Gamli forsetabíllinn var gerður upp og átti að vera sparibíll embættisins. Núna er hann búinn að standa inni í skúr í (sic)10 ár af því að verkkaupandinn tímir ekki að borga þessar 20 milljónir sem verkið kostaði. Núna veit ég ekki nákvæmlega hver er verkkaupandinn, sennilega forsetaembættið, en er alveg viss um að peningarnir koma af almannafé.
Braveheart segir mér, eftir kunnugum, að það fari ca. 1500 - 2000 vinnustundir í að gera upp gamla bíla. Tíminn hjá iðnaðarmanni er um 5000 krónur. Þarna eru þegar komnar 10 milljónir bara í vinnuna. Þá er allt efnið eftir.
Það má vel vera að þetta sé óþarfa eyðsla á almannafé en eyðslan liggur ekki í verkinu heldur ákvörðuninni um verkið.
Mér finnst þetta dálítið dæmigert fyrir hugarfarið sem er í gangi. Við skulum eyða og spreða milljörðum í ónauðsynlegar varnir, umsókn um sýndarmennskusæti í Öryggisráðinu og flottræfils sendiráð út um allar jarðir. Svo skulum við snuða handverksmanninn um launin hans til að spara.
(Stafsetningarvilla löguð eftir athugasemd:))
laugardagur, ágúst 11, 2007
fimmtudagur, ágúst 09, 2007
Bloggheimur
Björn Bjarnason bloggaði í gær eða fyrradag. Hann neitar að útskýra fyrir fréttastofu Stöðvar 2 hvað hann meinti í blogginu sínu. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, honum ber engin skylda til að útskýra sín bloggskrif.
Eða hvað?
Mér finnst bloggmenningin farin að vera eitthvað undarleg. Það er litið á blogg sem öruggar heimildir um eitthvað og farið að vitna í blogg í fréttum nánast á hverju kvöldi. Ég veit að netið er opinber miðill en engu að síður hef ég alltaf litið á blogg sem hugleiðingar og spekulasjónir um lífið og tilveruna, menn og málefni án þess að það sé endilega hin opinbera skoðun bloggarans.
Það skiptir mig engu máli hvað Björn Bjarnason eða Össur Skarphéðinsson segja á blogginu sínu, það sem skiptir mig máli er hvað þeir gera og segja í vinnunni*. Þeir eru ekki ráðherrar allan sólarhringinn.
*(Ég vona t.d. að það sé ekki Björn sem liggur linnulaust á blogginu mínu á vinnutíma. Ég hef fengið margar heimsóknir frá Tölvumiðstöð Dómsmálráðuneytisins.)
Eða hvað?
Mér finnst bloggmenningin farin að vera eitthvað undarleg. Það er litið á blogg sem öruggar heimildir um eitthvað og farið að vitna í blogg í fréttum nánast á hverju kvöldi. Ég veit að netið er opinber miðill en engu að síður hef ég alltaf litið á blogg sem hugleiðingar og spekulasjónir um lífið og tilveruna, menn og málefni án þess að það sé endilega hin opinbera skoðun bloggarans.
Það skiptir mig engu máli hvað Björn Bjarnason eða Össur Skarphéðinsson segja á blogginu sínu, það sem skiptir mig máli er hvað þeir gera og segja í vinnunni*. Þeir eru ekki ráðherrar allan sólarhringinn.
*(Ég vona t.d. að það sé ekki Björn sem liggur linnulaust á blogginu mínu á vinnutíma. Ég hef fengið margar heimsóknir frá Tölvumiðstöð Dómsmálráðuneytisins.)
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
Eniga meninga
Um daginn voru sendir út álagningarseðlar og velt upp skattakóngum og –drottningum í kjölfarið. Sveitastjórar Ísafjarðar og Bolungavíkur komu fram í fréttum og sögðu okkur að þeir aðilar sem efstir voru á lista í þeirra fjórðungum borguðu ekki krónu í útsvar til sveitafélagana, þetta væri allt fjármagnstekjuskattur sem færi beint til ríkissjóðs. Fjármálaráðherra finnst það alveg fáránlegt að sveitafélögin fengu einhvern hluta af þessu og það finnst Pétri Blöndal líka.
Nú sé ég það í fréttum að Þórunn Sveinbjarnadóttir ráðherra segir að Seyðisfjarðarbær hafi eftirlitsskyldu með Fjarðarárvirkjun og sveitastjórnir geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli.
Mikið hlýtur það nú að vera gott að vera í þeirri stöðu að geta hirt sem mest af öllum tekjum og komið ábyrgðinni yfir á einhverja aðra. Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að sveitafélögin mörg hver, sérstaklega þau minni, eru alvarlega fjársvelt? Sveitafélögin eru með leikskólana, grunnskólana, elliheimilin og núna miklu meiri eftilitsskyldu en þau gera sér grein fyrir og helst á að flytja meira yfir. Og þegar það eru engir peningar til til að reka þetta allt saman þá verður einhvers staðar að skera niður. Það er náttúrulega gert í laununum. Leik- og grunnskólakennarar sem og starfsfólk á dvalarheimilum aldraðara hafa heldur betur fengið að sitja á hakanum. Þegar launin eru orðin svo léleg að fólk er getur varla lifað á þeim þá hættir það og fer til Reykjavíkur þar sem næga vinnu er að hafa. Þá náttúrulega minnkar útsvarið hjá sveitafélaginu og það hefur úr minna að spila ... og svona heldur þetta áfram þar til landsbyggðin er daut.
Nú sé ég það í fréttum að Þórunn Sveinbjarnadóttir ráðherra segir að Seyðisfjarðarbær hafi eftirlitsskyldu með Fjarðarárvirkjun og sveitastjórnir geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli.
Mikið hlýtur það nú að vera gott að vera í þeirri stöðu að geta hirt sem mest af öllum tekjum og komið ábyrgðinni yfir á einhverja aðra. Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að sveitafélögin mörg hver, sérstaklega þau minni, eru alvarlega fjársvelt? Sveitafélögin eru með leikskólana, grunnskólana, elliheimilin og núna miklu meiri eftilitsskyldu en þau gera sér grein fyrir og helst á að flytja meira yfir. Og þegar það eru engir peningar til til að reka þetta allt saman þá verður einhvers staðar að skera niður. Það er náttúrulega gert í laununum. Leik- og grunnskólakennarar sem og starfsfólk á dvalarheimilum aldraðara hafa heldur betur fengið að sitja á hakanum. Þegar launin eru orðin svo léleg að fólk er getur varla lifað á þeim þá hættir það og fer til Reykjavíkur þar sem næga vinnu er að hafa. Þá náttúrulega minnkar útsvarið hjá sveitafélaginu og það hefur úr minna að spila ... og svona heldur þetta áfram þar til landsbyggðin er daut.
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
Dimmt og drungalegt...
... til að spegla skapið.
Nei, ekki alveg. Þetta er ekki templatið sem ég vil hafa. Blogger-inn er bara ekki að hlýða mér.
Nei, ekki alveg. Þetta er ekki templatið sem ég vil hafa. Blogger-inn er bara ekki að hlýða mér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...