Ég er algjörlega búin að missa samúðina með vörubílstjórum. Framkoma þeirra er til skammar. Borgaraleg óhlýðni er eitt, hryðjuverk annað.
Hvernig væri að við kennarar tækjum upp þessa baráttuaðferð? Um helgar og á sumrum þá leggjum við bíldruslunum okkar þvert á alla vegi til að mótmæla því að við höfum ekki efni á nýjum bílum né bensíni. Við getum alveg sleppt því að fara í verkfall og missa launin okkar á meðan. Við skulum hafa það alveg á hreinu að vörubílstjórar eru að keyra út. Þeir eru ekki að leggja niður vinnu. Þeir eru ekki að tapa neinu. Það er bara verið að hrella almenning.
Bændur gætu tekið sér þetta til fyrirmyndar líka. Farið með nautin sín niður í bæ og sleppt þeim lausum til að mótmæla því að þeir geti ekki lengur heyjað fyrir þau vegna áburðarverðshækkana. Það er þá hægt að mótmæla innflutningi á nautakjöti í leiðinni.
Þetta er orðið algjörlega fáránlegt og ekki koma þeir vel fyrir í sjónvarpinu, blessaðir. ,,Nei, nú verður þetta sko bara verra!" ,,Já, ég ætla skko að fá skaðabætur fyrir skemmdir á bílnum. Lögreglan stóð við bílinn og hann var bara grýttur í spað." Og hverjir eiga að borga þessar skaðabætur? Ríkið? Almenningur í landinu? Í alvöru, eru engin takmörk?
Svo spyr ég um ábyrgð fjölmiðla í málinu. Fyrir hvern voru þessi skrílslæti í gær? Voru þau kannski fyrir sjónvarpsvélarnar?
Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...