Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 9, 2014

Ekkert ótrúlegt við könnunina

Í gær hringdi ungt fólk á vegum Félagsvísindastofnunar í íbúa Þingeyjarsveitar og lagði fyrir þá fjórar spurningar. Staðarmiðillinn okkar brást ókvæða við og birti undir miðnætti fréttina; Ótrúleg könnun. Fyrst er nefnt að fólk hafi verið spurt að því hvort það byggi á skólasvæði Þingeyjarskóla. Helst er gagnrýnt að spurning 2 hafi aðeins snúist um hvort starfrækja ætti Þingeyjarskóla á einni eða tveimur starfsstöðvum en ekki hvar sú starfsstöð ætti að vera. Þá er gagnrýnt að svo litlu hafi munað á spurningunum tveimur um ljósleiðarann að það hafi engu breytt. Beinist þessi gagnrýni fyrst og fremst að vinnubrögðum Félagsvísindastofnunar. 1. Það er grundvallaratriði í svona skoðanakönnunum að þær séu ópersónugreinanlegar. Þar sem búið var að gefa það út að skoðanir sumra giltu meira en skoðanir annarra þá var þetta það fyrsta sem ég spurði unga manninn um. Ef könnunin hefði verið persónugreinanleg þá hefði ég sent kæru til Persónuverndar. En hún er ekki persónugreinanleg. Eina

Aðventuhugvekja um hrúta

Aðventuhugvekja um hrúta ,,Vertu ekki með þessa vitleysu, elskan mín. Þú hlýtur að sjá að þú hefðir átt að skrifa þessa grein þína út frá mínum forsendum. En það er náttúrulega ekki við öðru að búast hjá svona öfgasinnum sem hugsa of mikið innan rammans.´´  

Hernaðarlist 101

Mynd
Það er ekki á íslenska konukind logið að ætla sér að kenna fólki að heyja stríð en það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera núna. Það er borgarastyrjöld í Þingeyjarsveit og skeytin fljúga á milli. Baráttuaðferðir talsmanna Reykdælinga eru ekki nógu markvissar að mínu mati og vil ég gjarna að þeir bæti þar úr. Ég vona að vinir mínir á Laugum taki ábendingum mínum ekki mjög illa. Það eru nokkur grundvallaratrið sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað í hernað. Sun Tzu sagði: 知彼知己,百戰不殆;不知彼而知己,一勝一負;不知彼,不知己,每戰必殆 Sennilega þekktara á ensku; Know thy enemy, know thyself. Þekktu óvininn, þekktu sjálfa/n þig. Og að berjast ekki á tveimur vígstöðvum í einu. Reynslumiklir marskálkar hafa farið flatt á því. Þekktu óvininn. Hver er óvinurinn? Eru það Aðaldælingar? Aðaldælingar eru í nákvæmlega sömu stöðu og þið. Hinn almenni Aðaldælingur hefur enga fullvissu fyrir því að „skólinn þeirra“ sé ekki á förum þrátt fyrir orðróm um baktjaldasamninga. Er það Stórutja