Ef það var ekki vitað fyrir þá skal það formlega tilkynnt hér með að ég er feministi. Það að vera feministi felur ekki í sér að vera karlahatari eða vilja að konur taki völdin í heiminum, það felur í sér að vera jafnréttissinni. Þ.e. að konur fái sömu tækifæri og karlar og fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Hins vegar þá gengur mannkynið með nokkurra þúsunda ára hefðarveldi á herðunum sem virðist mjög erfitt að komast undan. Ég get alveg lokað augunum fyrir ýmsu, það er jú frekar erfitt að vera alltaf í skotgröfunum. En þegar fólk sem á að heita menntað og upplýst byrjar á þessu kjaftæði þá er mér eiginlega alveg nóg boðið. Ég hef sem sagt fengið að heyra það hjá þessu menntaða og upplýsta fólki að: ,,feministar eru bara kerlingar sem fá það ekki reglulega." Þá var hin undarlegasta orðræða á borð borin fyrir mig í gær. ,,Konur eru svo mjúkar, þær eru alltaf að hugga. Þær gera sér ekki alveg grein fyrir hinni hliðinni." Ok, ég hreinlega fatta þetta ekki alveg. En svo í næstu setningu kom: ,,Konur geta verið svo grimmar." Ég benti ræðumanni á að hann þyrfti að ákveða sig. ,,Jú, konur eru mjúkar nema þegar þær komast í valdastöður, þá verða þær svo grimmar. Konur eru konum verstar." Oj, bara. Helvítis bullið. Og auðvitað erum við ómögulegar við allar aðstæður. Vonlausar valdalausar og verri með völdum.
Svona alhæfingar eru óþolandi. Við konur erum jafn mismunandi og við erum margar. En þetta er hefðarveldið sem við berum á bakinu. Hvenær, ó, hvenær kemur sá dagur að við fáum að vera einstaklingar?
föstudagur, janúar 24, 2003
fimmtudagur, janúar 23, 2003
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Elsku bloggari dauðans ekki láta smáborgarana hrekja þig af netvellinum. Þeir mega ekki vinna!
Það var bitinn af mér hausinn í dag. Voðalega var það eitthvað ekki gaman. Mér verður allt að óhamingju þessa dagana og sé nú fram á að geta ekki glatt mig við eipið hans Ármanns frænda lengur.
Það var bitinn af mér hausinn í dag. Voðalega var það eitthvað ekki gaman. Mér verður allt að óhamingju þessa dagana og sé nú fram á að geta ekki glatt mig við eipið hans Ármanns frænda lengur.
þriðjudagur, janúar 21, 2003
mánudagur, janúar 20, 2003
Mér tókst á einhvern ótrúlegan hátt að koma mér í ónáð hjá litlu systur um helgina. Þannig er mál með vexti að hún er hestakona mikil og var uppi í hesthúsi. Þá tóku hún og kunningjar hennar eftir því að bíll nágranna þeirra stóð fyrir framan hesthúsið hans en hann sást ekki. Svo þegar bíllinn stóð þarna enn seint um kvöldið þegar kunninginn fór aftur upp eftir en ekkert lífsmark í hesthúsinu þá fóru þau að hafa áhyggjur af manninum. Kunninginn hringdi sem sé í litlu systur og ég var í heimsókn hjá múttunni eins og venjulega svo ég komst ekki hjá því að heyra af vandanum. Nú, þau vissu ekkert hvað maðurinn hét svo þau gátu ekki flett upp í símaskránni, bifreiðaskráning er lokuð um helgar svo ekki gátu þau hringt þangað og þau höfðu guðað á glugga en ekkert séð. Stóra systir hefur hins vegar ráð undir rifi hverju og hringdi auðvitað beint í lögregluna og bað hana um að tékka á manninum. Þurfti ég reyndar að gefa upp fullt nafn og kennitölu litlu systur sem stóð æpandi ,,neii, nei!" yfir mér á meðan. Svo litlu seinna hringdi lögreglan til baka til að láta okkur vita að það væri allt í lagi með manninn. Málinu reddað, ekki satt? En þá var litla systir sármóðguð yfir því hvað ég hefði gert mikið úr þessu og nú myndi maðurinn vita að hún hefði haft áhyggjur af honum þannig að hún er að safna liði til að láta lemja mig. Ég skil bara ekkert í þessu. Svo segir hún að ég sé afskiptasöm.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...