laugardagur, desember 10, 2005
Ég var ægilega ánægð með kökuna mína. Þangað til ég setti hana við hliðina á hinum. Guð minn góður, konurnar hérna. Ekki málið að vippa fram nokkrum listaverkum. Jæja, krökkunum fannst kakan mín góð. Svo fékk ég afganginn með mér heim. Alltaf gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að grennast.
Aðventustundin gekk mjög vel. Kórinn stóð sig með sóma. Það var upphitun fyrst sem mér tókst að steingleyma ít af áhyggjum af kökunni. En það var allt í lagi. Fyrst var almennur söngur svo ég hitnaði í honum. Söfnuðirinn klappaði fyrir fyrsta flutningi og þá sagði presturinn að það væri ekki til siðs að klappa í kirkjum. Það var tvítug stúlka úr sveitinni sem söng einsöng með okkur og síðast sungum við Ó, helga nótt. Ég hafði nú alveg fengið gæsahúð á æfingunni, lagið er alveg gullfallegt og hún söng svo vel stelpan. Hún gerði það líka í gær og af því að ekki mátti klappa þá stóð fólkið upp fyrir henni. Það var flott.
Aðventustundin gekk mjög vel. Kórinn stóð sig með sóma. Það var upphitun fyrst sem mér tókst að steingleyma ít af áhyggjum af kökunni. En það var allt í lagi. Fyrst var almennur söngur svo ég hitnaði í honum. Söfnuðirinn klappaði fyrir fyrsta flutningi og þá sagði presturinn að það væri ekki til siðs að klappa í kirkjum. Það var tvítug stúlka úr sveitinni sem söng einsöng með okkur og síðast sungum við Ó, helga nótt. Ég hafði nú alveg fengið gæsahúð á æfingunni, lagið er alveg gullfallegt og hún söng svo vel stelpan. Hún gerði það líka í gær og af því að ekki mátti klappa þá stóð fólkið upp fyrir henni. Það var flott.
föstudagur, desember 09, 2005
Ég er að fara að syngja með öðrum kirkjukór á eftir á aðventukvöldi. Kórstjórinn spurði um daginn hvort ég vildi einkatíma. Veit ekki alveg hvort ég á að móðgast! Held samt að þetta séu bara elskulegheit. Svo ég ætla að þiggja kennsluna. Mér finnst nebbla merkilega gaman að syngja.
Kórinn stendur fyrir kirkjukaffinu líka svo ég er búin að baka mikla hnallþóru. Hún virðist hafa tekist ágætlega. Ég hef miklar áhyggjur af þessu kökumáli. Góð kaka getur landað hjónabandi og vond kaka getur eyðilagt alla sénsa!! Jeddúdamía.
Kórinn stendur fyrir kirkjukaffinu líka svo ég er búin að baka mikla hnallþóru. Hún virðist hafa tekist ágætlega. Ég hef miklar áhyggjur af þessu kökumáli. Góð kaka getur landað hjónabandi og vond kaka getur eyðilagt alla sénsa!! Jeddúdamía.
fimmtudagur, desember 08, 2005
Einhven tíma datt einhverjum ál í hug. Á síðastliðnum árum hefur engum dottið neitt nýtt í hug. Það hlýtur að vera til eitthvað annað en ál og fleiri möguleikar en stóriðja.
Auðvitað þurfa Íslendingar að lifa. Til þess þurfum við að starfa. Það er mjög gott að geta framleitt og selt öðrum þjóðum. Aðallega hefur það verið fiskur. Við eigum raforku líka. Þannig að við byggjum virkjanir og seljum raforkuna einhverjum sem framleiðir eitthvað. Hljómar vel. En ég sé ekki betur en það sé erlent fyrirtæki að reisa virkjunina, erlendir menn að vinna við hana, erlent fyrirtæki sem ætlar að kaupa raforkuna. Á útsöluprís væntanlega, það er vaninn. Kannski er ég bara svona ógeðslega vitlaus en hvað eru Íslendingar að græða á þessu nákvæmlega? Vinnan við virkjunina er tímabundin. Það er eflaust hægt að fá vinnu í álverinu en gróðinn af fyrirtækinu fer úr landi. Ef markaðsverð á áli fellur þá verður verksmiðjunni lokað. Hvað höfum við þá annað en ónýtt land og mengun? Getum ekki einu sinni hrósað okkur af hreinu landi og ómenguðum fiski. Það hljóta að vera aðrir möguleikar í stöðunni.
Auðvitað þurfa Íslendingar að lifa. Til þess þurfum við að starfa. Það er mjög gott að geta framleitt og selt öðrum þjóðum. Aðallega hefur það verið fiskur. Við eigum raforku líka. Þannig að við byggjum virkjanir og seljum raforkuna einhverjum sem framleiðir eitthvað. Hljómar vel. En ég sé ekki betur en það sé erlent fyrirtæki að reisa virkjunina, erlendir menn að vinna við hana, erlent fyrirtæki sem ætlar að kaupa raforkuna. Á útsöluprís væntanlega, það er vaninn. Kannski er ég bara svona ógeðslega vitlaus en hvað eru Íslendingar að græða á þessu nákvæmlega? Vinnan við virkjunina er tímabundin. Það er eflaust hægt að fá vinnu í álverinu en gróðinn af fyrirtækinu fer úr landi. Ef markaðsverð á áli fellur þá verður verksmiðjunni lokað. Hvað höfum við þá annað en ónýtt land og mengun? Getum ekki einu sinni hrósað okkur af hreinu landi og ómenguðum fiski. Það hljóta að vera aðrir möguleikar í stöðunni.
miðvikudagur, desember 07, 2005
Öðruvísi mér áður brá.
Einu sinni var ég tekin á teppið fyrir að blogga. Nú er verið að kenna mér það.
Einu sinni var ég tekin á teppið fyrir að blogga. Nú er verið að kenna mér það.
þriðjudagur, desember 06, 2005
mánudagur, desember 05, 2005
Leiguhúsnæði vort er illa vindþétt og hátt til lofts. Eins og allir vita þá leitar hiti upp svo það er frekar kalt alltaf í íbúðinni. Þess vegna kyndi ég talsvert mikið. Í morgun brá svo skemmtilega við að allir ofnar heimilisins voru kaldir. Ég var vissulega sannfærð um að þetta væri samsæri sem beint væri prívat og persónulega gagnvart mér. Þegar ég kom á meðferðarheimilið var hins vegar verið að snúa þeim nemendum við sem áttu að fara í skólann því dælan sem dælir heita vatninu var biluð svo kalt var í öllu húsnæði á skólalóðinni. Hins vegar var hlýtt á meðferðarheimilinu svo ég var eini kennarinn sem kenndi í dag. Ég fór auðvitað engum hamförum í kennslunni, frekar fúl yfir þessu ef eitthvað var. Svo við fórum bara út í snjókast og ég var kaffærð og svona. Það var ekki hægt að búa til snjókall. Núna er hins vegar búið að laga dæluna og hlýtt heima við. Ég slapp við tímana eftir hádegi:)
sunnudagur, desember 04, 2005
Fór á aðventustund í Neskirkju Aðaldælinga. Það var afskaplega ljúf og góð stund. Barnakórinn og krakkarnir sáu um tónlistina. Kirkjukórinn í þessari kirkju er of lítill til að geta haldið uppi almennilegum söng svo við dreifðum okkur um kirkjunni og tókum þátt í almennum söng í staðinn. Hugmyndin sú að fleiri tækju undir fyrst einhverjir væru að syngja. Þingeyingar eru miklir söngmenn svo það vantaði ekki. Sá loksins einn einhleypan sem mikið hefur verið talað um en lýst ekki á hann.
Hjón í kórnum eru búin að fletta mér upp í Íslendingabók og komast að því að ég er náskyld flestöllum Aðaldælingum. Hraunkotsættin sko. Og Búkk. Veit ekki hvernig það er skrifað (Buch?) en borið svona fram.
Hér er 30 sentímetra jafnfallinn snjór svo það er verið að skafa planið núna. Mér skilst að maðurinn sé ógiftur og hef verið að hlaupa á milli glugga til að skoða hann. Tekst ekki, það er svo dimmt í stjórnklefanum. Maður þarf náttúrulega að skoða úrvalið þótt hugurinn sé farinn að leita í ákveðna átt. Ég er samt ekki nógu huguð til að fara út með kaffi til hans.
Hjón í kórnum eru búin að fletta mér upp í Íslendingabók og komast að því að ég er náskyld flestöllum Aðaldælingum. Hraunkotsættin sko. Og Búkk. Veit ekki hvernig það er skrifað (Buch?) en borið svona fram.
Hér er 30 sentímetra jafnfallinn snjór svo það er verið að skafa planið núna. Mér skilst að maðurinn sé ógiftur og hef verið að hlaupa á milli glugga til að skoða hann. Tekst ekki, það er svo dimmt í stjórnklefanum. Maður þarf náttúrulega að skoða úrvalið þótt hugurinn sé farinn að leita í ákveðna átt. Ég er samt ekki nógu huguð til að fara út með kaffi til hans.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...