laugardagur, ágúst 01, 2009

Svefnherbergismyndin

Ég er að hugsa um mynd í svefnherbergið. Er þessi of gróf?
A Man and Woman Making Love, Plate I of "Liebe," 1901

Ætli við verðum þekkt sem ,,Fólkið með klámmyndina"?
LOL

þriðjudagur, júlí 14, 2009

Síðbúin afsökunarbeiðni

Ég sé, því miður, að Hrafn Friðbjörns er dáinn. Ég þekkti hann ekki mikið en fannst hann alltaf mjög myndarlegur. Dökkur og flottur:) Þegar hann fór í sálfræðinámið þá unnum við saman á Kleppi í smá stund. Þótt hann væri svona "selebb" þá var hann alltaf mjög almennilegur og var bara einn af starfsmönnunum. Kjaftaði og mætti í partý og var næs.
Ég hitti hann síðast á Akureyri 2006 í jólainnkaupum og fór og spjallaði en þá hringdi gemsinn minn. Ég var að selja íbúðina mína og fasteignasalinn í símanum svo ég þurfti að svara og tala í smátíma svo Hrafn bara nikkaði og fór. Hins vegar finnst mér það ókurteist þegar fólk tekur símann á meðan það er að tala við mann svo mér fannst þetta alltaf frekar leiðinlegt. Ekkert issjú svona en nóg til þess að ég ætlaði að biðjast afsökunar á þessu næst þegar ég hitti hann. Það verður greinilega bið á því svo Hrafn ef þú ert þarna einhvers staðar þá biðst ég afsökunar á dónaskapnum.

sunnudagur, júlí 12, 2009

Þrítugskrísan

Fyrir tæpum tíu árum síðan leið mér ekki vel. Það kristallaðist á því augnabliki sem ég fékk bréf um 10 ára stúdentafagnað. Þá þurfti ég aðeins að sitjast niður og anda því ég var alls ekki á þeim stað í lífinu sem ég hafði ætlað mér að vera 10 árum fyrr þegar ég útskrifaðist sem cocky, little shit úr MR. Ég hafði ekki lokið námi, var ógift og barnlaus í láglaunavinnu á geðdeildinni. Með fullri virðingu fyrir þeirri vinnu. Þetta var bara ekki planið. Seinna mun ég væntanlega fabulera um mikilvægi þess að fara út af sporinu og þroskast en það breytir því ekki að mér leið alls ekki vel á þessum tíma.
Lengi vel hélt ég að þetta hefði bara verið ég og mitt líf en ca. sjö árum seinna fer þá þrítug kona að tala um að óánægju sína með lífið og tilveruna. Og fyrir skömmu er rétt rúmlega þrítug kona að tala um að hlutirnir séu bara ekki eins og þeir eigi vera við mig og aðra konu. Sú kona fer að tala um að einmitt upp úr þrítugu hafi ákveðin óánægja gripið um sig hjá henni og hún hafi í framhaldi skellt sér í nám.
Ég ætla því að halda því fram að til sé fyrirbærið þrítugskrísa sem grípur konur og verði viðurkennt í fræðibókum.

fimmtudagur, júní 04, 2009

Stöð 2 og góða þjónustan.

Ég hef verið áskrifandi að Stöð 2 núna í fjögur ár eða frá því að ég flutti út á land. Fyrst í stað náði ég bara Stöð 2 og Bíórásinni þegar Sýn var ekki í útsendingu. Útsendingin var alltaf snjóug. Ég borgaði samt fullt verð fyrir áskriftina. Fyrir tæpum tveimur árum kom Digital Ísland í sveitina og bötnuðu skilyrðin til muna. Ég hef síðan náð Bíórásinni allan sólarhringinn, Stöð 2 plús, Stöð 2 Extra og loksins Skjá einum. Gallinn er að síðan hef ég bara náð Ríkissjónvarpinu í gegnum Digital afruglarann sem þýðir það að ef svo undarlega vildi til að einhvern tíma væri gott efni á báðum rásum (hefur reyndar ekki gerst) þá get ég ekki horft á annað og tekið upp hitt. En alla vega, Strympa hefur unað nokkuð sátt við sitt.
Undanfarna mánuði hefur góða fólkið á Stöð 2 verið svo elskulegt að gefa okkur landsbyggðarlýðnum nokkrar gervihnattarásir í opinni útsendingu. Discovery channel, Sky News, Cartoon Network, og sænska og danska sjónvarpið. Ég man ekki eftir fleiru. Þetta er svo sem ágætt en ég hef engan áhuga á að borga fyrir þetta. Svo þegar þeir loka þessu núna um daginn þá er það bara ágætt líka. Nema hvað að ég fæ bréf þar sem mér er sagt að þetta hafi nú verið opið mun lengur en til stóð (eins og ég eigi að vera rosalega þakklát) og nú geti ég keypt þennan pakka. Og í pakkann hafa bæst tvær nýjar rásir; E! og Hustler TV.
Ég er kvenkyns og ég er jafnréttissinni. Ég er alfarið á móti klámi. Það eru alveg hreinar línur að ég mun ekki kaupa þennan pakka.
Núna áðan hringir í mig ung stúlka og vill gera mér þetta líka ægilega fína tilboð. Ég get fengið þennan gervihnattapakka á hálfvirði í einhvern tíma og ókeypis til 5. júlí. Nei, takk. En það eru sko tvær nýjar stöðvar, E! og Hustler TV. Nei, takk. Ég er alfarið á móti klámi. Sko, Hustler TV er nú ekkert voða gróft. Hustler og Hustler TV hlutgera konur og ýta undir kvenfyrirlitningu. Ég styð það ekki. Ég heyri það á stúlkunni að hún er alveg með það á hreinu að ég er einn af þessum ógurlegu, fordómafullu feministum. Hún hefur rétt fyrir sér í einu. Ég er feministi. Hún veit bara greinilega ekki frekar en svo margir um hvað feminismi snýst. Eins og þetta er nú vinsæl stöð. Ef hún er svona vinsæl, takið hana þá úr pakkanum og seljið hana staka.
Ókey, látum þetta nú allt vera. Ég ætla ekki að kaupa þetta og ætti þ.a.l. ekki að þurfa að ergja mig meira á því. Rangt.
Þegar þeir lokuðu á gervihnattastöðvarnar þá hljóp Stöð 2 plús á rás 18 eða 20 eða þar um bil svo ég lét afruglarann leita aftur og vistaði stöðvarnar. Ég skruna stundum á afruglaranum því stundum er eitthvað opið. Núna blastar upp á bláa flipanum á rás 22 Hustler TV. Þegar maður skoðar sjónvarpsstöðvarnar þá stendur á rás 22 Hustler TV. Rásin er lokuð sem betur fer en ég hef bara í alvöru ekki áhuga á því að vita að þetta hel.. Hustler TV sé til. Ég vil ekki þurfa að sjá það í sjónvarpinu heima hjá mér. Mér finnst það lágmark að hafa frið heima hjá mér fyrir kvenfyrirlitningu. Mér finnst það lágmark að ég ráði því sjálf hvaða rásir sjónvarpið mitt er stillt á. Svo ég held að það séu hæg heimatökin að taka þessa rás út. Nei, það er ekki hægt.
Mér virðist að eina leiðin til að þurfa ekki að vita að þetta Hustler TV sé til yfir höfuð er að segja upp áskriftinni að Stöð 2 og skila afruglaranum.

föstudagur, maí 15, 2009

Góð saga

Ester er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna ákvað hún að leyfa dyggum viðskiptavinum — sem flestir eru atvinnulausir alkar — að drekka út á krít. 

Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Ester valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni 

Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Esterar í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð. 

Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf — sem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli — ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara. 

Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Esterar borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Ester getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugkeika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Ester vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti. 

Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum. 

Nýr skattur er lagður á bindindismenn.
  

laugardagur, maí 02, 2009

Dramapósturinn

LESIÐ VEL. Það er áríðandi !! Bara svona EF....þá þurfum við að vita ÞETTA !!!!!!!Ef einhver sem þú þekkir notar svona teygjur, eða á svona teygjur...í hárið.....einhver í fjölskyldunni, vinir, kunningjar....þá þurfa þeir að fá þennan póst sendan líka. Í GUÐANNA bænum sendið þetta áfram til allra sem þið þekkið !!!!!!!!


Þetta er Kínversk uppfinning......já ótrúlegið Kínverjarnir, ef þeir geta selt það.....þá er þeim nákvæmlega sama um allta annað!Þessar teygjur eru gerðar úr NOTUÐUM SMOKKUM, eftir því sem Kínverjarnir segja 100% sótthreinsaðir......hverjum dettur í hug að það geti verið satt og rétt..og alveg 100% sótthreinsun!!!!Fylgjandi þessu vil ég minna á að við konurnar erum vanar að setja þetta milli varanna á meðan við greiðum stelpunum okkar....EKKI SATT !!!! Þessir smokkar geta hafa verið notaðir af fólki sem er mep EYÐNI, lifrarbólgu C eða hvað sem er annað sjúkdómstengt....notið bara ímyndunaraflið. Skoðið vel þær teygjur sem þið kaupið á hárið á stelpunum ykkar........kaupum eingöngu það sem við vitum hvað er.


ATHUGIÐ , að á einu ári hefur Kína átt nokkra skandala vegna hreinlætis og aukaefna í mat og öðrum vörum, eitraða mjólkin, egg sem voru smituð, kjöt sem var smitað, of mikið blý í leikföngum ofl ofl, sem jafnvel aldrei hefur komið í eyru okkar. Því miður er mikið um að vörur sem framleiddar eru í Kína aldrei skoðaðar af heilbrigðisyfirvöldum né neinum öðrum. LÁTTU ÞÁ SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNT UM VITA AF ÞESSU !!!!!!!!

Þessi póstur gengur alveg ljósum logum um netheima. Ég er alveg viss um að þetta er flökkusaga en get ekki staðfest það. Getur einhver aðstoðað mig?
fimmtudagur, apríl 23, 2009

mánudagur, apríl 20, 2009

Hugleiðingar um köttinn

Ég er alveg miður mín út af kettinum. Hann var búinn að læra alveg á kassann og var líka að læra að vera gæludýr. Hann var alveg rosalega duglegur að bjarga sér og fór um alla íbúð og var m.a.s. byrjaður að fara út. Hann fór bara hringinn í kringum húsið af því að það er enn þá snjór en ég var búin að kaupa ól á hann og ætlaði að hafa hann í löngu bandi í sumar í garðinum. Ég sá hann alveg fyrir mér feitan og pattaralegan í sólinni í sumar. Samspil hans og stráksins var líka skemmtilegt. Hann sleikti hárið og stráknum og beit hann í tærnar og strákurinn togaði í eyrun á honum. Þeir virtust báðir hafa gaman af þessu.
Þegar við ákváðum að fara suður þá veltum við því talsvert fyrir okkur hvað við ættum að gera við köttinn. Okkur datt í hug að taka hann með en höfðum áhyggjur af að næstum 6 tíma keyrsla færi illa í hann auk þess sem það eru tveir gamlir gamlir og heimaríkir kettir heima hjá mömmu. Okkur datt í hug að láta passa hann á býlinu en þar eru 7 kettir og við óttuðumst að hann yrði undir í baráttunni. Niðurstaðan var því sú að hann væri öruggastir heima á sínu svæði og nágrannar kæmu og gæfu honum að éta og hreinsuðu kassann.
Ég hef verið að lesa mér til á netinu núna og mér sýnist að þetta sé helst ráðlagt, láta köttinn vera heima.
Hitt er annað mál að ef kötturinn hættir að éta í tvo daga þá á að bregðast við því. Ég get ekki lýst því hvað ég naga mig í handabökin yfir að hafa ekki komið heim þegar nágranninn hringdi og sagði að kötturinn æti ekki. Ég bara hreinlega áttaði mig ekki á því að hann æti ekkert né drykki. Að vísu þegar við komum heim á þriðjudagskvöld og hann var orðinn ekkert nema skinn og bein þá sauð ég handa honum fisk og hann nartaði í hann. Daginn eftir keypti ég túnfiskdós og gaf honum og hann sleikti eitthvað úr henni. Svo ég er ekki viss að hann hafi ekkert étið. Á miðvikudag lagði ég þurrmat í vatn og sprautaði upp í hann og AB mjólk og hélt hann væri að nærast. Ég gerði þetta sama á fimmtudag og hringdi í dýralækninn sem ráðlagði mér að gefa honum Lamboost. Um kvöldið horfi ég á hann æla öllu saman. Þá varð ég smeyk. En þetta sama kvöld fór hann aðeins á stjá og ég hélt að Lamboost-ið væri að virka. Á föstudeginum var hann hræðilegur. Rétt vafraði um og teygði höfuðið upp í loftið. Þá vissi ég að hann væri deyjandi. Ég fór með hann til dýralæknisins og ætlaði að láta svæfa hann en gat það ekki heldur bað lækninn að reyna að bjarga honum og hann sprautaði í hann vökva og lét mig fá glúkósa og saltvatn sem ég átti að gefa honum á klukkutíma fresti. En þetta var bara alltof seint og ræfilstuskan dó tveimur tímum eftir að við komum heim. Það var ekki skemmtilegt að fylgjast með því og ég dauðsé auðvitað eftir að hafa ekki látið svæfa hann. En ég veit líka að hefði ég gert það þá sæi ég eftir að hafa ekki reynt.
Ég vildi að ég hefði tekið hann með... Ég vildi að ég hefði farið heim þegar nágranninn hringdi... Ég vildi að ég hefði fengið einn köttinn af býlinu til að vera hjá honum... Ég vildi að þetta hefði ekki gerst og Glámur væri enn þá hjá okkur.


fimmtudagur, apríl 16, 2009

Hungurverkfallið


Við fórum í 12 daga frí til Reykjavíkur nú yfir páskana og gerðum góða ferð. Það er vor í Reykjavík og ekki allt á kafi í snjó eins og hér:( Það var gaman að hitta fjölskylduna og bara að breyta um umhverfinu. 
Ég var ekki viss hvað ég ætti að gera við Glám og endaði með að hann var skilinn eftir heima og nágrannar gáfu honum að éta og klöppuðu honum. Við vorum búin að vera nokkra daga fyrir sunnan þegar annar umsjónamaðurinn hringdi og sagði að kötturinn æti lítið og ældi. Einhvern tíma hafði ég heyrt að kettir sveltu sig ekki svo ég hafði ekki mjög miklar áhyggjur af þessu, alla vega ekki nægar til að drífa okkur heim. þegar við komum heim í fyrradag þá bíður hér eftir okkur alveg grindhoraður köttur. 
Hann hefur greinilega lítið sem ekkert étið og étur ekki enn! Ég er búin að mauka mat og sprauta upp í hann reglulega en hann er ekkert að braggast. Liggur bara fyrir og er dauflegur. Ég er bara alveg í sjokki.


mánudagur, mars 30, 2009

sunnudagur, mars 29, 2009

þriðjudagur, mars 10, 2009

Köttur fæst gefins

Hann er blindur en hefur ekki hugmynd um það. Æðir þ.a.l. um, út og upp um allt. Þar sem hann sér ekkert þá ryður hann flestu um koll. Mjög auðvelt að rekja slóðina eftir hann. 
Hann stendur staðfastlega í þeirri meiningu að hann fái ekki nóg að borða og situr því um ruslafötuna í eldhúsinu. Fellir hana um koll og hleypur svo með matarleifar út um alla íbúð. 
Hann trúir því einnig að hann eigi ömmustólinn og reynir að klóra þann sem sest í hann. (Barnið). Honum finnst gaman að leika sér að fótum fólks. Situr fyrir þeim í launsátri og hangir svo á þeim nokkur skref. 
Hann skilur ekki hugtakið ,,gæludýr". Hann er sannfærður um að hann eigi að bíta og klóra alla sem koma nálægt honum. 
Hann er með mjólkuróþol, fær niðurgang. Kúkar þar fyrir utan reglulega á gólfið.
Kannski ekki versti köttur í heimi en fer mjög nálægt því. Anybody?


Treður sér alls staðar.

miðvikudagur, mars 04, 2009

Tíðindi dagsins

Jæja, ég komst ekki á listann. En það skiptir engu máli í dag. Ég lenti nefnilega í slysi með drenginn með mér í bílnum. Var að fara fram úr (ég var á ca. 50 í framúrakstrinum) og áttaði mig ekki á að það væri svona hrikaleg hálka. Skiptir engum togum en bíllinn bara fer af stað og það er ekki við neitt ráðið. Rekst utan í hinn bílinn og hann fer út af, ég í hálfhring og út af hinum megin. Hinn ökumaðurinn er sennilega eitthvað marinn en að öðru leyti sluppu allir heilir á húfi. Ég þakka Guði, svo einfalt er það.

sunnudagur, mars 01, 2009

Hvernig ber að borða graut

Þegar skeiðin kemur þá opnar maður munninn upp á gátt. Þegar grauturinn er kominn upp í munninn þá ýtir maður honum út á neðri vörina með tungunni. Þegar grauturinn er kominn á neðri vörina þá reynir maður að sleikja hann þaðan og ýtir hluta af honum í leiðinni niður á höku. Þegar mamma kemur með skeiðina til að hreinsa grautinn af hökunni og neðri vörinni þá er mjög mikilvægt að bíða þar til hún hefur náð smá af honum í skeiðina og snúa þá höfðinu til hægri og vinstri. Þetta tryggir að grauturinn fer út um mest allt andlit. Þetta er svo endurtekið við hverja skeið. Þegar grauturinn er sennilega búinn en maður er ekki viss þá er hægt að athuga það með því að stinga öllum puttunum upp í sig. Það er þrefalt gagn í þessu: Maður kemst að því hvort grauturinn er búinn, maður atar ermarnar út í graut og ef maður er nógu snöggur þá er líka hægt að setja graut í buxurnar.
Svona ber að borða graut.

föstudagur, febrúar 27, 2009

Kona og köttur

Glámur: Mjáááá!!! Ég er svoooo svangur!!!
Ég: Glámur, það er fullt af mat í kringum diskinn þinn. Hvernig stendur á því eiginlega?
Glámur: Ég sé frekar illa og rek trýnið bara á kaf í matarlyktina. 
Ég: Þá hlýturðu að vita að það er fullt af mat í kringum diskinn. Borðaðu hann bara.
Glámur: Borða af gólfinu?
Ég;: Já, ekki hendi ég öllum þessum mat. Það er kreppa.
Glámur: En.. Ég get ekki borðað af gólfinu.
Ég: Af hverju ekki?
Glámur: Ókey, ég vil ekki vera klöguskjóða en... Það er einhver hérna á heimilinu sem kúkar reglulega á gólfið.

miðvikudagur, febrúar 25, 2009

The suicidal cat

Kötturinn er búinn að læra á kassann. Hins vegar tók hann upp á þeim óskunda um daginn að byrja að skíta, einu sinni á dag,  við hliðina á kassanum. Í alvöru. Why? Fyrst hélt ég að hann væri svona mikil pempía að þegar það væri kominn kúkur í kassann þá bara væri hann orðinn of skítugur fyrir hann. Ég væri ekki nógu snögg að skófla þessu upp. Búin að vera mjög passasöm en þetta heldur áfram. Í gær þreif ég kassann með Ajax og setti nýjan sand. Ströng hreinlætisskilyrði af hans hálfu eru augljóslega ekki málið því í dag kúkaði hann, aftur og enn, við hliðina á hreina kassanum með nýja sandinum. Elsku vinur, þetta er of mikill skapgerðargalli til að við hann verði unað. Núna notar þú kassann eins og á að nota hann, eða...

mánudagur, febrúar 23, 2009

Kisinn

Eftir að kisi lærði á kassann þá varð hann fastur heimilismeðlimur. Hann fékk sýklalyf sem löguðu niðurganginn og hefur örugglega hjálpað honum að læra á kassann, honum verður ekki jafnbrátt í loðbrók og áður. Hins vegar er orðið ljóst að hann er með einhvers konar mjólkuróþol því ég gaf honum rest af pelanum hans lilla í gær og það skilaði sér rennandi. AB mjólk er hins vegar í lagi. Hann er líka farinn að færa sig upp á skaftið, hefur uppgötvað það að heimurinn er í nokkrum hæðum og hann er farinn að 
fikra sig upp á aðra hæð. Jólarósinni var formlega slátrað í gær. Verst þykir mér að finna ekki nafn á hann. Við erum búin að máta nokkur og þau bara passa ekki. Ég hef aldrei lent í þessu áður, kattanöfn hafa alltaf komið nokkurn veginn af sjálfu sér. Þannig að ef þið hafið hugmyndir þá þætti mér mjög gaman að fá þær.

miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Orðræðan

Í byrjun ætla ég að taka það fram að ég er flokksbundin í VG og er feministi.

Nú þegar er lesandinn búinn að mynda sér skoðun á því sem ég ætla að segja. Það er ágætt, svo framarlega sem hann er meðvitaður um það. Það skiptir nefnilega máli hver er segja hlutina, af hverju hann er að segja þá og hvað honum gengur til. Lesandinn verður líka að vera meðvitaður um eiginn hlutdrægni. Það er enginn hlutlaus.

Núna stöndum við í þeirri meiningu að við búum í opnu og frjálsu samfélagi þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Stundum finnst mér tjáningarfrelsið túlkað ansi vítt, mér er t.d. fyrirmunað að skilja að klám sé tjáningarfrelsi. Enda virðist að þegar verið er að níðast á konum þá er það tjáningarfrelsi. Þegar níðst er á einhverjum öðrum eru það fordómar. Ég fagna kosningu Obama en þegar hann og Hillary Clinton voru að berjast um útnefninguna þá mátti nota hvaða orðbragð um hana sem var. Virkilega ljótt orðbragð. N-orðið var aldrei notað um hann enda hefði verið brugðist mjög harkalega við því. Þegar forsetakosningabaráttan sjálf var í gangi þá var á hrekkjavökunni sett upp  e.k. brúða af Obama sem var umsvifalaust tekin niður af lögreglunni á grundvelli laga að það mætti ekki lítlsvirða minnihlutahópa. Á sama tíma fékk sambærileg brúða af Palin að standa dögum saman. Eru konur þó sannlega minnihlutahópur.

Um daginn var viðtal við Svövu Johanssen, athafnakonu, og Jón Ársæll spyr hana um jafnrétti . Hún svarar: ,,Ég er sko EKKI feministi en ég vil jafnrétti kynjanna.”

Feminismi er jafnréttisstefna sem vill að réttur kvenna til lífsgæða sé jafn rétti karla. Nú er búið að gildishlaða orðið. Það er neikvætt. Alveg nákvæmlega eins og rauðsokka er búið að vera í mörg ár. Það er verið að stýra umræðunni með því að gildishlaða orð svona. Oft er verið að þagga niður umræðu. Ef umræðan er þögguð þá breytist ekkert.

Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ræða atburði síðustu vikna og mánaða. Ég ætla nú samt aðeins að koma inn á það vegna þess hvað orðræðan er merkileg. Skömmu eftir fall ríkisstjórnar Geirs H. Haarde en áður en nýja stjórnin tók við var viðtal við formann Samtaka atvinnulífsins.  Hann hafði dálitlar áhyggjur af þessari nýju stjórn. Hafði áhyggjur af því að upp verði tekin haftastefna og eitthvað svona meira leiðinlegt vinstri eitthvað og klykkti svo út með: ,,En ég treysti því að Íslendingar séu nú það skynsamir að þeir hverfi ekki aftur til haftastefnu.” Nú vissum við ekkert hvað þessi nýja stjórn ætlaði að gera en það var alveg ljóst að hún hafði aðrar hugmyndir en formaður samtaka atvinnulífsins enda heitir hann Þór Sigfússon, er bróðir Árna og vitaskuld sjálfstæðismaður. Nú er orðræðan ekki þannig að hann hafi aðrar skoðanir á málinu. Skoðanir hinna eru beinlínis heimskulegar. Samt erum við búin að búa við frjálshyggju og frelsi í 18 ár og sjáið hvar við erum. Fyrir áramót voru sett á mikil gjaldeyrishöft. Fólk sem vildi leysa út gjaldeyri þurfti að fara með farseðilinn í sinn viðskiptabanka. Það er frekar erfitt að fá ákveðnar vörur í verslunum. Þetta heitir ekki haftastefna.

Á undanförnum mánuðum og jafnvel árum hefur komið fram fólk sem hefur varað við ofvexti bankakerfisins. Það voru náttúrulega bara einhverjir neikvæðnipúkar sem skildu ekki íslenskt efnahagslíf.  Og voru að tala niður krónuna. Ef einhver gagnrýndi ,,útrásarvíkingana” og takið eftir orðinu, víkingar. Þetta er orð sem tengist þjóðararfinum okkar og  þjóðarstoltinu. Það er gildishlaðið jákvætt, andstætt feminista. Víkingar voru náttúrulega glæpamenn og þjófar og hvað kom á daginn. Orðið er engu að síður jákvætt. Það vitnar í karlmennsku og kjark. Og ef einhver leyfði sér að gagnýna þá var hann ekkert að hugsa um hag lands og þjóðar. Þessir menn voru að moka peningum inn í landið.

Ef einhver leyfði sér að gagnrýna ofurlaun bankastjóra þá var svarið: ,,Ábyrgðin er svo mikil.”  Hvar er öll sú ábyrgð nú?  Svo kom:  ,,Þetta eru einkafyrirtæki og ykkur kemur þetta bara ekkert við.” Þegar kemur að því að borga skuldirnar, þá er þetta okkur ákaflega viðkomandi.  Mig minnir að það hafi verið Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi sem fékk Elton John til að syngja í afmælinu sínu. Þegar fólk gagnrýndi það þá sagði hann: ,,Ég nenni ekki að hlusta á einhverja öfundsjúka smáborgara.”

Umræðan var þannig: Þið eruð smáborgarar, þið eruð öfundsjúk, ykkur kemur þetta ekki við. Þetta eru útrásarvíkingar,  íslenskar hetjur.

Umræðunni var stjórnað, hún var þögguð. Þessir menn rændu okkur ekki í skjóli nætur. Þeir rændu okkur beint fyrir framan augun á okkur.

En það eru ekki bara stjórnmálamenn, útrásarvíkingar og karlrembur sem leika þennan leik. Fjölmiðlarnir taka mjög virkan þátt í honum líka.  Svo virkan að það má heita að þeir stjórni honum.

Í janúar stóð fólk hundruðum saman fyrir framan Alþingishúsið og stjórnarráðið og krafðist afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fjölmiðlamenn fluttu fréttir af þessu og iðulega í beinni útsendingu. Þegar stjórnin loksins féll þá sneru þessir sömu fjölmiðlamenn sér að Geir H. Haarde og spurðu: ,,Geir. Af hverju slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfinu?” Búsáhaldabyltingin er sögulegur viðburður en skyndilega skiptir hún engu máli. Orðræðan og raunveruleikinn fara ekki saman. Enda svaraði Geir að bragði: ,,Vegna þess að Samfylkingin er sundurtættur flokkur.” Leikurinn heldur áfram. Það eru að koma kosningar og stjórnmálamenn komnir í framboð. Fjölmiðlarnir verða að fylla blöðin og fréttatímana daglega. Raunveruleikinn er túlkunaratriði, við sköpum hann með orðræðunni.  Í upphafi var orðið.

 

Fyrst flutt á fundi hjá Flugu.

Stuðningsmenn

Brynja frænka er búin að stofna stuðningsgrúppu á fésbókinni. Gjöra svo vel að skrá sig.

þriðjudagur, febrúar 17, 2009

At the risk of repeating myself..

Kristín og Páll Ásgeir eru að spá í látleysi og hver eigi að meta það og hafa umsjón með lífstíl. Auðvitað er þetta hálf hjákátlegt en eitt vil ég segja (og ég veit að ég hef sagt það áður) í þessum aðstæðum sem nú eru uppi. 
Ég er grunnskólakennari. Við gerðum kjarasamning 2004 sem innihélt engin rauð strik. Frá 2004-2008 var stigvaxandi verðbólga (ekki jafnmikil og nú er var samt) sem var meiri en umsamdar launahækkanir. Ergo: Kaupmáttur grunnskólakennara fór síminnkandi á sama tíma og meint góðæri bólgnaði út. Fullt af fólki keypti sér nýja bíla, flatskjái, stærra húsnæði og fór í siglingar. Ekki ég. Ég seldi íbúðina mína í Reykjavík og setti peningana inn á banka. Við ætlum nefnilega að byggja hús.  Núna er komin kreppa og ég er búin að tapa peningum í bankanum. Ekki öllum af því að ég hafði vit á að setja stærsta hlutann á verðtryggðan reikning. Nú er talað um að taka af verðtrygginguna. Staðan er því þessi:
Fólk sem eyddi og spreðaði og tók lán til að fjármagna neysluna fær greiðsluaðlögun og heldur húsunum sínum og bílum og flatskjám því það hefur enginn efni á að kaupa þetta. Það á líka að taka verðtrygginguna af svo lánin hækki ekki.
Ég fór varlega og sparaði, er í leiguhúsnæði, á gamlan bíl og túbusjónvarp. Ég sit áfram með gamla draslið og minnkandi pening í bankanum. Þvílíku djöfulsins mistökin. Af hverju eyddi ég ekki og spreðaði og tók lán? Ég gæti þá alla vega ornað mér við minningarnar af góðærinu og sagt umsjónamanninum sögur af siglingunum þegar hann kæmi í molakaffi í stóra húsið.

sunnudagur, febrúar 15, 2009

Þorrablótið

Í gær var haldið Þorrablót Ljósvetninga. Þar voru mörg góð skemmtiatriði, sérstaklega nýju Abba-textarnir:) Frú Ásta fékk líka gott atriði, stóð í mikilli piparsveinaútgerð. Eða kannski öllu heldur piparmeyjainnflutningi. Eiginmaðurinn kom inn í sketsinn og svo litli gutti líka. Frændi hans lék hann. Það er allnokkuð að vera ekki nema þriggja og hálfs mánaða og strax tekinn fyrir á þorrablóti:)

laugardagur, febrúar 14, 2009

Frambjóðandinn

Ég tek þátt í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Svo nú er ég orðin virðulegur frambjóðandi.  Þá er bara að vona að enginn finni þetta blogg þar sem ég læt gamminn geysa í algjöru ábyrgðarleysi!

föstudagur, febrúar 13, 2009

Nafnið

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað við eigum að kalla köttinn. Kisi, er að verða mjög fast í sessi en eitthvað er það nú snautlegt. Stevie finnst mér ekki passa við hann, Hómer ekki heldur. 
Ég hef verið að segja og hlæja að sögunni þegar hann elti mig í skúringunum og var alveg yfir sig bit og hneykslaður á dellunum í hornunum. Þá laust því niður: Geir.

fimmtudagur, febrúar 12, 2009

Sviptingar í sálarlífinu

Ég flakka svolítið á milli póla þessa dagana. Ef ég slysast til að stilla á Alþingisrásina rífst ég og skammast við sjónvarpið og er bara bálreið. Þess á milli les ég blogg og komment og hlæ mig alveg máttlausa.

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Það er ekki að spyrja að því

alltaf eru barnaverndaryfirvöld jafn vond og ljót og óðgeðsleg.

Maðurinn og móðir stúlkunnur voru bæði skjólstæðingar félagsmálayfirvalda en maðurinn hafði greinst með alvarlega geðsjúkdóma og er öryrki. Barnaverndaryfirvöld gerðu kröfu, eftir fæðingu stúlkunnar, að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnsins. Sú krafa náði ekki fram að ganga fyrir dómi.

Sjálfstæðismenn eru...

...fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, 

Blaðamannafundur í gær.

Heimir Már Pétursson: ,,Nú eru þetta nánast það sama og fyrri ríkisstjórn ætlaði að gera. Af hverju komuð þið þessu bara ekki til framkvæmda með þeirru ríkisstjórn?"

Af því að þjóðin stóð öskrandi fyrir utan Alþingishúsið og heimtaði Sjálfstæðisflokkinn burt! Í alvöru Heimir, hvar varstu? 

þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Helstu fréttir

Nei, ég ætla ekki að tjá mig um Davíðs-mál, það er of fáránlegt.

Tók mig til og skúraði um daginn með fatlafólið í eftirdragi. Við fundum glaðninga í nokkrum hornum sem hann þurfti að þefa af og var alveg anduktugur af hneykslan. ,,OMG! Það hefur einhver kúkað á gólfið!" Já, hugsa sér. Hver ætli að hafa gert það? 
En það heyrir sem sagt til stórtíðinda að hann er búinn að læra á kassann! Þannig að við erum klárlega komin með heimiliskött. Það verður þá væntanlega að fara að kalla hann eitthvað annað en fatlafól eða drulluspaða.

Submission


mánudagur, febrúar 09, 2009

Gamlar minningar

Þegar ég var á milli 9 og 11 ára þá var ég lögð í einelti í skólanum. Nú er orðið svo langt síðan að ég man þetta ekki vel sem betur fer en ákveðnir hlutir sitja þó í mér. Ég var uppnefnd og mig minnir að nokkuð margir hafi tekið þátt í því. Mér eru þó sérstaklega minnistæðir tveir krakkar, strákur og stelpa,  sem voru forsprakkar í þessu. Stelpan gekk skrefinu lengra og nánast allan 10 ára bekkinn sat hún fyrir mér á leiðinni heim með aðra stelpu í eftirdragi og var með svívirðingar og leiðindi alla leiðina heim. Stelpurnar í bekknum stofnuðu saumaklúbb sem ég fékk ekki að vera með í strax en var samt boðið með fljótlega. Stelpan var með í þessum saumaklúbb og einhvern veginn æxlaðist það svo að ég bauð henni að gera í minningabókina mína sem og hún gerði. Það var náttúrulega ekkert nema skítur og drulla sem ég fékk yfir mig þar. Saumaklúbburinn var að hittast þegar hún skilaði þessu og stelpurnar spurðu af hverju hún hefði gert þetta. Henni fannst það bara alveg sjálfsagt, ég var svo ömurleg og leiðinleg að ég ætti þetta bara skilið. Mig minnir að það hafi verið fyrir 12 ára bekkinn sem að hún flutti úr hverfinu og ég losnaði við hana úr lífi mínu. Af okkar kynnum var ég þeirri stund fegnust.
Af hverju er ég að rifja þetta upp? Jú, núna um helgina fékk ég friend request frá þessari manneskju á Facebook.

fimmtudagur, febrúar 05, 2009

Update

Litla fatlafólið (a.k.a. drulluspaðinn) hafði ekki skitið á gólfið í tvo daga þegar hann tók upp á að skilja stykkin sín eftir á tveimur stöðum í dag. Hins vegar gerðist þau undur og stórmerki áðan að hann fór sjálfur í kassann!

mánudagur, febrúar 02, 2009

Óheppilegt

það er heldur óheppilegt að nú sé hægt að kenna VG um að slá af álverið. Málið er bara að þetta álver var aldrei á leiðinni.

Nettur

Ég var að fá bréf frá Landsbankanum svohljóðandi:
Eignarhluti þinn í Safnbréfum varfærnum nemur því 63,2% af stærð sjóðsins fyrir efnahagshrunið 3. október 2008.
Já, sniðugt. Ég bendi sérstaklega á orðið varfærnum.
Bankastjórarnir í þessum banka sköffuðu sjálfum sér litlar 12 milljónir í mánaðarlaun fyrir framúrskarandi fjármálakænsku og alla ábyrgðina sem þeir báru. Fínt. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjámsson, þið hafið þá efni á því að axla ábyrgðina og endurgreiða mér þennan 200 þúsund kall sem þið eruð búnir að glutra niður fyrir mér. Ég heiti Ásta Svavarsdóttir og er með reikning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

laugardagur, janúar 31, 2009

Hitt og þetta

Mér finnst þetta mér undarlegur farsi sem er í gangi í stjórnarmynduninni. Framsóknarflokkurinn lofaði stuðningi. Voru skilyrðin sett fram með loforðinu? Ekki sá ég það í fréttum. Það er augljóst að kosningabarátta er komin í gang og hún skiptir meira máli en stjórnun landsins. Mér finnst allir flokkar vera sekir um þetta. Minn líka.

Það er þorrablót í kvöld og litli kútur er að fara í pössun í fyrsta skipti. Það er ljóst að mamman verður ekki langt fram á nótt að djamma.

Litla fatlafólið virðist ekki ætla að vinna sér það til lífs að læra á kassann.

Farinn að færa sig upp á skaftið.

föstudagur, janúar 30, 2009

Skilyrðin

Eru Sjálfstæðismenn búnir að ná í Sigmund?

Framhaldssagan

Eftir að hafa ausið úr skálum pirringsins í gær þá dró ég djúpt andann og sagði við sjálfa mig: ,,Ásta, þú ákvaðst það sjálf að taka kettlinginn með þér heim. Þú hefðir getað látið svæfa hann á þriðjudaginn þegar þú varst með þau mæðgin hjá dýralækninum. Þú vissir að hann kynni hvorki á kassann né að þrífa sig. Þú ákvaðst að reyna að kenna honum þetta. Þú veist að þú ert með ungabarn á heimilinu og að þú ert með ofnæmi. Samt tókstu þessa ákvörðun. " Eftir þetta hleypti ég kettlingnum inn í íbúðina og klappaði honum heilmikið.

Litla fatlafólið

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Kvart og kvein

Ókey. Staðreynd málsins er sú að ég hélt ég væri búin að finna heimili fyrir kettlinginn sem gæti tekið hann í gjörgæslu. Ég er nefnilega með vægt kattaofnæmi. Ég get alveg umgengist ketti en það er ekki heppilegt að ég búi með þeim. Ef ég væri ekki með barn á brjósti þá myndi ég bara skófla í mig ofnæmislyfjum en... 
Ræfilstuskan skítur í sandinn í svefnherberginu. Við sofum þar öll þrjú svo mér er ekki vel við það. En ef hann venst á kassann svona þá verður bara að hafa það. Hins vegar hef ég hann grunaðan um að alla vega míga hist og her. Enda greip ég hann glóðavolgan inni í stofu. Þreif hann upp, rak trýnið ofan í pissið og fór með hann í kassann inni á baði. Þar drullaði hann. Já, aftur kominn með drullu. Hann kann ekki að þrífa sig svo eftir drullið ætlaði hann bara að stökkva af stað. Ég greip hann aftur og setti bossann ofan í vaskinn. Vinkona mín fékk sinn kött agnarsmáan og kenndi honum að þrífa sig svona. Þetta væri svo sem allt í lagi ef strákurinn hefði ekki verið á orginu allan tímann. Hann er farinn að vera eitthvað ergilegur núna upp á síðkastið, veit ekki hvort tennurnar séu eitthvað að mynda sig, hann slefar líka heil ósköp. Svo þegar ég er búin að stússa í kattaskítnum þarf ég að blanda ábótina fyrir strákinn. Ég skrúbba á mér hendurnar og veit að þær eru hreinar en það er samt eitthvað við þetta sem mér líkar ekki. Núna er ég búin að loka ræfilinn frammi í forstofu alveg eins og var gert á býlinu. Sem er ekki gott, hann fær ekkert TLC þannig.
Dýralæknirinn talaði um mánuð og það eru ekki komnir nema tveir dagar. Ég er ekki að gefast upp, ég er bara að fá útrás.

miðvikudagur, janúar 28, 2009

Allt er þá þrennt er

Í þriðja skipti skítur hann í hornið. Þangað er nú kominn kassi. Þótt í svefnherberginu sé.

Hey, come on!  Mér finnst þetta alveg jafn spennandi og fylgjast með hvenær stjórnin félli.

Hmmm....

Kötturinn kúkaði aftur, á sama stað í svefnherberginu. Ef hann kúkar alltaf á sama stað hvort sem er af hverju getur hann þá ekki kúkað í kassann?

Stevie Wonder

Í haust stakk Lilla af. Sem þýddi auðvitað að hún fékk ekki pilluna sína í einhvern tíma. Þegar hún skilaði sér í hús var haldið áfram að gefa henni pilluna þar til að ljóst var að hún var kettlingafull. Í nóvember eignast hún 3 kettlinga, eina læðu og tvo högna. 2-4 vikum seinna drepast læðan og annar högninn með stuttu millibili. Hinn högninn þráast við en fólki finnst hann eitthvað undarlegur. Núna er hann orðinn tveggja mánaða. Hann gengur á, hann kann ekki á kassann, hann étur á sig gat þegar hann kemst í mat og er með drullu. Það er alveg ljóst að hann sér illa en hvort hann sé eitthvað vangefinn líka er ekki vitað. Í gær fór ég með Lillu til dýralæknisins og lét taka hana úr sambandi. (Hún verður kettlingafull í gegnum sprautuna og stingur af þegar hún er á pillunni svo það var ekkert annað í stöðunni.) Ég tók skrítna kettlinginn með mér og lét skoða hann. Hann gekk aðeins um á skoðunarborðinu og húrraði út af. Svo reyndi dýralæknirinn að veifa einhverju fyrir framan hann en hann veitti því enga athygli. Svo annað hvort er hann hálfblindur eða staurblindur. Dýralæknirinn áttaði sig strax á því að ég er aumingjagóð með afbrigðum og vil ekki láta svæfa hann fyrr en í fulla hnefana svo núna er kettlingurinn kominn heim.  Í gær pissaði kettlingurinn í kassann, (húrra!) og rakti sig um alla íbúð. Hann er mjög kattalegur, hann er ekki með einhverja undarlega hegðun.  Í morgun heyrði ég í honum í svefnherberginu og hann pissaði þar og kúkaði:( Góðu fréttirnar eru að hann er ekki með niðurgang.
Dýralæknirinn sagði að við skildum gefa honum mánuð og sjá til. (Braveheart var ekkert yfir sig ánægður.) Svo nú er bara að sjá til hvernig þetta þróast.

mánudagur, janúar 26, 2009

Þar kom að því

sonur minn er farinn að ná í lyklaborðið þegar við erum í tölvunni.
Bloggfærslurnar eru enn allar mínar en eitthvað varð skjárinn undarlegur áðan.

(Er þetta ekki góð tilbreyting frá þjóðfélagsumræðunni:))


Hin svo kallaða ríkisstjórn

,,Hér verður að vera starfhæf ríkisstjórn sem nýtur trausts."

Ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs nýtur ekki trausts. Það þarf ekki að sitja á löngum fundum og ræða það út og suður.

föstudagur, janúar 23, 2009

Hvaða stórtíðindi?

Af hverju fullyrðir hver fjölmiðillinn á fætur öðrum að stórtíðindi hafi átt sér stað í íslenskri pólitík í dag? Hvaða stórtíðindi eru það? Að formaðurinn Sjálfstæðisflokksins ætli ekki að bjóða sig aftur fram á landsfundi flokksins? Þið verðið að fyrirgefa en mér finnst það bara ekkert sérstaklega merkilegt. Mér fannst það miklu meiri tíðindi þegar Guðni Ágústsson sagði af sér flokksformennsku og þingmennsku og hvarf úr íslenskum stjórnmálum. Það var ekki talað um stórtíðindi í íslenskri pólitík þá. Auðvitað er það hörmulegt að Geir sé veikur og ég óska honum vissulega alls hins besta í sínum veikindum en það eru ekki pólitísk stórtíðindi. Í íslenskri pólitík hefur ekkert breyst. 
Svo er alveg merkilegt hvað fréttamenn taka illa eftir. Geir sagði ekki að hann ætlaði að draga sig út úr stjórnmálum. Það kom hvergi fram að Þorgerður Katrín væri að taka við sem forsætisráðherra. Hún mun vera starfandi forsætisráðherra á meðan Geir er í burtu en það þarf ekki að vera, og verður vonandi ekki, langur tími. Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn vildi að kosningar yrðu 9. maí. Það er ekki ákveðið. Ef það verða kosningar þá ætlar ríkisstjórnin að sitja fram að þeim. Það sitja allir áfram í embættum sínum.
Svo hvaða pólitísku stórtíðindi áttu sér stað í dag?

miðvikudagur, janúar 21, 2009

Kastljósið

Ég bý á Íslandi, Evrópu, plánetunni jörð, Vetrarbrautinni. Ég veit ekki hvar Geir H. Haarde býr en það er augljóslega ekki á sama stað og ég.

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Fatta núna?

Ætli að ríkisstjórnin fari bráðum að silja það að við viljum losna við hana? Líklega ekki. Geir uppástendur að þau séu með meirihluta á þingi. Og af hverju eruð þið með meirihluta á þingi Geir? Af því að Sjálfstæðisflokkurinn  laug að þjóðinni. Þetta var ekki allt saman svona ægilega fínt eins og þið vilduð vera láta.  Þetta ástand sem hefur skapast er ykkur að kenna. Núverandi ríkisstjórn blés á öll varnaðarorð og gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir þetta. þegar fólk sýnir af sér stórkostlega vanrækslu í starfi þá er það rekið. Jafnvel þótt það hafi upphaflega verið ráðið, sjáðu til.

föstudagur, janúar 16, 2009

IQ-ið

Við hjónakornin erum að spá í að kaupa okkur nýjar dýnur í rúmið. Okkur langar mest í IQ-Care eða Tempur. Hins vegar eru þetta dýrar dýnur og grátlegt að blæða í þær ef aðrar eru kannski jafngóðar eða ef þær eru æði fyrst en endast illa. Ef einhver á svona dýnu eða þekkir til þá væri gaman að fá komment:)

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Jafnræðið.

Sigurjón Árnason kom í sjónvarpið fyrir nokkru og nefndi að sér þætti skrítið að ekki væri evrópskur innistæðutryggingasjóður fyrst allt ætti að vera svona opið og fjármagnsflæði ætti að vera á milli landa. Núna er SÁ ekki sérlega hátt skrifaður fjármálaspekúlant í mínum huga en þetta fannst mér merkilegt.  Það hlýtur að segja sig sjálft að íslenskir bankar eru ekki samkeppnishæfir í stóra heimi ef þeir geta ekki orðið stærri en velta íslenska ríkisins leyfir. Þeir eru ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli í hinu dásamlega Evrópusamstarfi. 

Formannsframbjóðandinn er með ágætan pistil í dag.

mánudagur, janúar 12, 2009

Ástandið

Ég er mjög hlynnt mótmælunum og mitt kommúníska hjarta klökknar nánast þegar ég sé fréttir af mótmælunum. (Ég er dreifbýlistútta í fæðingarorlofi svo ég er ekki mjög virk.) Ég er hins vegar ekki viss um aðferðafræði mótmælanna. Mér finnst mjög mikilvægt að mótmæli séu friðsamleg því öfgar og ofbeldi gera mótmælendur marklausa eins og umræðan er farin að sýna. Hins vegar verða mótmælin að hafa áhrif. Mér finnst innrásin á Hótel Borg hafa gengið of langt. Það má vel vera að það sé verið að mótmæla eigandanum, JÁJ, en kostnaður af nýjum tækjum verður bara tekinn af áskrifendum. Hvað ætlaði fólkið eiginlega að gera ef það hefði komist inn? Ég skil alveg þann punkt að mótmæla stjórnmálaforingjum en það hefði verið hægt að gera það öðruvísi. Standa fyrir utan og syngja eða berja bumbur svo heyrðist ekki í þeim hefði dugað. 

Svo er það hinn handleggurinn. Ríkisstjórn sem skilur ekki hvað er verið að segja henni. Sjálfstæðismenn eru búnir að vera við völd í 18 ár. Þetta ástand sem nú varir er algjörlega þeirra sköpunarverk. Svo ætla GHH og ISG að stýra ,,björgunarleiðangrinum mikla". Elskurnar, þið eruð ekki í neinum björgunarleiðangri. Þið eruð fíflin sem æddu vanbúin upp á heiði og eru nú villuráfandi í þokunni. Raunveruleikinn er að leita að ykkur.

Enda snýst þetta ekki um neinn ,,björgunarleiðangur", þau eru ekki að gera neitt af viti. Þetta snýst um valdafíkn og mjúk sæti við kjötkatlana. Sjálfstæðismenn eru orðnir svo siðspilltir að þeir eiga ekki snefil af sómatilfinningu eftir. Skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara lýsir þessu í hnotskurn. Hann var skipaður aðeins og eingöngu vegna faðernis og allir vita það. Samt sitja þessir menn sem fastast. 
Núna er þetta fólk búið að rústa efnahag landsins, venjulegt fólk eins og ég er að borga brúsann og það ætlar samt ekki að segja af sér. Mótmælendur eru nefnilega ekki þjóðin! Það er búið að reyna að segja ykkur þetta kurteislega, það er búið að segja ykkur þetta frekar dónalega og þið skiljið samt ekki. Auðvitað endar þetta með því að fólk grípur til ofbeldis. Þá fær þetta fólk sér
bara lífverði og getur hneykslast á skrílnum.


SNAUTIÐ YKKUR Í BURTU!

fimmtudagur, janúar 08, 2009

Þessi sem auglýsti

Var að frétta að það er fólk hér í sveitinni sem heldur að ég hafi verið að auglýsa eftir manni í fullri alvöru. Það er ekki rétt, Eiginmannsleitin mikla var grín (þó svo að eiginmanni hafi nú verið landað). Þetta var grín á kaffistofunni í vinnunni sem smitaðist svo yfir í skemmtanir í sveitinni. Auglýsingin var samin algjörlega fyrir samstarfsfólk mitt og átti aldrei að fara út af kaffistofunni. Einn samstarfsmaður minn ljósritaði hana og setti upp, að ég hélt, á einum stað til viðbótar því hann hafði augastað á manni fyrir mína hönd. (Ekki Braveheart.) Ég komst sem sagt að því nú um daginn að ég er ,,þessi sem auglýsti." Oh, good grief.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

mánudagur, janúar 05, 2009

Vægan fékk hann dóm

Þegar óhapp auðkýfings
auð bankans skerðir. 
Reka hann til réttarþings
falskir lagaverðir.

Vægan fékk hann dóm...

Á Kvíabryggju liggur hann
stórlaxar hringja á laun. 
Móðir kveður minni mann
sem er sendur á Litla Hraun.

Vægan fékk hann dóm...

Flestir fara á Litla Hraun
nema bankabókin sé feit. 
Dómarinn brosir, dæmir á laun. 
Landsbankinn þarf ekki að vita neitt.

Vægan fékk hann dóm...

Kerfið þjónar þeim ríku
yfirstéttin tryggir sín völd. 
Lögin beygja sig, fyrir auðsins klíku. 
Hvítflibbinn greiddi sín gjöld.

Vægan fékk hann dóm...

Chicken

Það vantaði ekki stóru orðin í október. Það átti sko aldeilis að fara í mál við Breta. Hvað gerist svo? Ekkert auðvitað. Alltaf sami undirlægjuhátturinn. 

Stór kjúklingur