Endast tölvumýs virkilega bara í eitt ár. Músin mín er byrjuð að hoppa út um allan skjá. Frekar óþægilegt þegar maður er búinn að koma bendlinum fyrir og smellir svo á eitthvað allt annað.
Sá að einni færslunni hafði tekist að gefa sig út þrisvar sinnum. Undarlegt. Eyddi tveimur og bíð nú spennt eftir hvort henni takist að fjölfalda sig aftur.
Er að hugsa um að kaupa The incredibles og eyða deginum við sjónvarpsgláp og át. Svo ætla ég að undra mig stórlega á því af hverju ég grennist ekkert.
laugardagur, mars 19, 2005
föstudagur, mars 18, 2005
Það væri indælt að vera komin í páskafrí en ég er það bara ekki. Kenni uppbótartíma í næstu viku svo ég þarf aðeins að bíða.
Árshátíð Fellaskóla var í gær. Við kennararnir settum upp Svanavatnið, nýtum öll tækifæri til að mennta börnin.
Er ánægð með rektorskjörið (er hún ekki örugglega á móti skólagjöldum?) en á móti ríkisborgararéttinum.
Fann þessa mynd
á netinu nýverið á Sigló.is. Afi minn er þarna í miðjunni. Það er undarlega er að þessi mynd nýtur talsverðrar vinsældar á myndasíðunni minni. Er uppáhaldsmynd eins og annar kommenterar sérstaklega um hana.
Svo er ég í framboði til stjórnar KFR.
Árshátíð Fellaskóla var í gær. Við kennararnir settum upp Svanavatnið, nýtum öll tækifæri til að mennta börnin.
Er ánægð með rektorskjörið (er hún ekki örugglega á móti skólagjöldum?) en á móti ríkisborgararéttinum.
Fann þessa mynd
á netinu nýverið á Sigló.is. Afi minn er þarna í miðjunni. Það er undarlega er að þessi mynd nýtur talsverðrar vinsældar á myndasíðunni minni. Er uppáhaldsmynd eins og annar kommenterar sérstaklega um hana.
Svo er ég í framboði til stjórnar KFR.
fimmtudagur, mars 17, 2005
miðvikudagur, mars 16, 2005
Kenndu mér
Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett,
hvernig á að brosa blítt
og blikka undurþýtt.
Ég sem er svo óreynd enn,
af ástarþrá ég kvelst og brenn.
En tækifærin fæ ég ei
því flestir segja nei.
Vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú veist að gjörvöll gæfa mín
er geymd í hendi þér.
Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð að launum ástarhyl,
það er allt sem ég á til.
Höf: Skafti Sigþórsson.
Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett,
hvernig á að brosa blítt
og blikka undurþýtt.
Ég sem er svo óreynd enn,
af ástarþrá ég kvelst og brenn.
En tækifærin fæ ég ei
því flestir segja nei.
Vona minna fagra fley
er flotið upp á sker.
Þú veist að gjörvöll gæfa mín
er geymd í hendi þér.
Kenndu mér að kyssa rétt,
og hvernig á að faðma nett.
Þú færð að launum ástarhyl,
það er allt sem ég á til.
Höf: Skafti Sigþórsson.
þriðjudagur, mars 15, 2005
Ósköp er maður latur eitthvað og dofinn. Eina lífið sem færist í mann er pirringsviprur yfir einhverju ómerkilegu. Ég nenni alla vega ekki að fara yfir enskuprófin, reyni að ná því á morgun. Er að fara í starfsviðtal á morgun. Er voða ánægð í vinnunni minni (fyrir utan launin, vitanlega) og held áfram að vera hamingjusamasti kennari á jarðríki ef ég fæ að kenna áfram bara íslensku og ensku. Vil alls ekki og engan veginn kenna samfélagsfræði. Ég hata landafræði!
Fékk þær gleðifréttir í dag að það væri allt í lagi með pípulagnir stigagangsins. Fínt, þá getum farið að mála og skipta um teppi og hurðir og... safnað skuldum. Ég ætla samt ekki að vinna í sumar. Neibb!
Ætla í rúmið með Tarzan.
Fékk þær gleðifréttir í dag að það væri allt í lagi með pípulagnir stigagangsins. Fínt, þá getum farið að mála og skipta um teppi og hurðir og... safnað skuldum. Ég ætla samt ekki að vinna í sumar. Neibb!
Ætla í rúmið með Tarzan.
Ég veit í sjálfu sér ekki hvað mér á að finnast um þetta fréttastjóramál. Hjó samt eftir því að Gísli Marteinn talaði um það í Silfrinu að Auðun væri kannski ekki hæfastur en vissulega hæfur. Það er gott að vita að ríkisstofnir hafi það ekki að markmiði að ráða hæfasta einstaklinginn í störf. Ekki svo að skilja að það hafi ekki verið vitað lengi en merkilegt að það sé loksins búið að viðurkenna það. Þessar pólitísku ráðningar eru vægast sagt ógeðfelldar og ber að útrýma þeim.
mánudagur, mars 14, 2005
Tónleikarnir voru æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir, æðislegir.
Karlinn er auðvitað aðeins farinn að eldast en heldur röddinni alveg ótrúlega og náði að koma út gæsahúð hjá mér nokkrum sinnum. Ana Maria er frábær. Hún er með fína og sterka rödd sem hún stjórnar fullkomlega og leikur sér að lögunum. Leikur sjálf og leikur með röddinni og er bara frábær. Placido er þvílíkur performer og þegar hann kallaði Diddú og Ólaf upp svið var meiriháttar skemmtilegt. Vá, hvað það var gaman.
Karlinn er auðvitað aðeins farinn að eldast en heldur röddinni alveg ótrúlega og náði að koma út gæsahúð hjá mér nokkrum sinnum. Ana Maria er frábær. Hún er með fína og sterka rödd sem hún stjórnar fullkomlega og leikur sér að lögunum. Leikur sjálf og leikur með röddinni og er bara frábær. Placido er þvílíkur performer og þegar hann kallaði Diddú og Ólaf upp svið var meiriháttar skemmtilegt. Vá, hvað það var gaman.
sunnudagur, mars 13, 2005
Ég smellti mér aftur á bókamarkaðinn í dag. Síðast keypti ég nefnilega bara einn árgang af Tarzan-blöðum en árgangurinn er bara á 800 kall. Búið að ónáða mig alla vikuna að hafa ekki keypt fleiri. Tarzan áhuginn er eitthvað sem ég deildi með föður mínum. Þeir bræður áttu Tarzan bækurnar á sínum tíma (einhverjir aðrir voru á undan mér að nappa þeim) en í eitthvert skipti 1979 þegar við pabbi vorum að kaupa einhvers staðar sjáum við Tarzan blað. Þetta var fyrsta blaðið sem var gefið út og ég keypti þó nokkurn slatta af þeim í gegnum tíðina þótt aldrei hafi ég gerst áskrifandi. Svo leið tíminn eins og hann hefur tilhneigingu til að gera og móðir mín setti blöðin ofan í sængurfataskúffu. Vill ekki betur til en rúmið er opið að aftanverðu og þessi dama
kemst í blöðin og finnst svona líka svakalega gaman að brýna klærnar á þeim! Ég hefði getað grátið þegar ég kom að öllum tætlunum. En nú hefur því verið reddað. Lífið er gott.
kemst í blöðin og finnst svona líka svakalega gaman að brýna klærnar á þeim! Ég hefði getað grátið þegar ég kom að öllum tætlunum. En nú hefur því verið reddað. Lífið er gott.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...