laugardagur, nóvember 12, 2005
Við fórum nokkur til Akureyrar að sjá Edith Piaf, gestasýningu hjá LA. Við héldum að þetta væri allt leikritið en svo kom á daginn að þetta var bara söngdagskrá úr verkinu. Ég er dálítið súr, mig langaði að sjá allt verkið. Hins vegar var mjög gaman og stelpan syngur alveg ótrúlega og var með leikræna tjáningu. Blikkaði karlana úti í sal og svona. það var klappað mikið svo hún tók aukalag. Mig langar samt enn til að sjá allt verkið.
föstudagur, nóvember 11, 2005
Ég lenti næstum því í pólitískri þrætu í dag. Meira í gamni en alvöru samt. Reyndar reyndi annar viðmælandinn að myrða mig fljótlega eftir deiluna en ég hef ákveðið að líta á það sem ,,óhapp”.
Það sem fékk mig til hugsa var hins vegar þessi sígilda röksemdafærsla að af því að ég er vinstrisinni þá á ég að taka þátt í því að koma ,,höfuðandstæðingnum” frá völdum. Og af því að Vinstri-Grænir munu ekki (þótt það sé nú hvergi meitlað í stein) fá meirihluta þá á ég að kjósa Samfylkinguna. Þennan málflutning hef ég aldrei skilið. Ég styð Vinstri-Græna. Þeir standa næst mínum skoðunum. Þegar ég kýs þá hlýt ég að fara eftir minni skoðun. Ég hlýt að kjósa það sem ég vil og það sem ég trúi á. Ef ég hugsaði: ;Það væri auðvitað langbest að Vinstri-Grænir færu í stjórn en af því að það er útilokað þá er af tvennu illu skárra að það sé Samfylkingin en Sjálfstæðisflokkurinn. ” þá er ég ekki að fara eftir raunverulegri sannfæringu minni. Þar fyrir utan er auðvitað útilokað að VG fái meirihluta ef allir hugsa svona. Ef það er aðalatriðið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum af hverju geta vinstrimenn þá ekki sameinast um að kjósa VG fyrst það skiptir ekki máli hvaða vinstriflokkur það er? En það dettur Samfylkingarfólki aldrei í hug. Auk þess þá er margt í stefnu Samfylkingarinnar sem ég get ekki sætt mig við. Össur bryddaði upp á einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu og Ingibjörg er Evrópusinni. Þetta get ég ekki skrifað undir. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild að EB svo fyrir mig er íhaldið af tvennu illu skárra.
Mér finnst í rauninni svona spekúlasjónir engu máli skipta. Ef ég er farin að kjósa eftir einhverju öðru en eigin sannfæringu þá get ég bara sleppt því að kjósa.
Það sem fékk mig til hugsa var hins vegar þessi sígilda röksemdafærsla að af því að ég er vinstrisinni þá á ég að taka þátt í því að koma ,,höfuðandstæðingnum” frá völdum. Og af því að Vinstri-Grænir munu ekki (þótt það sé nú hvergi meitlað í stein) fá meirihluta þá á ég að kjósa Samfylkinguna. Þennan málflutning hef ég aldrei skilið. Ég styð Vinstri-Græna. Þeir standa næst mínum skoðunum. Þegar ég kýs þá hlýt ég að fara eftir minni skoðun. Ég hlýt að kjósa það sem ég vil og það sem ég trúi á. Ef ég hugsaði: ;Það væri auðvitað langbest að Vinstri-Grænir færu í stjórn en af því að það er útilokað þá er af tvennu illu skárra að það sé Samfylkingin en Sjálfstæðisflokkurinn. ” þá er ég ekki að fara eftir raunverulegri sannfæringu minni. Þar fyrir utan er auðvitað útilokað að VG fái meirihluta ef allir hugsa svona. Ef það er aðalatriðið að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum af hverju geta vinstrimenn þá ekki sameinast um að kjósa VG fyrst það skiptir ekki máli hvaða vinstriflokkur það er? En það dettur Samfylkingarfólki aldrei í hug. Auk þess þá er margt í stefnu Samfylkingarinnar sem ég get ekki sætt mig við. Össur bryddaði upp á einkavæðingu í heilbriðgiskerfinu og Ingibjörg er Evrópusinni. Þetta get ég ekki skrifað undir. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aðild að EB svo fyrir mig er íhaldið af tvennu illu skárra.
Mér finnst í rauninni svona spekúlasjónir engu máli skipta. Ef ég er farin að kjósa eftir einhverju öðru en eigin sannfæringu þá get ég bara sleppt því að kjósa.
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Ég veit ekki hvort þetta sé sami textinn en fyrir nokkrum árum horfði maður í augun á mér og sagði: Alltaf þegar ég horfi í augun á Ástu þá dettur mér í hug textinn Ég vil (sic) finna kærustu... Þetta og margt, margt fleira varð til þess að ég hélt að maðurinn væri að stíga í vænginn við mig. Seinna kom reyndar upp úr dúrnum að þetta var bara einn stór djóker. Verra var að mér fannst hann ekkert fyndinn.
Nýja lagið með Hjálmum fer sem sagt í taugarnar á mér.
Nýja lagið með Hjálmum fer sem sagt í taugarnar á mér.
Fyrst ég fór til Húsavíkur í gær á annað borð þá kom ég við í Húsasmiðjunni til að fjárfesta í pönnukökupönnu og kökuformum. Ég er þvílíkt að uppgötva mitt feminin self hérna í sveitinni. Komin með bökunardillu og hengdi upp gluggatjöld í eldhúsinu þótt þess þyrfti ekki. Það var bara meira kósý.
Í Húsasmiðjunni rakst ég á former lover frá því í öðru lífi. Ég er að vona að fyrst gamlir elskhugar eru að skjóta upp kollinum að nýir fylgi í kjölfarið.
Í Húsasmiðjunni rakst ég á former lover frá því í öðru lífi. Ég er að vona að fyrst gamlir elskhugar eru að skjóta upp kollinum að nýir fylgi í kjölfarið.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Hefnd Tollmiðlunar
Ég hef nefnt það áður að ég var að bíða eftir pakka frá Amazon. Eftir tímafrekt ferðalag til landsins þá stoppaði hann í Tollmiðlun í lengri tíma og endaði með því að ég sendi pirraðan póst þangað. Vissi svo sem að þjónustan yrði ekki fullkomin eftir það. Um daginn var ég að taka til og fann þá umslagið með póstinum með beiðninni um að opna pakkann og leita að vörureikningi. Hvað finn ég ekki umslaginu annað en tvö eintök af vörureikningi! Það er ekki skrítið að þau hafi ekki fundið hann, búin að senda mér hann. Ég ákvað að telja upp í 10... hundruð milljónir og hafa ekki samband í von um að pakkinn kæmi á þessu ári. Svo líður og bíður og ég bíð eftir að fá tilkynningu um pakkann sem aldrei kemur. Ég hringi á Póstinn í dag og spyr eftir pakkanum. ,,Hann er skráður á pósthúsið á Húsavík þann 1. ellefta." Já, sniðugt. Ég hringi á pósthúsið á Húsavík og spyr eftir pakkanum. ,,Nei, enginn pakki á Ástu Svavarsdóttur en hins vegar er pakki frá Amazon á óþekktan viðtakanda í Hafralækjarskóla. Sendillinn fór með pakkan í skólann um daginn og þar var enginn sem vildi borga fyrir hann." Undarlegt alveg að vilja ekki borga fyrir ópantaðan og óþekktan pakka. ,,Og þar sem það er ekkert nafn á honum þá er hann bara hér." Ég finn vörunúmerið og þetta er minn pakki svo ég mæti á svæðið. Tilkynningin frá Tollmiðlun, sem sendi mér bréf, hringdi í mig og skrifaðist tvisvar á við mig í tölvupósti, er límd neðan á pakkann og þar stendur klárlega að viðtakandi sé óþekktur. Oh, thank you darling. Að vísu hvolfdist pakkinn við þegar afgreiðslukonan lagði hann frá sér og hvað blasti þá við þar? Jú, jú, nafnið mitt skýrum stöfum.
Ég held að starfsmenn pósthússins á Húsavík séu komnir með nýja skilgreiningu á óánægðum viðskiptavini.
Ég hef nefnt það áður að ég var að bíða eftir pakka frá Amazon. Eftir tímafrekt ferðalag til landsins þá stoppaði hann í Tollmiðlun í lengri tíma og endaði með því að ég sendi pirraðan póst þangað. Vissi svo sem að þjónustan yrði ekki fullkomin eftir það. Um daginn var ég að taka til og fann þá umslagið með póstinum með beiðninni um að opna pakkann og leita að vörureikningi. Hvað finn ég ekki umslaginu annað en tvö eintök af vörureikningi! Það er ekki skrítið að þau hafi ekki fundið hann, búin að senda mér hann. Ég ákvað að telja upp í 10... hundruð milljónir og hafa ekki samband í von um að pakkinn kæmi á þessu ári. Svo líður og bíður og ég bíð eftir að fá tilkynningu um pakkann sem aldrei kemur. Ég hringi á Póstinn í dag og spyr eftir pakkanum. ,,Hann er skráður á pósthúsið á Húsavík þann 1. ellefta." Já, sniðugt. Ég hringi á pósthúsið á Húsavík og spyr eftir pakkanum. ,,Nei, enginn pakki á Ástu Svavarsdóttur en hins vegar er pakki frá Amazon á óþekktan viðtakanda í Hafralækjarskóla. Sendillinn fór með pakkan í skólann um daginn og þar var enginn sem vildi borga fyrir hann." Undarlegt alveg að vilja ekki borga fyrir ópantaðan og óþekktan pakka. ,,Og þar sem það er ekkert nafn á honum þá er hann bara hér." Ég finn vörunúmerið og þetta er minn pakki svo ég mæti á svæðið. Tilkynningin frá Tollmiðlun, sem sendi mér bréf, hringdi í mig og skrifaðist tvisvar á við mig í tölvupósti, er límd neðan á pakkann og þar stendur klárlega að viðtakandi sé óþekktur. Oh, thank you darling. Að vísu hvolfdist pakkinn við þegar afgreiðslukonan lagði hann frá sér og hvað blasti þá við þar? Jú, jú, nafnið mitt skýrum stöfum.
Ég held að starfsmenn pósthússins á Húsavík séu komnir með nýja skilgreiningu á óánægðum viðskiptavini.
mánudagur, nóvember 07, 2005
Frostlaust í dag og ég komst að því um helgina að ég hef aðgang að bílskúr. Svo undan þessu varð ekki vikist lengur. Ég þvoði og bónaði bílinn. I'm not gonna quit my dayjob en hann er þó alla vega kominn með verndandi aukahúð þótt flekkótt sé. Ég er frekar ánægð með sjálfa mig eftir verkið en bakið er ekki jafn ánægt. Mér er alveg sama. Ég ignora það bara.
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Þá er ég búin að afgreiða á barnum og syngja í messu sem kórfélagi. Afmælisbarnið skaffaði búsið og við bardömurnar helltum bara ókeypis víni. Samt var ekki örtröð á barnum! Þingeyingar eru lélegir drykkjumenn. Þykir mér það merkileg uppgötvun. Mér fannst veislan ekki skemmtileg en ég vil náttúrulega hafa dúndrandi rokk og hoppa og syngja úti á gólfi. Samt gerði ég mitt besta til að syngja og dansa á bak við barinn með rólegu þjóðlagasöngvurunum. Þegar ég fer að hugsa um það þá voru mestu lætin í mér í þessu partýi. Samstarfskona mín segir að annað fólk hafi skemmt sér vel, fólki finnist gaman að hittast og spjalla og þurfi ekkert endilega að hoppa við rokktónlist. Ég hef að sjálfsögðu enga trú á því:)
Það var sálumessa í dag og ég fór ekkert mikið út af laginu. Ég er frekar hrifin af þessum litlu sveitakirkjum og nándinni í guðsþjónustunni. Það þekkja allir alla í kirkjunni, presturinn var með stutta og hnitmiðaða predikun, fólk söng talsvert með. Þetta var alveg ljómandi.
Svo fékk ég góða heimsókn í dag úr Reykjavík. Það var gaman. Tókst að baka pönnukökur þótt ég eigi enga pönnukökupönnu. Því verður reddað í næstu kaupstaðaferð.
Það var sálumessa í dag og ég fór ekkert mikið út af laginu. Ég er frekar hrifin af þessum litlu sveitakirkjum og nándinni í guðsþjónustunni. Það þekkja allir alla í kirkjunni, presturinn var með stutta og hnitmiðaða predikun, fólk söng talsvert með. Þetta var alveg ljómandi.
Svo fékk ég góða heimsókn í dag úr Reykjavík. Það var gaman. Tókst að baka pönnukökur þótt ég eigi enga pönnukökupönnu. Því verður reddað í næstu kaupstaðaferð.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...