- Þú sagðir eða gerðir eitthvað sem lét þá líta illa út. Þeir gera hvað sem er til að laga ímynd sína og láta þig líta illa út í staðinn.
- Ómeðvitað veit narsissistinn að þú hefur áttað þig á honum svo hann byrjar að skíta þig út svo ef þú myndir segja einhverjum frá þá trúir þér enginn.
- Þeir eru að missa stjórnina á þér og eru að reyna að ná henni aftur.
föstudagur, júlí 10, 2020
Ófrægingarherferð narsissistans
sunnudagur, júlí 05, 2020
Davíð og Golíat
Þann 2. júlí birtist grein í Fréttablaðinu þess efnis að ungur maður, Davíð
Atli Gunnarsson, hefði ekki komist inn í viðskiptafræðideild Háskólans á
Akureyri. Davíð var heldur undrandi á þessum móttökum enda dúxaði hann úr
Framhaldsskólanum á Húsavík árið á undan. Ég kenndi Davíð í Framhaldsskólanum
og get lítið annað sagt en að Háskólinn á Akureyri er að missa frá sér mjög
góðan nemanda. Davíð er bæði samviskusamur og greindur og ég veit fullvel að
hann yrði fljótur að vinna upp þann viðskiptafræðigrunn sem strandar á. Hann
hefur unnið í bókabúðinni á Húsavík undanfarið ár og hefur vafalítið bætt þar í
sarpinn.
Hins vegar átta ég mig vel á að Háskólinn verður að hafa eitthvert viðmið,
einhver inntökuskilyrði. Orð gamalla kennara vega lítils og með réttu. Það breytir því þó ekki að með ströngum inntökuskilyrðum sínum er HA, á ákveðinn hátt, að mismuna nemendum eftir búsetu.
Og þá komum við að vanda málsins; Framhaldsskólinn á Húsavík er lítill
skóli, hann getur ekki boðið upp á allar þær brautir og áfanga sem stóru
skólarnir geta. Vissulega erum við að tala um fjármuni, hver skóli fær
fjárframlag frá ríkinu eftir fjölda nemenda. Það liggur í hlutarins eðli að 100
nemenda skóli fær mun minna framlag en 1000 nemenda skóli. Í beinu framhaldi má spyrja: Er einhver
tilgangur að halda úti svo litlum skólum? Ég spyr beint á móti: Er einhver
tilgangur með því að halda byggð í landinu?
Auðvitað væri það ósköp þægilegt ef við byggjum öll á suðvestur horninu en
hver yrkir þá jörðina? Er hægt að vera með alla útgerð frá Reykjavík? Koma
tekjur ferðaþjónustunnar allar frá suðvestur horninu?
Ég veit að við erum öll sammála um að sextán ára börn eru börn,
sjálfræðisaldurinn var hækkaður úr sextán árum upp í átján 1997. Það hlýtur að
vera skiljanlegt að börn vilji nema í sinni heimabyggð. Það hlýtur að vera
skiljanlegt að foreldrar vilji hafa ósjálfráða börn sín hjá sér. Verði litlu
skólarnir aflagðir þá er sú hætta til staðar að sumir nemendur sæki ekki þá
menntun sem hugur þeirra stendur til. Sú hætta er einnig til staðar að
fjölskyldur flytji frá heimahögum sínum til að geta veitt börnum sínum menntun.
Nú þegar fara nemendur í stærri skólana einmitt til að geta fengið þá menntun
sem hugur þeirra stendur til.
Eins vondur og Covid faraldurinn er þá hefur hann samt kennt okkur í
framhaldsskólum landsins að það er hægt að sinna nánast allri kennslu í gegnum
netið. Ekki svo að skilja að fjarnám sé eitthvað nýtt undir sólinni en nú
reyndi öðruvísi á. Kennarar og nemendur reyndu nýja hluti og nýjar nálganir og
búa nú yfir heilmikilli reynslu. Netkennsla kemur aldrei í staðinn fyrir
viðveru í skóla og mannleg tengsl en við vitum að þetta er hægt. Margir skólar
eru að huga að breytingum og ætla að setja hluta námsefnis og kennslu á netið.
Ég sé fyrir mér að framhaldsskólar vinni saman og að nemendur litlu skólanna geti
tekið í fjarnámi þá áfanga sem ekki er hægt að kenna í þeirra skóla. Ég ætla
ekki að þykjast geta útfært slíkt en von mín er sú að framvegis muni nemendur
sem t.d. hyggja á viðskiptafræðinám geta tekið þá áfanga í fjarnámi frá öðrum
skóla. Þetta er gert að hluta nú þegar og hlýtur að vera hægt að víkka út slíkt
samstarf allra skóla landsins.
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...