Þegar það er meira um að vera í raunheimum þá bloggar maður minna. Ég fór á fyrirlestur hjá Andra Snæ um daginn og skemmti mér vel. Er enn meira á móti álverinu en áður. Þetta var velheppnað kvöld fyrir utan síðasta ræðumann sem missti sig í tilfinningasemi. Birti myndir af nýfæddum börnum og fuglum í slidesjóinu. Frekar vont að myndin sem fólk gekk út með var af crazy tree hugger. En það er svona. Ég keypti bókina og er nú að lesa hana. Hún er góð og ég hvet alla til að lesa hana. Andri fer skemmtilega leið að hlutunum. Ég hef aldrei lesið neitt eftir hann áður. Bæti úr því í sumar.
Að öðru leyti er allt ágætt að frétta af Norðurlandi. Að vísu er vegið mjög gróflega að mér faglega en ég get auðvitað ekki útlistað það nákvæmar. En ég ætla ekki að láta valta yfir mig nú frekar en fyrr.
Rauð(h)ærði bóndinn minn verður bara yndislegri og sætari eftir því sem tíminn líður. Það er að snjóa núna um hábjargræðistímann og ég er ferlega ánægð. Þá getur hann nefnilega verið meira hjá mér:)
laugardagur, maí 20, 2006
sunnudagur, maí 14, 2006
Fyrirspurn
Fyrir mörgum árum síðan heyrði ég að stelpur mættu ekki nota sláttuorf af því að: ,,eggjastokkarnir gætu losnað"(!) Ég hef alltaf talið þetta tómt bull og komið til af einhverri gamalli heimku. Kæmi helst til af því að þetta væru vélar, og við vitum jú allt um stelpur og vélar, og hins vegar að það að slá var eitt það skemmtilegasta sem hægt var að gera í unglingavinnunni. Alla vega lét ég stelpurnar alltaf slá til jafns við strákana þegar ég var leiðbeinandi í unglingavinnunni. Þessi umræða kom aftur upp um daginn og viðmælendur mínir voru alveg sannfærðir um þetta, sögðu m.a.s. að stelpum væri bannað að nota sláttuorf í unglingavinnunni á Akureyri. Mér finnst þetta þvílíkt bull að ég næ bara ekki utan um það.Mega stelpur þá hlaupa til dæmis? Eða hoppa í snú-snú? En alla vega, allur er varinn góður og mig langar að spyrjast fyrir um þetta. Veit einhver um eitthvað sem styður þessa fullyrðingu? Er fræðilegur möguleiki að þetta sé rétt eins fjarstæðukennt og það nú er? Svör óskast.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...