Eins og allir muna voru skrifaðar skýrslur, endalausar skýrslur, en þrjár í síðustu lotu,. Þar af var ein frá Ráðbarði sem greindi viðhaldsþörf beggja skóla. Í þessari skýrslu er klásúla sem heitir Viðhald nú þar sem áætlað er hvað það eitt kosti að gera Hafralæklarskóla tilbúinn sem sameinaðan skóla. Er sú tala upp á kr. 16.600.000,- (Sextán milljónir og sexhundruð þúsund.)
Ég finn ekki fundargerðina þar sem það er samþykkt að fara í framkvæmdirnar en í bókun T-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi kemur fram að kostnaðurinn hefði átt að vera undir 20 milljónum.
„Fulltrúar T lista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um viðauka við fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2015. Það er óviðunandi að fjáraustur til Þingeyjarskóla við Hafralæk fari svo gríðarlega fram úr áætlunum sem raun ber vitni. Fulltrúar T-lista minna á að þegar ákveðið var að flytja allt skólahald Þingeyjarskóla í starfsstöðina að Hafralæk var gert ráð fyrir að kostnaður endurbóta húsnæðisins yrði innan við tuttugu milljónir.“
A-listinn leggur líka fram bókun og segir að það hafi verið samþykkt í sveitarstjórn 4. júní að það yrði hækkun á þessari tölu eða 37,5 m.kr. Eins og það skipti öllu máli að það hafi sko verið samþykkt í sveitarstjórn. Þau eru með meirihlutann og geta gert allt sem þeim sýnist Duh..
En þarna erum við stokkin frá innan við 20 milljónir í rúmar 37 milljónir.
Lokaniðurstaðan er svo 62,5 m.kr. Það er talsvert stökk.
Tökum nú upp vasareikninn og reiknum. 62,5 milljónir eru 376% meira en 16,6 milljónir. Aðeins.
Við hliðina á Viðhald núna klásúlunni í skýrslunni frá Ráðbarði er Viðhald síðar sem hljómar upp á 477 milljónir. Ef sú tala blæs líka út um 376% þá eru við að tala um viðbótarviðgerðarkostnað upp á 1.793.520,000. (Einn milljarð, sjöhundruð nítíu og þrjár milljónir, fimmhundruð og tuttugu þúsund.)
Mér dettur auðvitað ekki í hug að þetta fari svona og eflaust er meira inni í framkvæmdunum en bara þessi byrjun en það breytir því ekki að viðhaldsþörf Hafralækjarskóla er meiri en gert var ráð fyrir.
Í beinu framhaldi af því er vert að hafa í huga að Bjarni, sem skrifaði skýrsluna fyrir Ráðbarð. setur líka fram hugmynd um það hvað það kosti að byggja nýjan skóla:
Stærðargráða kostnaðar við að byggja nýtt 1700 m2 skólahús fyrir 150 nemendur er um 765 m.kr. Þá er miðað við byggingarkostnað við nýbyggingu grunnskóla sé kr.450.000,- á m2 í Þingeyjarsveit.
Ef viðgerðakostnaður á
Hafralækjarskóla slagar hátt upp í byggingu nýs skóla, svo ekki sé talað
um ef hann er beinlínis hærri, þá er það vissulega engin spurning að
hér þarf að staldra við og skoða málin.