fimmtudagur, janúar 08, 2009

Þessi sem auglýsti

Var að frétta að það er fólk hér í sveitinni sem heldur að ég hafi verið að auglýsa eftir manni í fullri alvöru. Það er ekki rétt, Eiginmannsleitin mikla var grín (þó svo að eiginmanni hafi nú verið landað). Þetta var grín á kaffistofunni í vinnunni sem smitaðist svo yfir í skemmtanir í sveitinni. Auglýsingin var samin algjörlega fyrir samstarfsfólk mitt og átti aldrei að fara út af kaffistofunni. Einn samstarfsmaður minn ljósritaði hana og setti upp, að ég hélt, á einum stað til viðbótar því hann hafði augastað á manni fyrir mína hönd. (Ekki Braveheart.) Ég komst sem sagt að því nú um daginn að ég er ,,þessi sem auglýsti." Oh, good grief.

miðvikudagur, janúar 07, 2009

mánudagur, janúar 05, 2009

Vægan fékk hann dóm

Þegar óhapp auðkýfings
auð bankans skerðir. 
Reka hann til réttarþings
falskir lagaverðir.

Vægan fékk hann dóm...

Á Kvíabryggju liggur hann
stórlaxar hringja á laun. 
Móðir kveður minni mann
sem er sendur á Litla Hraun.

Vægan fékk hann dóm...

Flestir fara á Litla Hraun
nema bankabókin sé feit. 
Dómarinn brosir, dæmir á laun. 
Landsbankinn þarf ekki að vita neitt.

Vægan fékk hann dóm...

Kerfið þjónar þeim ríku
yfirstéttin tryggir sín völd. 
Lögin beygja sig, fyrir auðsins klíku. 
Hvítflibbinn greiddi sín gjöld.

Vægan fékk hann dóm...

Chicken

Það vantaði ekki stóru orðin í október. Það átti sko aldeilis að fara í mál við Breta. Hvað gerist svo? Ekkert auðvitað. Alltaf sami undirlægjuhátturinn. 

Stór kjúklingur

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...