sunnudagur, maí 28, 2006

Kosningar

Það voru kosningar í gær, bara svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum. Minn flokkur kom vel út og er það ánægjulegt. Ég hefði reyndar viljað að hann hefði náð inn þremur í Reykjavík en það er svona. Framsókn kom illa út svo eitthvað er þjóðin að segja flokkunum. Eins og t.d. að slaka á í stóriðjustefnunni.
Í Aðaldal voru engin flokkaframboð þótt tveir listar byðu fram. Bara einstaklingar sem tóku sig saman. Annars hópurinn setti sameiningarmál á oddinn. Ég kaus Sjálfstæðismann í fyrsta skipti á ævinni í gær!
Bóndinn minn var á J-listanum í Þingeyjarsveit en þeir lentu í minnihluta. Munaði 7 atkvæðum ef ég hef heyrt rétt. Við fórum á kosningavöku og ég tók niður VG barmmerkið og Aldrei kaus ég Framsókn merkið. Þegar líða fór á kvöldið varð ég að mótmæla álinu og lenti í miklum kappræðum við tvo Framsóknarmenn. Nýjasta nýtt er að einn ferðamaður sem kemur til landsins mengar jafnmikið og amerískur bíll í tíu ár! Þetta var nú allt í góðu en fólk skildi ekki af hverju ég væri ekki orðin Framsóknarmaður enn og bóndi minn hvattur til að vinna heimavinnuna sína:)

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...