Færslur

Sýnir færslur frá september 28, 2008

Endurgreiðsla

Fyrir ca. 10 árum fengu litlir strákar banka á tombóluprís til að leika sér. Leika sér með peninga almennings, peningana okkar. Það var bullandi góðæri í öllum hinum vestræna heimi og menn hefðu þurft að vera verulega illa heimskir til að klúðra málum. Þar sem litlu strákunum tókst ekki að klúðra málunum þá verðlaunuðu þeir sjálfa sig ótæpilega. Ár frá ári verðlaunuðu þeir sig því meir þar til tölurnar voru orðnar fáránlegar. Svo fáránlegar að venjulegt fólk nær ekki utan um þær. Nú er það komið í ljós að litlu strákarnir voru ekki nándar nærri jafn klárir og þeir héldu. Því þykir mér eðlilegt að þessir drengir skili bónusum sínum og ofurlaunum sem þeir klárlega unnu aldrei fyrir og áttu aldrei skilið.  Þar fyrir utan hef ég alltaf litið á þessa peninga sem eign þjóðarinnar og drengina ekkert annað en ótýnda þjófa.

,,Kreppan"

Það ku hafa verið mikið góðæri á landinu undanfarin ár. Ég hef ekki orðið vör við það. Kjarasamningurinn okkar hafði engin rauð strik og launahækkanir voru minni en verðbólgan. Það var samið um launahækkanir í sumar svo mér sýnist við séum talsvert að halda í við verðbólgu. Mér finnst það bara nokkuð sanngjarnt fyrst við fundum ekkert fyrir góðærinu að kreppan fari fram hjá okkur líka. Ég finn sem sagt, enn sem komið er, ekki mikið fyrir þessari ,,kreppu". Nú ætla ég ekki að bara saman kreppuna miklu og ástandið núna, heimurinn er breyttur og eðlilegt að viðmið fólks breytist. En er ástandið svona slæmt? Það er vissulega ekki gott en miðað við fréttir þá virðist allt vera á heljarþröm. Eru fjölmiðlar að fara offari í fréttaflutningi sínum? Það dynja á landsmönnum hver dómsdagsfréttatíminn á fætur öðrum. Er allt að fara til helvítis eða eru fréttamenn að færa í stílinn?

Þriðja heimsstyrjöldin

Ég er huxi. Fyrir rétt tæpum 80 árum skall á kreppa í heiminum. Það er farið í málið í öllum sögubókum. Þ.a.l. hélt ég að heimurinn hefði lært sína lexíu og vissi við hverju væri hægt að búast við ákveðnar aðstæður og hvernig ætti að bregðast við þeim ef þær kæmu upp. Þess vegna skil ég ekki af hverju það er ekki verið að leysa þetta efnahagsmál. Og þá mundi ég það. Síðasta kreppa var leyst með heimsstyrjöld. Bandaríkjamenn langar í stríð.