Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 14, 2016

Ósköp voru rökin rýr...

Mynd
Í aðdraganda og framkvæmd sameiningar Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla fannst mér alltaf eðlilegt að Hafralækjarskóli væri valinn. Hann er byggður sem skóli og hentar betur til skólastarfs að mínu auðmjúka áliti. Hins vegar ræð ég ekki neinu og strangt tiltekið skiptir mitt álit afar litlu nema á fjögurra ára fresti þegar ég greiði atkvæði. Í desember þegar ég var nýbyrjuð í jólafríi og var í verkefnafráhvarfi setti ég saman bækling um skólamálaumræðu í sveitarfélaginu frá síðasta bæklingi . Ég las eða skimaði yfir allar greinar og sá þá að Samstaða setti fram mun rýrri rök fyrir flutningnum í Hafralækjarskóla en mig minnti. Í kosningabaráttunni lagði Samstaða áherslu á fjárhagslega hagræðingu sem myndi nást með sameiningunni. Sjá t.d hér. (bls.3) Svo voru skrifaðar skýrslur og þær voru kynntar. Þar kom fram:  Bjarni Þór Einarsson byggingatæknifræðingur gerði mat á rýmisþörf og ástandi á núverandi skólahúsnæði á báðum starfsstöðvum og gerði grein fyrir því á

Þorrablótspistill

Mynd
Aðalþorrablót Þingeyjarsveitar var í gær, þorrablót Ljósvetninga í Ljósvetningabúð. Þar var etið, drukkið og glaðst og allt hið besta mál.  Það er samt eitt sem ég verð að koma inn á þar sem eitt af mínum helstu stefnumálum í meintu forsetaframboði er að koma út piparsveinum.   Hér er mikið af einhleypum körlum og meira af körlum en konum á landsbyggðinni almennt. Svo ég verð að segja: Strákar, hvað á það eiginlega að þýða að hanga einhvers staðar utan danssalar og kjafta við hvern annan? Á sama tíma sitja einar konur við borð. Í alvöru, þetta er ekki í lagi. Þið skuluð ekki dirfast að kvarta yfir fólksfækkun á landsbyggðinni ef þið axlið ekki ykkar samfélagslegu ábyrgð! Ég er ekki að ætlast til að fólk komi lofað af þorrablótum en ég ætla að vera eins og hrafninn sem miðar allt við sjálfan sig og fullyrða að það er miklu skemmtilegra að vera á böllum ef maður dansar. Svo má vona.  Ein móðir sagði mér eitt sinn að sonur hennar piparsveinninn reyndi að bjóða upp en st