,,Með undirritun þessa samnings set ég mig undir þá kvöð að foreldrar, forráðmenn, fjarskyldir og jafnvel alls óskyldir einstaklingar geti ofsótt mig, persónulega og faglega, við allt og alla, alls staðar, út af hverju sem er, hversu lítið, ómerkilegt og jafnvel upplogið sem það er.”
Það mætti halda að þessi klásúla sé í ráðningarsamningi allra kennara og annarra sem vinna með börnum og unglingum. Hún er það ekki en þetta er engu að síður sá veruleiki sem við búum við. Ég ætla að setja upp tilbúið dæmi:
Nemandi er að hrekkja annan í frímínútum. Kennarinn kemur að og segir við gerandann: ,,Þetta er nú ekki fallega gert. Þú verður að haga þér betur annars er hætta á því að krakkarnir vilji ekki leika við þig.” Nemandinn fer heim og segir við föður sinn: ,,Kennarinn sagði að ég væri ljótur og öllum hinum krökkunum væri illa við mig.” Faðirinn hringir öskuvondur í skólastjórann og spyr hvurs lags fólk fái vinnu í þessum skóla, þessi kennari sé að leggja son hans í einelti. Núna talar skólastjórinn við kennarann og það er ljóst að þetta er bara leiðinda misskilningur. Faðirinn neitar að trúa því þar sem sonur hans hefur aldrei nokkurn tíma logið að honum. Þetta vindur síðan upp á sig og verður að óleysanlegum hnút. Drengurinn er þekktur fyrir það í skólanum að hrekkja önnur börn og það er margbúið að reyna að taka á því, það túlkar faðirinn nú sem ofsóknir gagnvart drengnum. Drengurinn túlkar alla hluti þannig að hann sé fórnarlamb í aðstæðunum og fer ekki alveg rétt með, frekar en börn gera almennt sem vilja forðast skammir. Þetta túlkar faðirinn þannig að verið sé að bera lygar upp á barnið. Að hans mati vill skólinn ekki gera neitt í ,,málinu” . Málið ku þá vera þessi kennari sem leggur barnið hans í einelti. Þ.a.l. verður hann að fara lengra með málið. Hann hefur því samband við skólanefnd eða fræðsluyfirvöld, skrifar eða hringir í Menntamálaráðuneytið jafnvel Félagsmálayfirvöld vegna vanlíðunar barnsins. Hann hefur samband við aðra foreldra í bekk barnsins til að ræða þetta ,,vandamál”. Það eru fundir, það eru milligöngumenn, það er hávaði, læti og vesen. Allir sem koma að málinu sjá að þetta er orðum aukið, þess vegna er ,,ekkert gert.” Faðirinn er náttúrulega fokvondur vegna þessa og fer þá einu leið sem hann á eftir og hótar að hafa samband við blöðin.
Ég vil taka það fram aftur að þetta er algjörlega uppdiktað dæmi. Engu að síður getur þetta mjög auðveldlega gerst og margir ef ekki flest allir kennarar hafa lent í svona hlutum.
Kennari sem lendir svona aðstæðum getur ekkert gert. Hann verður að gjöra svo vel að sitja undir þessu. Á meðan ,,faðirinn” í þessu uppdiktaða dæmi fer hamförum í lengri eða skemmri tíma þarf kennarinn að bíða og vona í fyrsta lagi að maðurinn fái leiða á þessu og í öðru lagi þarf kennarinn að vona það að honum sé trúað. Það er nefnilega ekkert sjálfgefið. Ef það er kastað nógu miklum skít þá hlýtur eitthvað að festast.
Við skulum ekki gleyma því að kennarar eru bundnir trúnaði. Það er kannski fullt af hlutum að bak við þetta mál. ,,Faðirinn” búinn að ofsækja alla sem að barninu hafa komið, frá fæðingardeildinni og upp í skólann. ,,Drengurinn” er svo hræddur við pabba sinn að hann segir bara það sem kemur honum best í það og það skiptið.
Svo lognast málið út af eins og mál gera nú yfirleitt. Eftir situr kennarinn með þann stimpil að kannski leggi hann nemendur einelti. Þar sem er reykur, þar er eldur. Það eina sem hann veit er að nafn hans hefur verið atað auri á milli Pontíusar og Pílatusar og fagmennska hans véfengd. Og undir þessu verður hann að sitja.
laugardagur, apríl 28, 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...