sunnudagur, júní 10, 2012

Bara að spá.

Eins og flestir sveitungar mínir vita þá var settir Starfshópur til að vinna að sameiningu skólanna. Starfshópurinn skilaði síðan af sér tillögu. Í greinargerð með tillögunni segir:

Starfshópurinn er einhuga um þessa tillögu í heild sinni, nema hvað varðar yfirfærslu starfsmanna í efstu stjórnunarlögum yfir til nýrrar stofnunar. Starfshópurinn vísar því til sveitarstjórnar að taka ákvörðun um hugsanlegar uppsagnir og ráðningar í efstu stjórnunarlögum þar sem einstaklingar innan starfshópsins eru vanhæfir til þeirrar ákvarðanatöku.

Ef ég skil þetta rétt, og mér gæti vissulega skjátlast þá á sveitarstjórn að taka ákvörðun um uppsagnir og ráðningar í efstu stjórnarlögum. 

Sveitarstjórn tók málið fyrir á fundi og meirihlutinn ákvað eftirfarandi:


„Sveitarstjórn samþykkir það sem starfshópur leggur til og að engum starfsmanni verði sagt upp við sameiningu skólanna í eina stofnun. Samþykkt að vísa ákvörðun ásamt tillögu til skólaráða Hafralækjarskóla og Litlulaugaskóla til umsagnar.“ 

Ókey, þetta ætti að vera nokkuð ljóst. Það á ekki að segja neinum upp. Er það ekki nokkuð klárt?

Það næsta sem gerist er þetta. Þarna er verið að auglýsa störf sem eru setin. Það getur vel verið að það þurfi lögum samkvæmt að auglýsa stöðurnar en það hefur ekki verið gert hingað til, eða hvað? Ef einhver sækir um stöðu þá missir einhver vinnuna sína. Heitir það ekki uppsögn? Og þarna verður klárlega breyting í efsta stjórnunarlagi en sveitarstjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun um slíkt.
Það getur vel verið að þetta sé sameiningunni óviðkomandi en ég er samt svolítið hissa.