mánudagur, júlí 30, 2018

laugardagur, júní 30, 2018

Óskum eftir til leigu.

Óskum eftir húsi til leigu í Þingeyjarsveit, helst á skólasvæði Stórutjarnaskóla, frá og með haustinu.

föstudagur, maí 04, 2018

Sápukúlan


Árið 1984 gekk skáldasaga George Orwell 1984 í endurnýjun lífdaga, að sjálfsögðu. Framleidd var bíómynd þar sem John Hurt lék  Winston. 1984 var ég táningur og sá auðvitað myndina, líklega vegna þess að framleiðendur fengu Eurythmics til að sjá um tónlistina þótt sú yrði ekki lokaniðurstaða. Myndin var dökk og drungaleg og var var mjög ánægð að búa ekki í svona samfélagi og að Orwell skyldi skjátlast í framtíðarsýn sinni..Í stuttu máli þá gerist 1984 í framtíðarsamfélagi þar sem Stóri bróðir og Flokkurinn, ræður öllu og stjórnar. Alls staðar hangir uppi svokallað víðvarp sem er skjár sem bæði sendir stöðugt út og fylgist með fólki. Hægt er að lækka í víðvarpinu en ekki alveg og aldrei er hægt að slökkva á því. Slagorð Flokksins eru:


Stríð er friður / Ánauð er máttur / Fáfræði er styrkur
Líður svo tíminn eins og hann hefur tilhneigingu til og haustmorgun einn 2016 sit ég í eldhúsinu mínu að borða hafragrautinn og skruna fréttir þegar ég sé að Donald Trump hefur verið kjörinn forseti í bandaríkjahreppi. Ég var 99% sannfærð um að þetta gæti ekki gerst.

Fáfræði er styrkur.
Nú búum við í upplýsingaheimi þar sem allar upplýsingar og allar staðreyndir eru við fingurgómana á okkur. Hins vegar hafa samskiptaforrit og tölvufyrirtæki skapað ákveðinn einkaheim fyrir hvern og einn. Smátt og smátt lesa forritin í hegðun okkar og halda að okkur því sem okkur líkar. Smátt og smátt hætti ég að sjá innleggin hjá hægrisinnuðum vinum mínum á facebook því ég læka aldrei innleggin þeirra. Smátt og smátt sýnir google mér bara hámenningarlegar og vinstrisinnaðar niðurstöður þegar ég leita að einhverju. Ég trúi auðvitað að heimurinn sé loks að verða viti borinn, það eru allir bókmenntasinnaðir vinstrimenn á netinu. Alnetið hefur með einhverju mystísku algrími búið til sápukúlu utan um mig þar sem ég flýt um í sælu fáviskunnar um raunverulegt ástand veraldarinnar. Þar til auðvitað sápukúlan mín steytir á staðreyndum og ég skell harkalega niður. Donald Trump er forseti Bandaríkjanna hversu óskiljanlegt sem mér þykir að sitjandi í sápuslettunum. En herra Algrímur er fljótur til bjargar og blæs sápukúluna mína upp aftur.  Trump er óvinsælasti forseti fyrr og síðar. Hann vann með Rússum, hann verður bráðum settur af... Meinið er bara að það er ekki að gerast og mér hefur jafnvel dottið í hug að það muni ekki gerast. Af því að litla sápukúlan mín sem svífur um í alsælunni lokar á óþægilegar staðreyndir. Og er það bara ekki hið besta mál má spyrja. Engar deilur og ekkert ergelsi. Friðsælt og hamingjuríkt líf í fáfræðinni. Jú, auðvitað, fyrir utan pínu ponsu atriði: Raunveruleikann. En hann er ofmetinn hvort sem er.


Nýmál.
Á Eyjaálfu þar sem Winston býr er unnið hörðum höndum að því að búa til svokallað Nýmál eða New Speak.
'You haven't a real appreciation of Newspeak, Winston,' he said almost sadly. 'Even when you write it you're still thinking in Oldspeak. I've read some of those pieces that you write in The Times occasionally. They're good enough, but they're translations. In your heart you'd prefer to stick to Oldspeak, with all its vagueness and its useless shades of meaning. You don't grasp the beauty of the destruction of words. Do you know that Newspeak is the only language in the world whose vocabulary gets smaller every year?' 
...
'Don't you see that the whole aim of Newspeak is to narrow the range of thought? In the end we shall make thoughtcrime literally impossible, because there will be no words in which to express it. Every concept that can ever be needed, will be expressed by exactly one word, with its meaning rigidly defined and all its subsidiary meanings rubbed out and forgotten. Already, in the Eleventh Edition, we're not far from that point. But the process will still be continuing long after you and I are dead. Every year fewer and fewer words, and the range of consciousness always a little smaller. Even now, of course, there's no reason or excuse for committing thoughtcrime. It's merely a question of self-discipline, reality-control. But in the end there won't be any need even for that. The Revolution will be complete when the language is perfect. Newspeak is Ingsoc and Ingsoc is Newspeak,' he added with a sort of mystical satisfaction. 'Has it ever occurred to you, Winston, that by the year 2050, at the very latest, not a single human being will be alive who could understand such a conversation as we are having now?' (Orwell, 1948.)

Nýmál og tvíhugsun hefur nú þegar rutt sér til rúms.
Orðaforði ungmenna fer síminnkandi. Við fullorðna fólkið þurfum sífellt að þýða okkur fyrir ungdómnum. „Af hverju þarf mörg orð um sama hlutinn?“ spyrja þau. Af því að þegar orðunum fækkar þá verður hugsunin fátækari. Þá á elítan auðveldara með að stjórna okkur. Og hún reynir svo sannarlega.
Það er nú þegar byrjað að tala um „alternative facts” eins og það sé ekkert tiltökumál. Það er byrjað að gráta um falsfréttir og ekki bara vinur minn Trumpurinn heldur íslensk elíta líka. Fréttir eru ekki lengur að reyna að greina frá staðreyndum heldur eru samsæri og árásir. Að endingu má ekkert segja.
Winston vinnur við að „leiðrétta“ fréttir. Breyta sögunni.

https://kjarninn.is/skyring/2017-10-02-wintris-greiddi-ekki-skatta-i-samraemi-vid-log-og-reglur/


Ánauð er máttur
Ég fer út að ganga og stilli MapMyWalk í símanum. Þegar ég kem heim pósta ég göngutúrnum á Facebook. Ég fer til Reykjavíkur og stilli áfangastaði mína í Google Maps. Google gleymir engu. Ég ljóstra upp öllum mínum hjartans málum á Facebook. Ég skoða Bebe eight bluetooth hátalara á Amazon og næstu vikurnar sprettur hann upp á öllum síðum.
Við búum nú þegar í heimi Orwells, við búum á Eyjaálfu. En það skelfilega er að við fórum þangað sjálf, við skoppuðum uppnumin af gleði inn í þennan heim með nýju, skínandi tækin okkar. Við borguðum okkur inn, hvorki meira né minna. höfum bara enga hugmynd hvar við erum stödd. Blekkingin er fullkomnuð. Við erum hamingjusamir þrælar. Ánauð er máttur.
sunnudagur, mars 25, 2018

Kostaboð til vina og vandamanna

Ágætu vinir og vandamenn. Sú skemmtilega hefð hefur myndast hér á Hálsi að hver þriðjungseigandi getur boðið vinum sínum og vandamönnum til ókeypis dvalar í húsi búsins. Meirihlutavilji skiptir engu máli. Svo ef einhver vill koma í sveitina þá er það guðvelkomið.

Munið svo að svíkja hvorki undan skatti né út bætur.

Ábendingar

Hér er hægt að senda ábendingar til TR með því að fylla út formin hér að neðan.
fimmtudagur, mars 22, 2018

Sögur og ævintýr


Öll höfum við gaman að góðum sögum og vel þekkt er að góð saga á aldrei að gjalda sannleikans. Góð ævintýri hafa góða hetju, vondan skúrk og nokkra atburði sem árétta góðmennsku hetjunnar og illmennsku skúrksins.
Eitt gott ævintýri fjallar um samskipti Litla prinsins og Vondu nornarinnar.
Einu sinni var konungsríki í fjöllunum. Þar bjuggu Litli prinsinn og Stóri prinsinn. Vond og lævís norn læsti klónum í Stóra prinsinn og hafði hann algjörlega á valdi sínu.Vonda nornin vildi endilega selja skoðunarferðir um höllina til að fá meira gull. Tókst henni að plata báða prinsana til þess með því að segjast ætla að sjá um mestallt.
Í sögunni eru margir atburðir en við skulum skoða tvo.

Atburður I.
Vonda nornin fór í fýlu og sendi Litla prinsinum uppsagnarbréf þar sem hún hættir að sinna skoðunarferðunum um höllina og Litli prinsinn situr í súpunni með skoðunarferðirnar og þarf að sinna öllu.

Atburður II.


Nokkru seinna koma gestir í skoðunarferð. Litli prinsinn er ekki heima svo Vonda nornin sendir honum skeyti eftir skeyti til að spyrja hann hvort höllin sé tilbúin undir skoðunarferð. Svona skeytasendingar eru auðvitað ekkert nema ofbeldi og áreiti.

Þessir tveir atburðir eru til þess fallnir að sýna fram á illmennsku Vondu nornarinnar og gera það í sjálfu sér á grundvelli ævintýrisins.
En af því að ég er með BA í bókmenntafræði þá finnst mér gaman að kafa aðeins nánar í sögur og frásagnir. Og ef nánar er rýnt í þessa atburði rekast þeir hvor á annars horn. Fyrst vonda nornin er búin að segja upp og gefa skít í skoðunarferðirnar af hverju er hún að skipta sér af því hvort allt sé tilbúið fyrir skoðunarferð? Af hverju er vonda nornin að taka á móti gestum í skoðunarferð yfir höfuð? Getur verið að vonda nornin átti sig ekki á því að hún hefur sagt upp? Hvernig er hægt að segja upp vinnu án þess að vita það? Hvaða yfirgengilega forheimska er nú það?
Ef sagan myndi nú sem snöggvast breytast í raunveruleikaþátt þar sem persónur fá að tjá sig.
Núna er auðvelt að segja að auðvitað ljúgi helvítis skepnan, þetta er jú nornarkvikindi. En kannski, svona í anda góðra vinnubragða, er hægt að athuga málið betur.
Innan sögunnar er talað um skriflega uppsögn, svo í heimi sögunnar liggja fyrir áþreifanleg sönnunargögn. Því ætti að vera hægur vandi að framvísa bréfinu. Hvað stendur svo í bréfinu þegar það birtist? Jú, vonda nornin segir í bréfinu að Litli prinsinn geti hirt þrifin.
Skoðum þetta örlítið nánar. Vonda nornin er reið yfir því að Litli prinsinn komi fram við hana aðeins og eingöngu sem ræstitækni. Þegar hún segir að hann geti hirt þrifin þá lítur hann svo á að hún sé búin að segja sig frá öllu uppátækinu. Hmmm, hann sem sagt lítur á hana aðeins og eingöngu sem ræstitækni…. Gæti verið að hún fari með rétt mál?

Skoðum núna seinni atburðinn. Ef Litli prinsinn er algjörlega tekinn við rekstrinum af hverju er hann ekki heima til að taka á móti skoðunarhópnum? Treystir hann á Vondu nornina að redda málinu? Af hverju ætti hún að gera það ef hún er hætt? Og hvernig í ósköpunum nær hún að senda fullt af skilaboðum? Skyldi það vera vegna þess að hann svarar ekki skilaboðum frá henni? Þannig að skoðunarhópurinn stendur við dyrnar, sá eini sem veit hvort allt sé tilbúið er Litli prinsinn og hann hefur ekki látið vita. Svo hunsar hann skilaboðin. Hvað á Vonda nornin að gera? Senda hópinn inn í óundirbúna skoðunarferð? Ef hún væri hætt  þá myndi hún auðvitað gera það. En hún hagar sér eins og hún sé ekki hætt þótt hún vilji ekki tvíþrífa. Og Litli prinsinn treystir því að hún taki á móti hópnum þótt hann segi öllum öðrum að hún sé hætt. Þetta gengur ekki alveg upp, er það?
Kannski fjallar ævintýrið ekkert um Litla prinsinn og Vondu nornina heldur Vinnuhjúin og Tröllið í fjöllunum.


þriðjudagur, mars 20, 2018

Vinfengisógn

Af engri sérstakri ástæðu var ég að skoða siðareglur starfgreina sem hafa með fjármuni fólks og fyrirtækja að gera.
Í siðareglum endurskoðenda fann ég þessa klausu:

Vinfengisógnun - getur skapast þegar endurskoðandi hefur átt í löngu og nánu sambandi við viðskiptavin eða vinnuveitanda. Endurskoðandi hefur því of mikla samúð með hagsmunum hans eða gagnvart viðtöku verkefna frá honum.

Vinfengisógnun er skemmtilegt og lýsandi orð og lýsir ákveðinni hættu sem getur skapast þegar tengsl aðila fara út fyrir hið viðskiptalega samband. Mörk vináttunnar og hinna viðskiptalegu tengsla geta orðið ansi óljós. 
Í slíkum tilfellum hlýtur viðkomandi að verða að velja annað hvort. Það hlýtur að vera hin siðferðislega rétta afstaða.Til upplýsingar

Þessu var ekki svarað.
mánudagur, febrúar 26, 2018

Gamlir taktar.

Mér til mikillar gleði hefur Örn Byström tekið að sér að veita sveitarstjórn Þingeyjarsveitar nauðsynlegt aðhald þar sem ég hef misst all verulega dampinn. Örn sendi sveitarstjórninni nokkrar fyrirspurnir um daginn á staðarmiðlinum 641.is. Mér til nokkurar furðu svaraði meirihlutinn fyrirspurnunum.
Það er tvennt í þessum svörum sem vekur athygli mína. Í fyrsta lagi varðandi rekstur Stórutjarnaskóla næsta kjörtímabil.

Það er stefna meirihluta sveitarstjórnar að reka tvo grunnskóla í sveitarfélaginu. Þingeyjarskóla á Hafralæk og Stórutjarnaskóla við Stórutjarnir. Auk þess að reka áfram þær þrjár leikskóladeildir sem nú eru starfandi og þær tvær tónlistardeildir sem nú starfa. Stefnan er að búa nemendum og starfsfólki í þessum stofnunum sem best starfsumhverfi og erum við reiðbúin til að leggja nokkuð til að svo verði.Er hún fullmótuð til framtíðar spyrð þú. Þetta er sú stefna sem við höfum fylgt og munum fylgja í aðdraganda kosninga og á næsta kjörtímabili fáum við til þess stuðning.
Samkvæmt þessu get ég treyst því að Stórutjarnaskóli verði rekinn næstu fjögur árin. Já, ég vil að börnin mín gangi í Stórutjarnaskóla. Nei, það er ekki víst að við búum hér mikið lengur. Þessi tilkynning veldur þó því að við viljum alla vega ekki fara langt. 

Þá er það hitt sem vekur athygli mína en það er svarið við kostnaði við Þingeyjarskóla.
Upphafleg kostnaðaráætlun við breytingar vegna sameiningar starfsstöðva Þingeyjarskóla var 40.000.000 en endanlegur kostnaður, að frádregnu eðlilegu viðhaldi burtséð frá sameiningu , er rúmar fjörutíu og níu milljónir.
Sko, ef það á að halda tveimur skólum gangandi í sveitarfélaginu þá verður að halda þeim báðum gangandi. Það dugar ekki að halda þeim báðum opnum og dæla svo bara peningum í annan en ekki hinn.
Ég rak nefnilega augun í fundargerð sveitarstjórnar fyrir stuttu en þar kom fram eftirfarandi:

2. Fundargerð Fræðslunefndar frá 30.11.2017Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 30. nóvember s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.
Varðandi 4. lið fundargerðar; Málefni frá skólastjóra, þá skilur sveitarstjórn áherslur skólastjóra en gert er ráð fyrir 8 millj.kr. í viðhaldskostnað skólahúsnæðis í fjárhagsáætlun 2018-2021. Ragnar tekur undir sjónarmið skólastjóra og telur að fjárveiting til viðhalds skólahúsnæðis Stórutjarnaskóla eigi  að vera 10 millj.kr. Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021. 
Ég þykist svo sem ekki vera með þetta á hreinu en sýnist á öllu að ætlað framlag til viðhalds sé átta milljónir en Ragnari og væntanlega skólastjóranum finnist að það eigi að vera 10 milljónir. Meirihlutinn virðist hafna því. Þetta er heldur óljóst en konu gæti dottið í hug að hér sé verið að tala um 8 milljónir á þessum þremur árum.
Ég leitaði að fundargerð Fræðslunefndar frá 30.11.2017 til að fá skýrari svör.
Ég hef séð knappar fundargerðir en þetta er nú svona með því knappasta.

4. Málefni frá skólastjóra  
Ólafur lagði áherslu á það að árlegt fastaframlag til viðhalds á húsnæði þyrfti að hækka í að minnsta kosti 10 miljónir.
Þó kemur fram að um árlegt framlag er að ræða og að skólastjóri telur að  það þurfi að hækka í að minnsta kosti 10 milljónir. Þetta eru aukalega 6 milljónir á þessum þremur árum sem virðist nú ekkert óskaplega mikið svona í stóra samhenginu, sérstaklega þegar kona sér tölurnar við breytinguna á Þingeyjarskóla.

Annars bara góð.