Færslur

Sýnir færslur frá október 28, 2018

Góðir vinir II

Mynd
Eins og kom fram í fyrra bloggi tel ég (með vísan til ýmissa skilgreininga) að góður vinur sé sá sem ber umhyggju fyrir vini sínum og hefur velferð hans að leiðarljósi. Eins og þar sagði gerist stundum að einstaklingur vill eitthvað sem er honum ekki gott og því vinarbragð að reyna að leiða vin sinn á rétta braut. Stundum gerist það að einstaklingur giftist hroðalegum maka. Maka sem beitir kannski andlegu og/eða líkamlegu ofbeldi. Nú eru góð ráð dýr; við vitum að þrábarðar konur (oftast konur sem verða fyrir líkamlegu ofbeldi) eiga mjög erfitt með að koma sér út úr aðstæðunum. Þær minnast mannsins sem þær urðu ástfangnar af og vona að birtist aftur. Þær skammast sín líka fyrir þá stöðu sem þær eru í. Í svona aðstæðum ætti að vera nokkuð þorandi að fullyrða að hjónabandið sé ekki gott og konu og börnum hollast að koma sér í burtu. En hvað þegar kemur að andlegu ofbeldi? Það er erfiðara viðureignar. Hvað nú ef vinirnir sjá það skýrt og greinilega að einstaklingur er kúgaður

Yfirlýsing

Að gefnu tilefni viljum við, hjónin á Hálsi, taka eftirfarandi fram: Hús okkar, stundum nefnt Villa Nova, er ekki til sölu. Það er ekki hluti af einhverju pakkatilboði annarra til að selja Hálsbú ehf. Við höfum ekki veitt neinum umboð til að sjá um sölu fasteignar okkar né beðið um að slíkur möguleiki sé kannaður. Sé einhver að ráðslaga með sölu fasteignar okkar þá ber að varast viðkomandi, hann fer með svikum. Vilji einhver endilega gera okkur tilboð er lágmarkskurteisi að athuga um áhuga okkar á slíku. Að öðru leyti frábiðjum við okkur öll tilboð.   Alveg sérstaklega óumbeðin „tilboð“ upp á meðgjöf með fasteigninni. Marteinn Gunnarsson Ásta Svavarsdóttir.

Leiðrétting misskilnings (eða lygar)

Mynd
Síðastliðinn fimmtudag héldu eigendur Hálsbús ehf. fund. Þar setti ónefndur eigandi (ekki Marteinn) fram þá hugmynd að allt hér yrði selt í einum pakka, m.a. húsið okkar. Einhverra hluta vegna virtist ekki vera hægt að ræða neina aðra möguleika. Kom þetta okkur heldur á óvart.  Marteinn svaraði þessu engu og gaf heldur lítið fyrir.  Áttum við að fá hálfan mánuð til að velta þessu fyrir okkur. Í dag liggur fyrir af hverju þessi hugmynd kom fram.  Mig langar þá að gefa hér opinbert svar við þessari hugmynd: Vissulega er búið söluvænlegra þegar fína húsið okkar og ferðaþjónustan sem við höfum byggt upp fylgir pakkanum. En þar sem báðir meðeigendurnir neituðu sífelldlega að ljá okkur stærri lóð svo húsið okkar yrði söluvænlegra eða við gætum byggt upp ferðaþjónustu til að sjá fyrir okkur þá höfum við nákvæmlega engan áhuga á að gera þeirra hluti söluvænlegri og verðmeiri. Við viljum ekki selja húsið okkar. Við viljum vera hér. Ef einhver vill kaupa þetta hús þá er algjört lá