Færslur

Sýnir færslur frá október 14, 2018

Góðir vinir

Mynd
Því fer fjarri mér að halda því fram að hamingjan sé eingöngu fólgin í því að eiga maka og börn. Við lifum á tíma offjölgunar mannkyns og alveg orðið tímabært að breyta lífsmynstri okkar á einhvern hátt. Hins vegar sýna rannsóknir að félagsleg tengsl skipta gríðarmiklu máli í lífi okkar. Samvera og samkennd með öðru fólki lengir lífið og bætir heilsu. Einmanaleikinn beinlínis drepur. Vinir skipta okkur því miklu máli og mikilsvert að eiga góða vini. En hvernig er góður vinur? Það eru til margar skilgreiningar á góðum vini en lokaniðurstaðan er yfirleitt sú að góður vinur er sá sem ber umhyggju fyrir viðkomandi og hefur velferð hans að leiðarljósi.  Stundum gerist það að einstaklingur vill gera eitthvað sem er bara alls ekki gott fyrir hann, við getum í ljósi umræðunnar nefnt fíkniefnaneyslu sem dæmi. Góður vinur myndi nú líklega reyna að koma í veg fyrir neysluna frekar en að útvega efnin. Neytandinn væri auðvitað engan veginn ánægður með slíkt og ég skil vel þá löngun

Langt og hamingjuríkt líf

Mynd
Góð félagsleg samskipti skipta öllu máli og einmanaleikinn drepur.