Færslur

Sýnir færslur frá mars 20, 2016

Rasisma gefið gildi

Mynd
Síðastliðinn fimmtudag mætti forsætisráðherra í löngu tímabært viðtal hjá fjölmiðli. Hann er forsætisráðherra íslenska ríkisins og íslenska ríkið á útvarpsstöð, RÚV, svo það hefði mátt vera eðlilegt að hann mætti þangað. Það gerði hann þó ekki. Hann og annað framsóknarfólk telur að RÚV sé sérstaklega í nöp við Framsóknarflokkinn þótt aðrir séu ekki sammála því. Látum það liggja á milli hluta. Á Íslandi er rekin önnur stór útvarpsstöð, Bylgjan. Forsætisráðherra var í viðtali við Fréttablaðið þennan sama dag þar sem farið var um hann mjúkum höndum. Þar sem sömu eigendur eru að Bylgjunni og Fréttablaðinu má ætla að um hann væri farið sömu silkihönskunum þar. En forsætisráðherra valdi að fara í viðtal við jaðarútsvarpsstöðina Sögu sem er þekkt fyrir harða hægristefnu og hefur lengi legið undir ámæli um rasísk viðhorf og hatursorðræðu. Framsókn hefur lengi dorgað í "gruggugu vatni". Er skemmst að minnast kosningarbaráttu flokksins í Reykjavík í síðastliðnum kosningum sem og

Hagsmunir og hæfi

Mynd
Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum í Sigmundarmál nóg er rætt og ritað en það er samt tvennt sem ég vil koma inn á: Í 3. grein II kafla stjórnsýslulaga Sérstakt hæfi segir:   3. gr. Vanhæfisástæður. Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls:     1. Ef hann er aðili máls, fyrirsvarsmaður eða umboðsmaður aðila.     2. Ef hann er eða hefur verið maki aðila, skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar.     3. Ef hann tengist fyrirsvarsmanni eða umboðsmanni aðila með þeim hætti sem segir í 2. tölul.     4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að.     5. [Ef hann á sjálfur sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta, venslamenn hans skv. 2. tölul. eða sjálfseignarstofnun eða fyrirtæki í einka

Nokkur orð um femínisma

Mynd
Í gær rakst ég á myndband sem heitir Girl destroys feminism in 3 minutes! Myndbandið er, undarlegt nokk, að finna á síðunni Only for Men . Fólk getur kynnt sér síðuna. Þá vekur það athygli mína að málflytjandi er kynnt sem "girl" en ekki einstaklingurinn  Lauren Southern.  Lauren Southern þarf ekki að vera femínisti mín vegna. Mér finnst verra að hún skuli fara rangt með máli sínu til stuðings. Jenna Christian rekur það ágætlega í spistli sínum A Reply to Lauren Southern . Það sem mig langar að koma inn á er sú furðurlega krafa að konur eigi að berjast fyrir réttindum allra annarra líka. Helst fyrst.  Vinsamlegast hafið þann fyrirvara að ég er ekki talsmaður allra femínista heimsins. Nei, við erum ekki í einni allsherjar sellu sem sendir reglulega út tilskipanir. Lauren Southern skilur ekkert í því að femínistar beiti sér ekki fyrir réttindum karla. Ábyrgir feður skildu  ekkert í því á sínum tíma að femínistar skyldu ekki beita sér fyrir réttindum forsj

Bubbi, ég elska þig.

Mynd
Ég held það hafi verið árið 1982, það var alla vega sama ár og hið stórkostlega félag Læðupúki sléttunnar var stofnað í hitakompunni í Álfheimunum. Gummi kom með gamlan ferðaplötuspilara og nokkara plötur, m.a. A Hard Day's Night með Bítlunum. En það var platan Breyttir tímar með Egó sem heillaði mig. Sú plata kom frá Diddu, nú skáldkonu svo ég neimdroppi aðeins. Litli bróðir hennar var í félaginu og kom með plötur. Plágan með Bubba datt líka inn í hitakompuna. Ég er enn með þessar plötur því Didda gaf okkur þær. Ég vona það alla vega, annars hef ég stolið þeim. Eftir þetta var ekki aftur snúið, ást mín á Bubba var hrein og tær. Fullkomlega platónsk. Ég hélt því staðfastlega fram árum saman að það væru textarnir en eflaust hefur tónlistin og Bubbi sjálfur átt þar stóran hlut að máli líka. Eftir þetta keypti ég allt sem Bubbi gaf út. Fannst allt frábært þótt það væri misfrábært. Sögur Bubba (og Dóra) af landinu ýtti undir landsbyggðarómantík sem hafði þær afleiðingar