þriðjudagur, desember 13, 2016

Er ekki kominn tími til að Tengja?

Það er verið að ljósleiðaravæða Þingeyjarsveit. Stóra kosningaloforð Samstöðu sem Sigmundur Davíð og íbúar sveitarfélagsins borga fyrir. Heimilið á Hálsi ákvað að tengjast. Við höfum undanfarið verið í viðskiptum við Magnavík og erum mjög ánægð með þá þjónustu en ókey, þetta er ljósleiðari.
Það er búið að leggja leiðarann og svo var okkur sagt að það yrði hringt í okkur og þá yrðum við að kaupa okkur þjónustuaðila og Tengir, sem leggur leiðarann, myndi koma og plögga okkur í samband. 
Fyrir síðustu mánaðarmót er hringt í okkur og tilkynnt að við getum keypt keypt okkur þjónustuaðila. Við erum í viðskiptum við Símann svo ég hringi þangað og kaupi Heimilispakkann. Í kaupbæti og af því að það eru að koma jól fæ ég einhvern karakkapakka til reynslu í desember. Ljómandi, krökkunum leiðist það ekki. Ég reyni að hringja í Magnavík en næ ekki í hann. Þar sem ég veit ekki alveg nákvæmlega hvenær þeir koma þá ákveð ég að áskriftirnar verði bara að skarast.
Núna er kominn 13. desember og mennirnir eru ekki enn mættir til að tengja okkur. Samt er meira en vika síðan að vinkona mín sem býr skammt frá var tengd. Svo frúin hringir:



"Já, góðan daginn. Þið hringduð fyrir mánaðamótin og sögðuð okkur að kaupa þjónustu og þið eruð ekki enn komnir."

"Já, sko við hringdum í alla svo allir væru klárir og svo tengjum við hjá þeim sem panta fyrst"'
"Sniðugt, svo allir pöntuðu strax svo sumir þurfa bara að bíða?"
"Nei, það pöntuðu nefnilega ekki allir strax svo þess vegna þarf að bíða"
"Ég pantaði strax. Af hverju þarf ég að bíða?"
"Það er ekkert hægt að tengja bara svona hist og her. Það þarf að vera smá uppsöfnun."
"Þú varst enda við að segja að þeir sem pöntuðu fyrst yrðu tengdir fyrst."
"Já."


Viðmælandi minn tilkynnti mér líka að þeir kæmu líklega í næstu viku, þeir hefðu líka bara lofað að tengja fyrir jól. Þannig að ég sé fram á að tengjast 23. desember.
Ég skil að þetta skarist, ég næ því. Ég skil líka að það sé betra að fólk sé tilbúið þegar þeir koma. Það er á allan hátt betra fyrir fyrirtækið. Það er ekkert sérstaklega gott fyrir kúnnann. Nú er ég í þeirri stöðu að borga áskrift sem ég get ekki notað, með fríðindi sem ég get ekki notið. Eins undarlega og það kann að hljóma þá er ég ekkert sátt við það.




Uppfært 14. des.
Ljósleiðarinn er tengdur😏

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...