Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 4, 2007

Fleiri ný dýr

Mynd
Ég sagði frá því að unglingurinn Ísold varð fylfull fyrir algjöra slysni en ég gleymdi að segja frá þegar folaldið kom í heiminn í sumar. Hún sver sig alveg í ættina og líkist móður sinni og ömmu mikið. Þá var Röskva sirkushestur líka fylfull (en það var leyndarmál) og hún eignaðist Emblu litlu líka í sumar. Hérna eru skvísurnar saman.

Það er vandlifað

Ég var að horfa á fréttirnar áðan þar sem ungur maður með Tourette heilkenni lýsir slæmri skólagöngu sinni. Það er ekki nóg með að hinir krakkarnir hafi lagt hann í einelti heldur létu kennararnir ekki sitt eftir liggja. Ég efast ekki um að þessi ungi maður hafi gengið í gegnum slæma tíma. Mér er það fullkomlega ljóst að það er erfitt að skera sig úr þegar maður er barn og/eða unglingur og börn eru miskunnarlaus. Þau eru miskunnarlaus af þeirri einföldu ástæðu að þau eru óvitar. Kennarar eiga hins vegar að heita fullorðið fólk. Samkvæmt almennri orðræðu í samfélaginu eru kennarar illa menntað skítapakk sem á ekkert gott skilið. Það er því fullkomlega rökrétt að álykta sem svo að þetta illa menntaða skítapakk sem á ekkert gott skilið dundi sér við það að leggja börn í einelti. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli. Alla vega leyfir fréttastofan sér að bera þetta á borð fyrir landsmenn eins og hverja aðra staðreynd. Trúir þjóðin því raunverulega að kennarar, sem eru sérmenntuð fagaðilar,

Nýtt blogg

Datt í hug að prófa svona lokað blogg þar sem ég get sagt meira frá mér. Við sjáum svo bara til hvort ég nenni að pósta:)

Tóm gleði

Mynd
Betri upplýsingar hjá fgk.is

Nýja dýrið

Mynd
Tímon.
Mynd
Ég er algjörlega sannfærð um að ég sé fórnarlamb svívirðilegra tryggingarsvika. Að hér í fyrndinni hafi skólatannlæknirinn misnotað sér ungan aldur minn (og væntanlega annarra) og gert við mun meira og fleiri tennur en nauðsynlega þurfti. Þegar ég var á milli sex og sjö ára gömul gerði skólatannlæknirinn við alla jaxlana í mér. Sjö ára með silfur í öllum jöxlum. Sannfærð um að ég væri með ónýtar tennur. Dásamlegt alveg. Stórt ör á sálinni btw. Nema hvað að eftir því sem árin liðu þá þurfti ekki að gera við neitt mikið meira. Eitthvað aðeins en iðulega var ekkert skemmt. Litla systir fer í þennan sama skóla og svo heyri ég af því að hún og einhverjir aðrir nemendur neiti að fara til þessa tannlæknis og uppástanda það að hann geri við heilar tennur. Ég spái ekki mikið í þetta en er komin með það á bak við eyrað. Um tvítugt þarf að laga allar hel.. fyllingarnar enda kominn á þær tími. Þáverandi tannlæknir tekur myndir og þá sé ég að allt silfurstellið er bara örþunn slikja á jöxlunum. Þar

Þorrablótið og baráttan um borðið

Þorrablót Aðaldæla fór fram í gær. Þar sem talsvert var hlegið þá ætla ég að uppljóstra því að ég átti þátt í handritinu. Það er mjög taugatrekkjandi að sitja úti í sal með fimm hundruð manns og bíða eftir hlátri. Úff.. Það er þögul barátta í gangi á heimilinu. Ég er algjör draslari en Braveheart er mun snyrtilegri. Hann segir hins vegar aldrei eitt einasta orð um ástandið. Og ef honum er farið að blöskra rykrottugangurinn þá dregur hann bara fram ryksuguna og ryksugar sjálfur. En núna er ákveðið mál komið í gang. Í sumar dró ég inn borð til að púsla á. Púslið lá lítið púslað á borðinu mánuðum saman þar til ég setti það aftur í kassann til að borða við á gamlárskvöld. Eftir að borðið losnaði er Braveheart að reyna að eigna sér það.Hann þarf að halda bókhald og skrifa reikninga og svoleiðis. Hans mistök eru hins vegar þau að hreinsa borðið alltaf á milli þannig að það er autt borð á mínu heimili. Það gengur auðvitað engan veginn upp. Í gær setti ég fullt af geisladiskum á borðið og í da