Einu sinni þjáðist Jón Sigurðsson af þroskaleysi og var á móti öllu. Helsta slagorð Framsóknarflokksins núna er ekkert stopp sem er beinlínis á móti VG. Merki um þroskaleysi?
fimmtudagur, maí 03, 2007
þriðjudagur, maí 01, 2007
Hvað varð um FBA?
Bjarni Ármannsson er að láta af störfum. Í starfslok getur hann fengið upp undir 8-900 milljónir. Fyrir stuttu síðann fékk um 400 milljónir gefins vegna kaupréttarsamninga. Þetta er yfir milljarður sem maðurinn er að fá í vasann. Fyrir hvað? Að vinna vinnuna sína? Er Bjarni Ármannsson virkulega búinn að skila svo framúrskarandi starfi og stórkostlegum árangri að hann hann eigi þetta skilið? Þetta eru svo stórar tölur að liggur við að ég skilji þær ekki. Þetta eru svo miklir peningar að ég efast um að ég gæti eytt þeim um ævina þótt ég yrði rúmlega áttræð. Nema kannski með einhverjum meiriháttar lífstílsbreytingum. Þetta er svo yfirgengilegt að það nær ekki nokkurri átt.
En það er eitt sem mig langar til að vita. Fyrir u.m.b. 10 árum voru lagðir niður sjóðir sem ríkið rak og átti. Fiskveiðasjóður Íslands, Iðnlánasjóður og einhverjir fleiri sem ég ekki man. Þessir sjóðir voru lagðir niður og peningarnir þeirra, þ.e. peningar þjóðarinnar, voru settir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Bjarni Ármannsson sem var ungt spútnik hjá Kaupþingi var fenginn til að reka bankann. Ekki leið nú samt á löngu þar til FBA var sameinaður Íslandsbanka. Hin sameinuðu fyrirtæki gengu undir nafninu Íslandsbanki/FBA. Ég er náttúrulega ekkert fjármálaséní en einhvern veginn held ég að það að þurfa sameina fyrirtæki öðru og deila yfirstjórn með öðrum þýði ekki að fyrirtækið gangi rosa vel. En mér gæti skjöplast. Enn líður smá tími, ekki langur, og FBA hlutinn hverfur úr nafni bankans. Hét bankinn Íslandsbanki lengi vel þar til hann var endurskírður og heitir nú Glitnir. Það sem mig langar að vita er þetta: Hvað varð um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins? Hvað varð um peninga þjóðarinnar, peninga sem áttu að fara í það að byggja upp atvinnu í landinu?
Hefur þessi forstjóri virkilega hugsað um eitthvað annað en eigin hag?
En það er eitt sem mig langar til að vita. Fyrir u.m.b. 10 árum voru lagðir niður sjóðir sem ríkið rak og átti. Fiskveiðasjóður Íslands, Iðnlánasjóður og einhverjir fleiri sem ég ekki man. Þessir sjóðir voru lagðir niður og peningarnir þeirra, þ.e. peningar þjóðarinnar, voru settir í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Bjarni Ármannsson sem var ungt spútnik hjá Kaupþingi var fenginn til að reka bankann. Ekki leið nú samt á löngu þar til FBA var sameinaður Íslandsbanka. Hin sameinuðu fyrirtæki gengu undir nafninu Íslandsbanki/FBA. Ég er náttúrulega ekkert fjármálaséní en einhvern veginn held ég að það að þurfa sameina fyrirtæki öðru og deila yfirstjórn með öðrum þýði ekki að fyrirtækið gangi rosa vel. En mér gæti skjöplast. Enn líður smá tími, ekki langur, og FBA hlutinn hverfur úr nafni bankans. Hét bankinn Íslandsbanki lengi vel þar til hann var endurskírður og heitir nú Glitnir. Það sem mig langar að vita er þetta: Hvað varð um Fjárfestingarbanka atvinnulífsins? Hvað varð um peninga þjóðarinnar, peninga sem áttu að fara í það að byggja upp atvinnu í landinu?
Hefur þessi forstjóri virkilega hugsað um eitthvað annað en eigin hag?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...