mánudagur, janúar 27, 2003

Það er að vísu stjórnarskrárbundinn réttur til skoðana- og tjáningafrelsis í landinu og reyndar á öllum Vesturlöndum en hann gildir greinilega ekki um alla.
Svo ég hef verið ,,stalkuð" af netinu eins og svo margir aðrir. Farvel.
Ég er öll í því að halda okkar þjóðlegu einkennum og vera alvöru Íslendingur en þetta Þorra dæmi er ekki alveg fyrir mig. Þetta væri svo sem allt í lagi ef maður þyrfti ekki að éta þennan skelfilega mat. Í fyrsta lagi þá eru ísskápar á öllum heimilum svo við þurfum ekki að sýra matinn lengur. Í öðru lagi þá búum við núna í upphituðum húsum og fæstir vinna erfiðisvinnu svo öll þessi fita er bara til að stífla í manni kransæðarnar. En, ókey, ég get meikað þetta einu sinni á ári. Verst er samt að ég er rétt að jafna mig eftir allt jólaátið. Svo í gær þá voru borin á borð fyrir mig svið. Ég hef étið svið í gegnum tíðina, forfeðurnir lifðu á þessu og allt það og maður á auðvitað að nýta allan matinn af dýrinu fyrst það er búið að drepa það. En þetta er alveg hræðilega feitur og slepjulegur matur og ég verð að viðurkenna að ég á dálítið bágt með að horfast í augu við matinn minn. Þegar ég borða lærisneiðar eða kótilettur þá get ég sannfært mig um að þetta sé bara kjöt en þegar maður horfir á höfuðið á disknum sínum þá leynir það sér ekki að þetta var einu sinni meme sem hljóp við fót uppi á fjalli.
Bleikir þríhyrningar.

Í felum - hrædd við eigin ásjón
í felum - vera eitthvað annað
þið fangar með röndóttu hjörtun
þið megið brosa en að elska er bannað

Er það glæpur að elska
er það glæpur að þrá
er það glæpur að hafa hjörtu
sem hrifnæm slá

Í felum - hrædd, hvað heldur mamma
í felum - blæða djúpu sárin
bleiku þríhyrningar hlustið
þið megið gráta en felið tárin

Viðlag

Verið stolt, verið sterk,
vertu þú sjálfur hvar sem er.
Lífið er meira virði en það
að afneita sjálfum sér.

Bubbi