Ferðin til Reykjavíkur gekk ágætlega. Ég var líka með tvo farþega sem styttu mér stundir. Það er að vísu slæmt þegar ég er að koma til Reykjavíkur eftir rúmlega 5 tíma keyrslu og er orðin þreytt að enda þá í trafíkinni. Óskaplega fer þessi trafík í taugarnar á mér. Enda flutti ég út á land:)
Fáránlegt að koma úr 20 sentimetra snjó inn í byrjandi vor. Það er nú ekki eins og landið sé stórt.
Fór með kortið mitt lagarsölu hjá Senu. Ekki sniðugt.
laugardagur, apríl 08, 2006
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Mér tókst að búa til prófið og leggja það fyrir. Núna er það bara búið og ég að fatta að ég er að fara í páskafrí á morgun. Undarlegt. Ég ætla suður á morgun ef veður leyfir. Ég er komin með fullan bíl af börnum svo ég tek enga sénsa. Hér er leiðindaveður en færð á vegum virðist ágæt. Þetta kemur allt í ljós.
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Samstarfsmaður minn var að hræða mig með því að hann hefði fundið bloggið mitt. Ég er ekki alveg sannfærð en sé samt fram á að þurfa að ritskoða framvegis og gæta tungu minnar. (Damn you! Damn you to hell!)
Fór á tónleika í gær með Braveheart (hugaða piparsveininum). Það var mjög gaman. Nú ætla ég ekki að segja meira. Bæði vegna samstarfsmannsins og þess að þótt ég lifi mínu lífi í beinni þá get ég ekki sett annað fólk í þá stöðu.
Ég á að hafa enskupróf á morgun. Ætli það sé ekki best að fara að búa það til.
Fór á tónleika í gær með Braveheart (hugaða piparsveininum). Það var mjög gaman. Nú ætla ég ekki að segja meira. Bæði vegna samstarfsmannsins og þess að þótt ég lifi mínu lífi í beinni þá get ég ekki sett annað fólk í þá stöðu.
Ég á að hafa enskupróf á morgun. Ætli það sé ekki best að fara að búa það til.
mánudagur, apríl 03, 2006
Átti notalega kvöldstund með karlakórnum Hreim. Hlustaði á söng með kaffi og kökum. Ekki minna en 17 sortum. Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar voru gestir. Hún frábær eins og við var að búast en það sem kom mér á óvart var að hann var það líka! Hann hefur aldrei heillað mig í sjónvarpinu en á sviði er hann algjör sjarmur og syngur bara feikna vel.
Á eftir var ball sem ég var auðvitað á og.... Suður-Þingeyskir karlmenn eru búnir að öðlast uppreisn æru. Ég hitti tvo piparsveina og annar þeirra hafði heyrt af mér, hafði vonast til að hitta mig og dansaði mikið við mig! Miðað við að það eitt að maðurinn hlaupi ekki öskrandi í burtu flokkast undir stóran plús þá var þetta ekkert undir 5 stjörnum!
Svo hafði ég pizzakvöld fyrir lóðarbúa í gær sem ég held að hafi bara heppnast vel. Fólk virtist alla vega getað borðað pizzurnar mínar.
Að öðru. Mér var sagt í dag, sem ég reyndar veit, að ég tæki aðfinnslum illa. Hvern and.. er líka verið að setja út á mig!!!
Á eftir var ball sem ég var auðvitað á og.... Suður-Þingeyskir karlmenn eru búnir að öðlast uppreisn æru. Ég hitti tvo piparsveina og annar þeirra hafði heyrt af mér, hafði vonast til að hitta mig og dansaði mikið við mig! Miðað við að það eitt að maðurinn hlaupi ekki öskrandi í burtu flokkast undir stóran plús þá var þetta ekkert undir 5 stjörnum!
Svo hafði ég pizzakvöld fyrir lóðarbúa í gær sem ég held að hafi bara heppnast vel. Fólk virtist alla vega getað borðað pizzurnar mínar.
Að öðru. Mér var sagt í dag, sem ég reyndar veit, að ég tæki aðfinnslum illa. Hvern and.. er líka verið að setja út á mig!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...