesta að allt sé góðu standi.
Þá skil ég ekki hvernig aðflutt fólk á að aðlagast samfélaginu þegar því er einfaldlega ekki hleypt inn í það. Ég get nefnt sem dæmi að eitt sinn var ég að tjá mig á kaffistofu ónefnda vinnustaðarins og þá sagði ein samstarfskona mín: "Ásta er aldeilis farin að færa sig upp á skaftið" og reyndi svo að þagga niður í mér með einhvers konar flissi. Önnur samstarfskona þaggaði niður hinni. (Nei, það voru ekki allir óalandi og óferjandi ;)) Það sem sló mig var að þetta var fimmti veturinn minn á staðnum. Fimmti veturinn og þegar ég talaði á kaffistofunni þá var ég "aldeilis að færa mig upp á skaftið"!*

Ég skil alveg þá löngun að vernda það sem fyrir er og verðlauna þau sem þrauka. Ef öll sem þrauka sætu þá við það borð en því er ekki að heilsa.
Þá getur landsbyggðin ekki skælt undan landsbyggðaflótta og fámenni þegar lítið er gert til þess að laða til sín fólk og hvað þá til að halda því. 




*Nýverið sá ég þá fullyrðingu um Njál Trausta flugumferðastjóra og bæjarfulltrúa á Akureyri að hann væri aðfluttur og talaði því ekki fyrir Norðlendinga. Njáll hefur búið á Akureyri í rúm tuttugu ár.

sunnudagur, janúar 17, 2016

Að gefast ekki upp

Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég bara dáist að þessu baráttuþreki.
Vinsamlegast styrkið þau. Þau eiga það skilið.

https://www.karolinafund.com/project/view/1220


Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...