Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 26, 2012

Aðflutt og útskúfuð

Um vorið 2005 var auglýst eftir kennara í Árbót. Ég sótti um og fékk starfið. Ég stóð í þeim leiða misskilningi að það vantaði kennara á landsbyggðina en það er klárlega rangt. Alla vega er nóg af réttindakennurum hér. Mér var fljótlega gert ljóst að yrði af uppsögnum yrði ég látin fara fyrst. Ég nýkomin með allt mitt hafurtask þvert yfir landið. Gaman. Liðu nú samt 5 ár á meðan ég hékk á vinnu. En börnum í sveitum landsins fækkar sífellt. Svo kom skellurinn.  Á þessum 5 árum gerðist hins vegar ýmislegt. Ég kynntist manni og gifti mig. Maðurinn minn er bóndi svo við erum átthagafjötruð hérna. Nú eru líka komin börn. Ég seldi íbúðina mína í Reykjavík og setti aleiguna í óseljanlegt hús. Það varð efnahagshrun og atvinnuleysi sem var nánast óþekkt á Íslandi varð alvöru vandamál. Skyndilega eru fjölmargir umsækjendur um stöður sem þar til hafði verið erfitt að manna. Ég varð fertug og komst þar með í óvinsælasta hóp atvinnuumsækjenda. Hér er enga vinnu að hafa. Ég sæki um það litl

Ögmundur, aftur.

Að öllu gamni slepptu þá er það algjörlega óþolandi þegar verið er að setja verklagsreglur til að komast hjá klíkuráðningum og persónulegu mati valdhafans til að ráða þann sem honum er þóknanlegastur að það sé hægt að skauta fram hjá því með einhverju bulli um ,,persónulega kosti." Hvaða persónulegu kostir eru þetta? Að vera valdhafanum  þóknanlegur? Hvernig stendur svo á því þegar þessar ráðningar eru kærðar og dæmdar ólögmætar sí og æ að ekkert er gert? Leggjum þessa kærumöguleika bara niður. Þeir eru tilgangslausir.

Rosalegur klaufaskapur hjá Ömma og Norðurþingi

Það vita það allir að ef maður vill ákveðið fólk í stöðurnar þá er langbest að auglýsa ekki ! Svo til að sýnast þá auglýsir maður það sem skiptir ekki máli. Í alvöru. Þetta vita nú allir.