Ég hef talsvert velt fyrir mér eftir 5 ára reynslu sem óhæfur starfskraftur hvað hæfi sé og hvernig það er metið. Mér finnst alveg eðlilegt að gera kröfu um hæfi en það verður að vera kýrskýrt í hverju það felst. Það getur ekki bara verið "eitthvað óljóst". Fyrirtækið/stofnunin verður að setja sér skýrar reglur um til hvers sé ætlast og skilgreina það. Sbr. eineltisáætlanir. Það er ekki nóg að tilkynna að "einelti verði aldrei liðið" og kalla svo allt einelti "smá stríðni". Eða "fjölelti". Hvað sem það orðskrípi merkir.
Mér hefur því miður fundist "hæfið" iðulega byggjast á persónulegri skoðun þess sem metur. Þess vegna finnst mér algjörlega ótækt að verkalýðsfélög séu virkilega að semja á þá leið að einstaklingar geti "samið" við sína yfirmenn um hærri laun. Á meðan ekki er skýrt hvað er metið þá eru sumir í náðinni og aðrir ekki.
Sé starfskraftur ekki að "standa sig" miðað við skýran ramma um hvað felst í því, ber yfirmanni að veita honum aðstoð og ráðleggingar. Taki starfskraftur sig ekki á eftir það ber að veita honum áminningu. Taki hann sig enn ekki á er hægt að segja honum upp. Eftir-á-kjaftasögur um vanhæfi eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð.
Sé starfskraftur ekki að "standa sig" miðað við skýran ramma um hvað felst í því, ber yfirmanni að veita honum aðstoð og ráðleggingar. Taki starfskraftur sig ekki á eftir það ber að veita honum áminningu. Taki hann sig enn ekki á er hægt að segja honum upp. Eftir-á-kjaftasögur um vanhæfi eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð.
Vegna þessara hugleiðinga varð ég mjög glöð þegar ég rakst á þessa tilvitnun nýverið:
"Ah yes, but you see, “quality” is the new racism. It’s a code word. “Not good enough” is a code word for the exclusion of parties that used to be excluded on a more candid basis."
Barbara Kirshenblatt-Gimblett