Ég sagði frá því að unglingurinn Ísold varð fylfull fyrir algjöra slysni en ég gleymdi að segja frá þegar folaldið kom í heiminn í sumar.
Hún sver sig alveg í ættina og líkist móður sinni og ömmu mikið.
Þá var Röskva sirkushestur líka fylfull (en það var leyndarmál) og hún eignaðist Emblu litlu líka í sumar.
Hérna eru skvísurnar saman.
laugardagur, febrúar 10, 2007
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Það er vandlifað
Ég var að horfa á fréttirnar áðan þar sem ungur maður með Tourette heilkenni lýsir slæmri skólagöngu sinni. Það er ekki nóg með að hinir krakkarnir hafi lagt hann í einelti heldur létu kennararnir ekki sitt eftir liggja. Ég efast ekki um að þessi ungi maður hafi gengið í gegnum slæma tíma. Mér er það fullkomlega ljóst að það er erfitt að skera sig úr þegar maður er barn og/eða unglingur og börn eru miskunnarlaus. Þau eru miskunnarlaus af þeirri einföldu ástæðu að þau eru óvitar. Kennarar eiga hins vegar að heita fullorðið fólk. Samkvæmt almennri orðræðu í samfélaginu eru kennarar illa menntað skítapakk sem á ekkert gott skilið. Það er því fullkomlega rökrétt að álykta sem svo að þetta illa menntaða skítapakk sem á ekkert gott skilið dundi sér við það að leggja börn í einelti. Það hlýtur að liggja í hlutarins eðli. Alla vega leyfir fréttastofan sér að bera þetta á borð fyrir landsmenn eins og hverja aðra staðreynd. Trúir þjóðin því raunverulega að kennarar, sem eru sérmenntuð fagaðilar, séu að leggja börn í einelti í grunnskólum landsins?
Ég efast ekki um að þessi ungi maður hafi upplifað þetta svona. Hins vegar gæti minningin verið lituð af þeirri vanlíðan sem hann leið á þessum tíma. Og kannski lenti hann á einhverjum skítakennurum sem lögðu hann í einelti. En það eru þá einstaklingar en ekki ,,kennararnir” eins og allir kennararnir í þessum skóla hafi lagt hann í einelti eða allir kennarar alls staðar hefðu lagt hann í einelti sama í hvaða skóla hann hefði gengið. Ég tek það fram aftur og enn að ég er ekki að álasa þessum unga manni, mér svíður bara þessi fréttaflutningur. Situr einhver önnur stétt undir svona fréttaflutningi?
,,Gjaldkerar í bönkum stunda það að skoða fjárhagsstöðu viðskiptavinanna og hlæja upphátt.
Læknar á bráðamóttökunni fárast yfir því hvað sjúklingarnir eru klaufskir.”
Það er vandrataður vegur að vera kennari. Ég hef fengið á mig eineltisásakanir af því að ég gekk eftir því að nemandi lærði. Ég ætlaðist til þess að hann ynni í tímum. Móðir hans fullyrti að ég legði hann í einelti. Má ég eiga von á viðtali við hann í sjónvarpi eftir tuttugu ár? Hvað ætli hann segi? ,,Ég átti við námsörðugleika að etja en fékk enga hjálp. Var bara lagður í einelti.”
Þetta kemur til með að hljóma illa en við verðum að átta okkur á því að börn og unglingar eru ekki komin með alveg fulla rökhugsun. ,,Staðreyndirnar” þeirra eru oft mjög litaðar af tilfinningum og eigin skoðunum. Það sem þau halda eru staðreyndir í þeirra huga. Mikill meirihluti þeirra sem hafa unnið með börnum og unglingum, ef ekki allir, hafa lent í því að þeim eru gerðar upp orð eða skoðanir. Það þýðir ekki að maður eigi ekki að hlusta á börn og unglinga, maður verður bara að hlusta betur.
En það eru ekki bara börnin. Eins og allir vita þá ráða kennarar ekki við vinnuna sína og reyna að setja alla nemendur á Ritalín. Gott ef við erum ekki að skammta það í tímum. Fyrir nokkru síðan var ég með nemanda sem var mjög eirðarlaus, mikil hreyfing í honum í tímum og einbeitingin ekki góð. Ég hringdi í foreldrana til að ræða þetta og spurja hvort hann hefði verið sendur í greiningu. Það er nefnilega gott að vita ef það er eitthvað að. Þá er hægt að bregðast við því á réttan hátt og hjálpa nemandanum. Foreldrarnir sögðu mér hins vegar að það var annað sem var að og það útskýrði hegðunina fullkomlega. Þannig að þegar samtalinu var lokið þá lá það ljóst fyrir að þessi nemandi væri ekki ofvirkur, það var annað sem var að og ég gat brugðist við því. Í einfeldni minni hélt ég að allir væru sáttir. Þar til ég fékk bréf frá sálfræðingi svohljóðandi: ,,Vita skaltu, kennarafífl, að þessi nemandi er ekki ofvirkur fyrir fimm aura.” Einhverra hluta vegna drifu foreldrarnir sig með nemandann í greiningu eftir samtalið þó svo að mér hefði fundist það ljóst að nemandinn væri ekki ofvirkur og segði það beinum orðum. Hvernig ætli þetta fólk segi frá samskiptum okkur? Ætli ég sé ekki kennari sem reynir að troða ofvirknigreiningu á alla?
Við þurfum alltaf að staldra við og hugsa málið. Foreldrar eru nefnilega mjög viðkvæmir. Börnin eru það dýrmætasta sem fólk á. Ég held að það sé einhver frumstæð eðlishvöt í fólki að snúast til varnar þegar börnin þeirra eiga í hlut. Og ef fólk upplifir að það sé á einhvern hátt verið að ýja að því að það sé kannski ekki æðislegustu foreldrar í heimi, þá fer allt í hnút. Það er reyndar mjög gott að vita það að foreldrum þyki vænt um börnin sín. Hins vegar eru kennarar ekkert að leggja dóm á það hvort foreldrar séu ,,góðir” eða ,,slæmir”. Mér er það fullkomlega ljóst að foreldrar eru venjulegt fólk sem er að gera sitt besta og vill börnunum sínum það besta. Hins vegar verða foreldrar að átta sig á því að kennarar vilja líka börnunum allt hið besta.
Stundum fer það ekki saman hvað aðilum finnst vera best fyrir barnið. Sumir foreldrar harðneita öllum greiningum. Þeir líta svo á að það sé slæmt fyrir barnið að fá á sig einhvern ,,stimpil”. Það er vissulega sjónarmið í sjálfu sér. Fordómarnir leynast víða. Hins vegar er það sambærilegt að vilja ekki fara með barn sem á erfitt með að einbeita sér í greiningu til sálfræðings eins og að vilja ekki fara með barn sem sér illa á töfluna til augnlæknis í sjónmælingu.
Það hlýtur að vera gott að geta staðið uppi í pontu og tjáð sig um að það sé ,,óþolandi” að börn með sérþarfir fái ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið. Hver ber eiginlega ábyrgð á því að þessu er ekki sinnt? Þessi ræðumaður ætti að snúa sér til æðsta yfirmanns menntamála í landinu og ræða þetta nánar.
Yfirleitt kemur það ekki í ljós fyrr en barnið er byrjað í skólanum að eitthvað er ekki að ganga skv. meðalkúrfu. Þá þarf að fá greiningu á barnið. Ef foreldrarnir neita þá kemur auðvitað aldrei nein greining. Hvernig á að mæta sérþörfum sem enginn veit hverjar eru? Ef greinig er samþykkt þá þarf samt að bíða í ákveðinn tíma. Þegar greiningin svo kemur þá þarf að bregðast við henni. Hver á að gera það? Einn kennari inni í 25 manna bekk? Ef nemandinn er ekki kominn upp í unglingadeild þá er séns að stuðningsfulltrúi sé inni í bekknum. Þroskaþjálfarar sjást lítið inni í skólum landsins. Það er óskaplega fallegt að boða jafnrétti til náms og setja alla inn í almenna skóla. Helst á að leggja niður sérdeildir. Það er ekki jafn fallegt þegar það er ljóst að um hreina sparnaðaraðgerð er að ræða og bara verið að skera niður þjónustu. Já, það er ,,óþolandi” að ekki sé komið til móts við sérþarfir nemenda. Það er ekki að spyrja að þessu illa menntaða skítapakki sem á ekkert gott skilið.
Ég er á fimmta ári í kennslu. Ég hef kennt í tveimur grunnskólum. Báðir skólarnir eru að vinna gott starf. Í núverandi skóla er mikið listastarf. Tónlistarskólinn er mikilvirkur, það er farið í tónlistarferðir og það hafa verið gefnir út geisladiskar. Á hverju ári er sett upp glæsileg leiksýning. Það er alltaf haft samband við fjölmiðla. Enginn þeirra mætir. Ef það er ekki hægt að tala illa um unglinga eða kennara þá er enginn áhugi.
Það virðist vera fullkomlega eðlilegt í samfélaginu líta niður á kennara, vinnu þeirra og menntun á sama tíma og það er ætlast til að þeir séu sérfræðingar í fagi, uppfræðarar, uppalendur, þroskaþjálfarar, sálfræðingar og nánast hvað sem fólki dettur í hug.
Þetta er orðið alveg óskaplega hvimleitt.
Ég efast ekki um að þessi ungi maður hafi upplifað þetta svona. Hins vegar gæti minningin verið lituð af þeirri vanlíðan sem hann leið á þessum tíma. Og kannski lenti hann á einhverjum skítakennurum sem lögðu hann í einelti. En það eru þá einstaklingar en ekki ,,kennararnir” eins og allir kennararnir í þessum skóla hafi lagt hann í einelti eða allir kennarar alls staðar hefðu lagt hann í einelti sama í hvaða skóla hann hefði gengið. Ég tek það fram aftur og enn að ég er ekki að álasa þessum unga manni, mér svíður bara þessi fréttaflutningur. Situr einhver önnur stétt undir svona fréttaflutningi?
,,Gjaldkerar í bönkum stunda það að skoða fjárhagsstöðu viðskiptavinanna og hlæja upphátt.
Læknar á bráðamóttökunni fárast yfir því hvað sjúklingarnir eru klaufskir.”
Það er vandrataður vegur að vera kennari. Ég hef fengið á mig eineltisásakanir af því að ég gekk eftir því að nemandi lærði. Ég ætlaðist til þess að hann ynni í tímum. Móðir hans fullyrti að ég legði hann í einelti. Má ég eiga von á viðtali við hann í sjónvarpi eftir tuttugu ár? Hvað ætli hann segi? ,,Ég átti við námsörðugleika að etja en fékk enga hjálp. Var bara lagður í einelti.”
Þetta kemur til með að hljóma illa en við verðum að átta okkur á því að börn og unglingar eru ekki komin með alveg fulla rökhugsun. ,,Staðreyndirnar” þeirra eru oft mjög litaðar af tilfinningum og eigin skoðunum. Það sem þau halda eru staðreyndir í þeirra huga. Mikill meirihluti þeirra sem hafa unnið með börnum og unglingum, ef ekki allir, hafa lent í því að þeim eru gerðar upp orð eða skoðanir. Það þýðir ekki að maður eigi ekki að hlusta á börn og unglinga, maður verður bara að hlusta betur.
En það eru ekki bara börnin. Eins og allir vita þá ráða kennarar ekki við vinnuna sína og reyna að setja alla nemendur á Ritalín. Gott ef við erum ekki að skammta það í tímum. Fyrir nokkru síðan var ég með nemanda sem var mjög eirðarlaus, mikil hreyfing í honum í tímum og einbeitingin ekki góð. Ég hringdi í foreldrana til að ræða þetta og spurja hvort hann hefði verið sendur í greiningu. Það er nefnilega gott að vita ef það er eitthvað að. Þá er hægt að bregðast við því á réttan hátt og hjálpa nemandanum. Foreldrarnir sögðu mér hins vegar að það var annað sem var að og það útskýrði hegðunina fullkomlega. Þannig að þegar samtalinu var lokið þá lá það ljóst fyrir að þessi nemandi væri ekki ofvirkur, það var annað sem var að og ég gat brugðist við því. Í einfeldni minni hélt ég að allir væru sáttir. Þar til ég fékk bréf frá sálfræðingi svohljóðandi: ,,Vita skaltu, kennarafífl, að þessi nemandi er ekki ofvirkur fyrir fimm aura.” Einhverra hluta vegna drifu foreldrarnir sig með nemandann í greiningu eftir samtalið þó svo að mér hefði fundist það ljóst að nemandinn væri ekki ofvirkur og segði það beinum orðum. Hvernig ætli þetta fólk segi frá samskiptum okkur? Ætli ég sé ekki kennari sem reynir að troða ofvirknigreiningu á alla?
Við þurfum alltaf að staldra við og hugsa málið. Foreldrar eru nefnilega mjög viðkvæmir. Börnin eru það dýrmætasta sem fólk á. Ég held að það sé einhver frumstæð eðlishvöt í fólki að snúast til varnar þegar börnin þeirra eiga í hlut. Og ef fólk upplifir að það sé á einhvern hátt verið að ýja að því að það sé kannski ekki æðislegustu foreldrar í heimi, þá fer allt í hnút. Það er reyndar mjög gott að vita það að foreldrum þyki vænt um börnin sín. Hins vegar eru kennarar ekkert að leggja dóm á það hvort foreldrar séu ,,góðir” eða ,,slæmir”. Mér er það fullkomlega ljóst að foreldrar eru venjulegt fólk sem er að gera sitt besta og vill börnunum sínum það besta. Hins vegar verða foreldrar að átta sig á því að kennarar vilja líka börnunum allt hið besta.
Stundum fer það ekki saman hvað aðilum finnst vera best fyrir barnið. Sumir foreldrar harðneita öllum greiningum. Þeir líta svo á að það sé slæmt fyrir barnið að fá á sig einhvern ,,stimpil”. Það er vissulega sjónarmið í sjálfu sér. Fordómarnir leynast víða. Hins vegar er það sambærilegt að vilja ekki fara með barn sem á erfitt með að einbeita sér í greiningu til sálfræðings eins og að vilja ekki fara með barn sem sér illa á töfluna til augnlæknis í sjónmælingu.
Það hlýtur að vera gott að geta staðið uppi í pontu og tjáð sig um að það sé ,,óþolandi” að börn með sérþarfir fái ekki þá þjónustu sem þau eiga skilið. Hver ber eiginlega ábyrgð á því að þessu er ekki sinnt? Þessi ræðumaður ætti að snúa sér til æðsta yfirmanns menntamála í landinu og ræða þetta nánar.
Yfirleitt kemur það ekki í ljós fyrr en barnið er byrjað í skólanum að eitthvað er ekki að ganga skv. meðalkúrfu. Þá þarf að fá greiningu á barnið. Ef foreldrarnir neita þá kemur auðvitað aldrei nein greining. Hvernig á að mæta sérþörfum sem enginn veit hverjar eru? Ef greinig er samþykkt þá þarf samt að bíða í ákveðinn tíma. Þegar greiningin svo kemur þá þarf að bregðast við henni. Hver á að gera það? Einn kennari inni í 25 manna bekk? Ef nemandinn er ekki kominn upp í unglingadeild þá er séns að stuðningsfulltrúi sé inni í bekknum. Þroskaþjálfarar sjást lítið inni í skólum landsins. Það er óskaplega fallegt að boða jafnrétti til náms og setja alla inn í almenna skóla. Helst á að leggja niður sérdeildir. Það er ekki jafn fallegt þegar það er ljóst að um hreina sparnaðaraðgerð er að ræða og bara verið að skera niður þjónustu. Já, það er ,,óþolandi” að ekki sé komið til móts við sérþarfir nemenda. Það er ekki að spyrja að þessu illa menntaða skítapakki sem á ekkert gott skilið.
Ég er á fimmta ári í kennslu. Ég hef kennt í tveimur grunnskólum. Báðir skólarnir eru að vinna gott starf. Í núverandi skóla er mikið listastarf. Tónlistarskólinn er mikilvirkur, það er farið í tónlistarferðir og það hafa verið gefnir út geisladiskar. Á hverju ári er sett upp glæsileg leiksýning. Það er alltaf haft samband við fjölmiðla. Enginn þeirra mætir. Ef það er ekki hægt að tala illa um unglinga eða kennara þá er enginn áhugi.
Það virðist vera fullkomlega eðlilegt í samfélaginu líta niður á kennara, vinnu þeirra og menntun á sama tíma og það er ætlast til að þeir séu sérfræðingar í fagi, uppfræðarar, uppalendur, þroskaþjálfarar, sálfræðingar og nánast hvað sem fólki dettur í hug.
Þetta er orðið alveg óskaplega hvimleitt.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Nýtt blogg
Datt í hug að prófa svona lokað blogg þar sem ég get sagt meira frá mér. Við sjáum svo bara til hvort ég nenni að pósta:)
mánudagur, febrúar 05, 2007
Ég er algjörlega sannfærð um að ég sé fórnarlamb svívirðilegra tryggingarsvika. Að hér í fyrndinni hafi skólatannlæknirinn misnotað sér ungan aldur minn (og væntanlega annarra) og gert við mun meira og fleiri tennur en nauðsynlega þurfti.
Þegar ég var á milli sex og sjö ára gömul gerði skólatannlæknirinn við alla jaxlana í mér. Sjö ára með silfur í öllum jöxlum. Sannfærð um að ég væri með ónýtar tennur. Dásamlegt alveg. Stórt ör á sálinni btw. Nema hvað að eftir því sem árin liðu þá þurfti ekki að gera við neitt mikið meira. Eitthvað aðeins en iðulega var ekkert skemmt. Litla systir fer í þennan sama skóla og svo heyri ég af því að hún og einhverjir aðrir nemendur neiti að fara til þessa tannlæknis og uppástanda það að hann geri við heilar tennur. Ég spái ekki mikið í þetta en er komin með það á bak við eyrað. Um tvítugt þarf að laga allar hel.. fyllingarnar enda kominn á þær tími. Þáverandi tannlæknir tekur myndir og þá sé ég að allt silfurstellið er bara örþunn slikja á jöxlunum. Þarna er ég eiginlega alveg orðin sannfærð. Svo líður tíminn eins og gengur og fæ eina og eina holu eins og gengur.
Núna er ég komin með enn einn tannlækninn og í fyrstu skoðun talar hann um það að það sé leiðinlega mikið viðgert því tennurnar eru frekar hressilegar. Í dag fór ég svo í formlega myndatöku og hann var bara alveg bit, þetta var bara miklu betra en hann bjóst við miðað við hvað er mikið viðgert. Ástandið á tönnunum og viðgerðirnar fara greinilega ekki saman, þetta passar ekki. Ég finn að þetta fer nett í taugarnar á mér og ég er að hugsa um að elta uppi þessa mannfýlu og neyða hana til sagna.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Þorrablótið og baráttan um borðið
Þorrablót Aðaldæla fór fram í gær. Þar sem talsvert var hlegið þá ætla ég að uppljóstra því að ég átti þátt í handritinu. Það er mjög taugatrekkjandi að sitja úti í sal með fimm hundruð manns og bíða eftir hlátri. Úff..
Það er þögul barátta í gangi á heimilinu. Ég er algjör draslari en Braveheart er mun snyrtilegri. Hann segir hins vegar aldrei eitt einasta orð um ástandið. Og ef honum er farið að blöskra rykrottugangurinn þá dregur hann bara fram ryksuguna og ryksugar sjálfur. En núna er ákveðið mál komið í gang. Í sumar dró ég inn borð til að púsla á. Púslið lá lítið púslað á borðinu mánuðum saman þar til ég setti það aftur í kassann til að borða við á gamlárskvöld. Eftir að borðið losnaði er Braveheart að reyna að eigna sér það.Hann þarf að halda bókhald og skrifa reikninga og svoleiðis. Hans mistök eru hins vegar þau að hreinsa borðið alltaf á milli þannig að það er autt borð á mínu heimili. Það gengur auðvitað engan veginn upp. Í gær setti ég fullt af geisladiskum á borðið og í dag er búið að raða þeim snyrtilega upp á borðbrúnina. Ég er að velta fyrir mér hvort við séum komin á það stig að þurfa að setja reglur.
Það er þögul barátta í gangi á heimilinu. Ég er algjör draslari en Braveheart er mun snyrtilegri. Hann segir hins vegar aldrei eitt einasta orð um ástandið. Og ef honum er farið að blöskra rykrottugangurinn þá dregur hann bara fram ryksuguna og ryksugar sjálfur. En núna er ákveðið mál komið í gang. Í sumar dró ég inn borð til að púsla á. Púslið lá lítið púslað á borðinu mánuðum saman þar til ég setti það aftur í kassann til að borða við á gamlárskvöld. Eftir að borðið losnaði er Braveheart að reyna að eigna sér það.Hann þarf að halda bókhald og skrifa reikninga og svoleiðis. Hans mistök eru hins vegar þau að hreinsa borðið alltaf á milli þannig að það er autt borð á mínu heimili. Það gengur auðvitað engan veginn upp. Í gær setti ég fullt af geisladiskum á borðið og í dag er búið að raða þeim snyrtilega upp á borðbrúnina. Ég er að velta fyrir mér hvort við séum komin á það stig að þurfa að setja reglur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...