Færslur

Sýnir færslur frá september 16, 2007

Ossið er pirrað

Ég er búin að vera í orlofi núna í tæpan einn og hálfan mánuð. Maður á nefnilega rétt á svoleiðis þegar maður lendir í hörmungum. Í þennan tíma hef ég svo sem gert lítið annað en að reyna að rata út úr þokunni og horfa á sjónvarpið. Ég borga himinhátt áskriftargjald að Stöð 2 en af því að ég bý úti á landi þá næ ég bara Stöð 2 og stundum Stöð 2 bíó en engu öðru af áskriftarpakkanum. Til að kóróna allt saman þá urðu skilyrðin allt í einu frekar slæm fyrir rúmum mánuði síðan. Sjónvarpsskilyrðin hérna eru reyndar upp og ofan og fara eftir veðri og vindum svo ég kippti mér ekkert sérstaklega upp við þetta. Fyrir ca. mánuði síðan kom húsvörðurinn til mín til að lesa af rafmagnsmælinum. Ég nefni þá að skilyrðin í sjónvarpinu séu frekar slæm og það væri gott ef hann gæti kíkt á þetta við tækifæri. Svo líður og bíður. Um daginn hitti ég á nágranna minn og spyr hvort skilyrðin séu svona slæm hjá honum. Hann er bara með Sjónvarpið og skilyrðin þar eru ágæt þegar veðrið er gott. Hins vegar segir