miðvikudagur, maí 21, 2008

En óvænt.

Fjölmiðlar fara nú allir af stað vegna greinarinnar í Mogganum. Greinin er þörf og mikið hugrekki hjá aðstandendum að opna málið upp á gátt.
Það er samt merkilegt hvernig um málið er fjallað, sérstaklega á Stöð 2. ,,Af hverju gerðuð þið ekki neitt? Af hverju brutust þið ekki inn og tókuð börnin?" Eigum við aðeins að skoða fréttaflutning undanfarin tvö til þrjú ár og þær vinnuaðstæður sem fjölmiðlar eru búnir að skapa því fólki sem vinnur að barnavernd. Það getur hver sem er komið fram og sagt nánast hvað sem er. Sagan er samt yfirleitt samhljóða í stórum dráttum: ,,Vonda, ljóta barnaverndarnefndin tók mig/barnið mitt/ættingja minn af heimilinu út af mannvonsku einni saman. Where do I sign for the check?"
Fjölmiðlar eru búnir binda hendur barnaverndarnefnda. Vegna umræðunnar undanfarið er verið að loka meðferðarheimilum. Það er verið að taka í burt eitt úrræðið.
Ég er búin að vita það í mörg ár þvílíkur djöfuldómur þarf að ganga á til að börn séu tekin af heimilum sínum. Ég veit líka nákvæmlega við hvað börn þurfa að búa. Þetta kemur mér ekkert á óvart. Ég veit líka alveg upp á hár hverja ég geri ábyrga.