Mér var blessunarlega bjargað frá jólahreingerningunum í dag. Samstarfskona mín á lóðinni fékk leið á tiltektunum heima hjá sér og bauð mér með í
baðlónið. Ég þáði það með þökkum og greip fína sundbolinn sem ég keypti í haust með góðum fyrirætlunum. Hann komst í vatn í fyrsta skipti í dag.
Á heimleiðinni stoppuðum við í
Gamla bænum og fengum okkur hamborgara. Mig er búið að langa í sjoppuborgara í þó nokkurn tíma núna. Hamborgarinn var mjög góður og dásamlegt salat með. Gamli bærinn er ferlega kósý og skemmtilegur og ég hvet fólk til að líta við ef það á leið um einhvern tíma.