Af afturgöngum og upprisnum næturvörðum
Hún Harpa linkaði á mig um daginn. Ég var í eyðu í vinnunni sá nýjan link á (galopna) teljaranum mínum og smellti mér á honum til baka. Við þá heimsókn komst Harpa að þeirri niðurstöðu (ég er svo linkaflink að það hálfa væri hellingur) að ég hefði dvalið langdvölum á blogginu hennar að næturlagi. Olli það henni talsverðum vonbrigðum því hún hafði gert sér í hugarlund einmana, rómantískan næturvörð. Skil ég vonbrigðin fullkomlega enda einmana, rómantískur næturvörður mun meira sjarmerandi en reiður, feminískur grunnskólakennari. Hins vegar get ég glatt Hörpu með því að ég er hreint ekki þessi leynilesari því að ég sef alveg ágætlega á næturnar, takk fyrir, og er þar fyrir utan ekki í vinnunni á næturna. Því þótt ég hafi komið í gegnum Reykjavík City Hall í þetta skipti þá geri ég fastlega ráð fyrir að nokkur þúsund aðrir borgarstarfsmenn ferðist um vefinn í gegnum Reykjavík City Hall og rómantíski næturvörðurinn gæti því enn verið einn af þeim. Þar fyrir utan er heima-vefþjónn minn frá einkafyrirtæki en ekki RCH. Svo ekki þarf að slá af næturvörðinn mín vegna.
Hins vegar segir Harpa líka að í þessari heimsókn minni hafi ég skilið eftir lykilorð og þá fer málið að verða frekar dularfullt. Þar sem ég var í vinnunni þá er þetta lykilorð annað hvort tilheyrandi Fellaskóla eða nákvæmlega þeirri tölvu sem ég var í. Þótt mér finnist nú gaman í vinnunni þá eyði ég ekki nóttunum þar og reyndar á enginn að vera í skólahúsinu um nætur. Svo hver er þessi dularfulli næturgestur? Er þetta einhver óboðinn gestur sem heldur til í skólahúsinu? Ég verð þá að láta skólastjórann vita af þessu svo hann geti gert viðeigandi ráðstafanir.
Reyndar er annar möguleiki í stöðunni sem mér finnst mun skemmtilegri og finnst persónulega slá út rómantíska næturvörðinn.
Ég er með tölvu í stofunni minni sem ég nota við vinnu mína og vefflakk ef svo ber undir. Þessa dagana hins vegar eru samræmd próf og stofan er notuð undir þau svo ég er hálfheimilislaus og á flakki. Í eyðunni minni settist ég við tölvu hægra megin í vinnuherberginu og fór í heimsókn til Hörpu úr þeirri tölvu.
Fyrir nokkru var mér sagt frá baðverði í skólanum sem ku hafa séð meira en fólk flest. Var hann svo sem ekki að flíka því fyrr en í eitt skipti að hann spyr fólk hvaða gráhærði maður þetta sé sem væri alltaf að reykja pípu niðri í vinnuherbergi. Kemur heldur á fólk því þá var búið að banna reykingar í húsinu og enginn gráhærður maður við kennslu. Hins vegar hafði reykherbergið verið þar sem nú er vinnuherbergi og gráhærður kennari sem reykti pípu verið þá við störf í skólanum. Þessi kennari var hins vegar látinn. Ekki urðu fleiri varir við ferðir þessa framliðna kennara þótt ýmsir þættust finna pípureykingalykt á stundum. Þetta rifjaðist upp fyrir mér núna því þessi kennari mun víst alltaf hafa setið í þessu horni þar sem tölvan sem ég notaði er staðsett nú. Það skyldi þó aldrei vera að þessi gráhærði kennari sitji á síðkvöldum í horninu sínu með pípuna sína og ferðist á veraldarvefnum.
laugardagur, maí 14, 2005
föstudagur, maí 13, 2005
Fann netprof hjá Pullu sem ég varð að prófa.
Nasistatentensinn kemur mér ekkert á óvart en ekki vissi ég að ég væri svona mikill anarkisti.
Hér er svo nánari útlistun á The Very Scary Alien Bug Invasion í Fellaskóla.
You scored as Green. <'Imunimaginative's Deviantart Page'>
What Political Party Do Your Beliefs Put You In? created with QuizFarm.com |
Nasistatentensinn kemur mér ekkert á óvart en ekki vissi ég að ég væri svona mikill anarkisti.
Hér er svo nánari útlistun á The Very Scary Alien Bug Invasion í Fellaskóla.
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta blogg ber ekki að taka á einhvern léttvægan hátt. Allt það sem hér er skrifað er fullkomin og fúlasta alvara. Ég endurtek: Fullkomin alvara! Hér er aldrei neinn fíflaskapur á ferð. Ég reyni aldrei, aldrei nokkurn tíma að vera fyndin. Ég skrifa þetta blogg ekki mér til gamans. Ég held þessari bloggsíðu úti til að reyna breyta heiminum. Ég flyt boðskap! Ekki fíflagang!
fimmtudagur, maí 12, 2005
Það er nú bara ekki í lagi með fólk.
Var að fara út af hringtorgi af innri akrein með eifaldri útafakrein þegar maðurinn á ytri akreininni svínar fram fyrir mig. Þegar ég flauta á hann þa´reynir hann fyrst að negla niður og svo þegar ég er komin við hliðina á honum með saklausan ,,hvað ertu að pæla svip" þá steytir hann framan í mig hnefann og er eitthvað að öskra og garga í gegnum rúðurnar. Halló! I'm not the one breaking tke law here! Það veit allt heilvita fólk að innri akreinin á réttinn. Enda fékk hann fuck merki framan í gargandi smettið á sér. Það held ég nú.
Var að fara út af hringtorgi af innri akrein með eifaldri útafakrein þegar maðurinn á ytri akreininni svínar fram fyrir mig. Þegar ég flauta á hann þa´reynir hann fyrst að negla niður og svo þegar ég er komin við hliðina á honum með saklausan ,,hvað ertu að pæla svip" þá steytir hann framan í mig hnefann og er eitthvað að öskra og garga í gegnum rúðurnar. Halló! I'm not the one breaking tke law here! Það veit allt heilvita fólk að innri akreinin á réttinn. Enda fékk hann fuck merki framan í gargandi smettið á sér. Það held ég nú.
Nemandi: Oh, það er fluga hérna!
Ég: Hringdu í DV, þú gætir fengið pening.
Eitthvað þykist ég kannsast við þessa:)
Ég: Hringdu í DV, þú gætir fengið pening.
Eitthvað þykist ég kannsast við þessa:)
miðvikudagur, maí 11, 2005
Dagurinn í dag var góður. Fyrir utan 5 mínútur þar sem ég ræddi við alveg viðurstyggilega leiðinlegan mann og var dálítið pirruð á eftir. Og af því að maður sukkar alltaf í því slæma þá ætla ég náttla að segja frá þessum leiðindakarli:)
Ég er sumsé gjaldkeri í stigagangnum mínum. Fyrir rétt rúmu ári síðan fluttu inn kornung hjón með lítið barn og þeim gekk einfaldlega illa að borga húsgjaldið. Þetta eru bara fátækir ungir krakkar og ég sagði þeim að vera ekkert að stressa sig á þessu, þau myndu bara borga þegar þau gætu. Svo selja þau íbúðina og þá er þessi skuld gerð upp. Þegar ég er að telja þetta saman, og þetta er í fyrsta skipti sem ég geri svona, þá fer ég eftir yfirliti frá bankanum yfir skuldir síðasta árs og legg svo saman við það sem var komið á þessu ári. Set þetta á blað og læt strákinn hafa. Hann fer með blaðið í fasteignasöluna sem hefur samband við mig og ég bendi á þjónustufulltrúann í bankanum sem geti flett þessu öllu upp. Fæ ég svo tilkynningu um að þetta hafi verið borgað. Allt fine and dandy.
Í gær ætlar nýi eigandinn að borga húsgjald mánaðarins sem er reyndar enn á nafni fyrri eiganda enda áttu skiptin sér stað síðustu mánaðarmót. Þá er það ekki hægt því það er einhver ægileg skuld enn í gangi. Ég hringi og spyrst fyrir og þá er mér sagt að skuldin sé næstum tvisvar sinnum meiri en ég hélt hún hefði verið! Thank you very much, kæra bankayfirlit. Bróðurparturinn af þessu er samt sem áður dráttarvextir, húsgjaldið sjálft sem slíkt hafði í raun verið borgað. Ég ákveð nú samt að hringja í fasteignasöluna og athuga hvort allt sé uppgert á milli seljanda og kaupanda og ef svo sé ekki hvort það sé einhver möguleiki að fá eitthvað upp í þetta.
Fasteignasalinn sem sá um söluna, eldri maður, kemur í símann. Hann er með einhvern svona besserwissara yfilætistón í röddinni og dregur seiminn. Hækkar tóninn á fyrsta atkvæði og dregur svo seiminn í ár og aldir á seinna atkvæði.
Ég lýsi vandræðum mínum en kemst ekki að með spurninguna.
Fasteignasalinn: ,,Jááá.... Þaaað er tvennt fyrir þig að gera í stöðuuuunnniiiiii..... Annað hvort reynir þú að fá seljandann til að gera þetta upp eðaaaaaa, þú reynir að fá bankann til að koma til móts við þig því hann gaf þér rangar upplýsingar. Viiið komum í rauninni ekkert meira að þessu enda fengum við undirritaða yfirlýsingu, og við tökum svona yfirlýsingar mjööööööööög hátíðlega, upp á aðra tölu."
Mér er það fullkomlega ljóst að mér urðu á mistök þótt mér finnist nú reyndar skítt að geta ekki treyst yfirliti frá bankanum. En ókey, ef maðurinn fær eitthvað kikk út úr því að núa mér því um nasir þá bara verði honum að góðu. Allt í lagi að fá þessar upplýsingar en ég vildi fá að vita hvort allt uppgjör væri búið svo ég segi:
,,Ég er nú ekkert að gera ykkur persónulega ábyrg fyrir þessu en..."
Fasteignasalinn: ,,Enda geturðu það ekki."
Ég: ,,Nei, enda er ég ekkert að því..."
Fasteignasalinn:,,Enda geturðu það ekki."
Á þessum tímapunkti varð mér ljóst að lífið er bara of stutt til að eyða því í samtöl við svona fífl svo ég sagði:,,Ég heyri alveg hvernig hljóðið í þér er. Ég nenni ekki að tala við þig" og lagði á.
Svo sagði ég samstarfskonu minni frá þessu, sem er gjaldkeri í sínu húsi, og hún sagði að ég gæti víst gert fasteignasöluna ábyrga fyrir þessu. Húsfélagið hefur veðrétt í íbúðinni og ég get lagt inn kröfu sem lendir þá á kaupandanum. En fasteignasalafíflinu ber skylda til að passa upp á réttindi kaupandans alveg eins og seljandans. Þótt að ég fylli út einhvern pappír þá ber honum að kanna hvort það sé ekki allt í lagi.
Það er náttúrulega það sem var að mannfýlunni, hann vissi að hann hafði verið að klúðra líka og þetta gæti kostað hann vesen. Málið er bara að ef hann hefði verið almennilegur þá væri þetta ekkert vesen. But now I'm out to get him. Ég er búin að semja við seljandann um borgun og leysa það mál. En þetta fasteignasalafífl á eftir að fá ljósrit af lögunum í hausinn. Og ef hann á ekki fasteignasöluna þá mun ég vissulega hafa samband við eigandann og segja honum hvurslags erkifífl og dóna hann er með í vinnu.
Ég er sumsé gjaldkeri í stigagangnum mínum. Fyrir rétt rúmu ári síðan fluttu inn kornung hjón með lítið barn og þeim gekk einfaldlega illa að borga húsgjaldið. Þetta eru bara fátækir ungir krakkar og ég sagði þeim að vera ekkert að stressa sig á þessu, þau myndu bara borga þegar þau gætu. Svo selja þau íbúðina og þá er þessi skuld gerð upp. Þegar ég er að telja þetta saman, og þetta er í fyrsta skipti sem ég geri svona, þá fer ég eftir yfirliti frá bankanum yfir skuldir síðasta árs og legg svo saman við það sem var komið á þessu ári. Set þetta á blað og læt strákinn hafa. Hann fer með blaðið í fasteignasöluna sem hefur samband við mig og ég bendi á þjónustufulltrúann í bankanum sem geti flett þessu öllu upp. Fæ ég svo tilkynningu um að þetta hafi verið borgað. Allt fine and dandy.
Í gær ætlar nýi eigandinn að borga húsgjald mánaðarins sem er reyndar enn á nafni fyrri eiganda enda áttu skiptin sér stað síðustu mánaðarmót. Þá er það ekki hægt því það er einhver ægileg skuld enn í gangi. Ég hringi og spyrst fyrir og þá er mér sagt að skuldin sé næstum tvisvar sinnum meiri en ég hélt hún hefði verið! Thank you very much, kæra bankayfirlit. Bróðurparturinn af þessu er samt sem áður dráttarvextir, húsgjaldið sjálft sem slíkt hafði í raun verið borgað. Ég ákveð nú samt að hringja í fasteignasöluna og athuga hvort allt sé uppgert á milli seljanda og kaupanda og ef svo sé ekki hvort það sé einhver möguleiki að fá eitthvað upp í þetta.
Fasteignasalinn sem sá um söluna, eldri maður, kemur í símann. Hann er með einhvern svona besserwissara yfilætistón í röddinni og dregur seiminn. Hækkar tóninn á fyrsta atkvæði og dregur svo seiminn í ár og aldir á seinna atkvæði.
Ég lýsi vandræðum mínum en kemst ekki að með spurninguna.
Fasteignasalinn: ,,Jááá.... Þaaað er tvennt fyrir þig að gera í stöðuuuunnniiiiii..... Annað hvort reynir þú að fá seljandann til að gera þetta upp eðaaaaaa, þú reynir að fá bankann til að koma til móts við þig því hann gaf þér rangar upplýsingar. Viiið komum í rauninni ekkert meira að þessu enda fengum við undirritaða yfirlýsingu, og við tökum svona yfirlýsingar mjööööööööög hátíðlega, upp á aðra tölu."
Mér er það fullkomlega ljóst að mér urðu á mistök þótt mér finnist nú reyndar skítt að geta ekki treyst yfirliti frá bankanum. En ókey, ef maðurinn fær eitthvað kikk út úr því að núa mér því um nasir þá bara verði honum að góðu. Allt í lagi að fá þessar upplýsingar en ég vildi fá að vita hvort allt uppgjör væri búið svo ég segi:
,,Ég er nú ekkert að gera ykkur persónulega ábyrg fyrir þessu en..."
Fasteignasalinn: ,,Enda geturðu það ekki."
Ég: ,,Nei, enda er ég ekkert að því..."
Fasteignasalinn:,,Enda geturðu það ekki."
Á þessum tímapunkti varð mér ljóst að lífið er bara of stutt til að eyða því í samtöl við svona fífl svo ég sagði:,,Ég heyri alveg hvernig hljóðið í þér er. Ég nenni ekki að tala við þig" og lagði á.
Svo sagði ég samstarfskonu minni frá þessu, sem er gjaldkeri í sínu húsi, og hún sagði að ég gæti víst gert fasteignasöluna ábyrga fyrir þessu. Húsfélagið hefur veðrétt í íbúðinni og ég get lagt inn kröfu sem lendir þá á kaupandanum. En fasteignasalafíflinu ber skylda til að passa upp á réttindi kaupandans alveg eins og seljandans. Þótt að ég fylli út einhvern pappír þá ber honum að kanna hvort það sé ekki allt í lagi.
Það er náttúrulega það sem var að mannfýlunni, hann vissi að hann hafði verið að klúðra líka og þetta gæti kostað hann vesen. Málið er bara að ef hann hefði verið almennilegur þá væri þetta ekkert vesen. But now I'm out to get him. Ég er búin að semja við seljandann um borgun og leysa það mál. En þetta fasteignasalafífl á eftir að fá ljósrit af lögunum í hausinn. Og ef hann á ekki fasteignasöluna þá mun ég vissulega hafa samband við eigandann og segja honum hvurslags erkifífl og dóna hann er með í vinnu.
þriðjudagur, maí 10, 2005
Það eru einhver undarleg hljóð í reykskynjaranum mínum! Eithhvað svona píp. Kannski þarf ég bara að skipta um batterí. Vona það.
Er að lesa Rúna, trúnaðarmál eftir Gerði Berndsen. Er að spá í hvort ég eigi að láta 8. bekkinn lesa hana næsta vetur. Held það væri óvitlaust. Þ.e.a.s. ef ég fæ að kenna íslensku næsta vetur. Það vantar náttúrufræðikennara og spurt hvort ég gæti kennt einum bekk náttúrufræði! Ég er ekkert yfir mig hrifin. Ég er góð í íslensku og ensku og finnst mjög gaman að kenna þau fög. Fyrir nú utan að ég er með BA í bókmenntafræði og finnst æðislegt að sökkva mér ofan í ljóð og sögur, bæði á ensku og íslensku. Mér finnst hálfasnalegt að taka mig úr eða minnka við kennslu í því sem ég er góð í til að láta mig kenna eitthvað sem ég ,,sökka" í. Ég ætla ekki að neita að ég skoðaði aftur allar framhaldsskólakennaraauglýsingarnar sem eru núna á Starfatorginu.
Var að fatta að það er bara mánuður eftir af skólanum. Og þá fer ég í frí. Ætla sko ekki að vinna í sumar. Ónei.
Er að lesa Rúna, trúnaðarmál eftir Gerði Berndsen. Er að spá í hvort ég eigi að láta 8. bekkinn lesa hana næsta vetur. Held það væri óvitlaust. Þ.e.a.s. ef ég fæ að kenna íslensku næsta vetur. Það vantar náttúrufræðikennara og spurt hvort ég gæti kennt einum bekk náttúrufræði! Ég er ekkert yfir mig hrifin. Ég er góð í íslensku og ensku og finnst mjög gaman að kenna þau fög. Fyrir nú utan að ég er með BA í bókmenntafræði og finnst æðislegt að sökkva mér ofan í ljóð og sögur, bæði á ensku og íslensku. Mér finnst hálfasnalegt að taka mig úr eða minnka við kennslu í því sem ég er góð í til að láta mig kenna eitthvað sem ég ,,sökka" í. Ég ætla ekki að neita að ég skoðaði aftur allar framhaldsskólakennaraauglýsingarnar sem eru núna á Starfatorginu.
Var að fatta að það er bara mánuður eftir af skólanum. Og þá fer ég í frí. Ætla sko ekki að vinna í sumar. Ónei.
You are a Rocker Girl!If you don't have musical talent, you've got a talent for picking out great CD's. Music rules your life - and you've got the best MP3 collection of anyone you know. Many guys find you intimidating, but a select few think you're the catch of a lifetime. Start hanging out in more used record stores, and you'll find love with a fellow rocker! What Kind of Girl Are You? Take This Quiz :-) Find the Love of Your Life (and More Love Quizzes) at Your New Romance. | |
mánudagur, maí 09, 2005
Síðasti jógatími vetrarins svo það var slegið upp dýrindis veislu. Mjög góður matur og félagsskapur og virkilega ljúft og gott í alla staði. Megrunin var aðeins sett á hold en hva. Mér áskotnaðist DDV bæklingurinn í dag sem ku vera eina megrunin sem virkilega virkar. Spurning að prófa það. Það kom að vísu í ljós í umræðum á kennarastofunni að það eru fleiri en ég að hlaupa í spik svo það er kannski spurning um matseðilinn þar. Hmmm???
Annars byrjuðu samræmd próf í dag og það var haft sérstakt eftirlit með mér þar sem ég lá undir grun að vilja kannski hjálpa fullmikið. Svo ég gat það ekki. Damn... Að öllu gamni slepptu þá sýndist mér þetta bara vera nokkuð sanngjarnt próf.
Það er greinilega einhver vírus í email addressunni minni svo ef fólk er að fá víruspóst frá mér þá biðst ég velvirðingar. þetta er ekki í tölvunni heldur mailnum á vefnum svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að bjarga þessu.
Annars byrjuðu samræmd próf í dag og það var haft sérstakt eftirlit með mér þar sem ég lá undir grun að vilja kannski hjálpa fullmikið. Svo ég gat það ekki. Damn... Að öllu gamni slepptu þá sýndist mér þetta bara vera nokkuð sanngjarnt próf.
Það er greinilega einhver vírus í email addressunni minni svo ef fólk er að fá víruspóst frá mér þá biðst ég velvirðingar. þetta er ekki í tölvunni heldur mailnum á vefnum svo ég veit ekki alveg hvernig ég á að bjarga þessu.
sunnudagur, maí 08, 2005
Ég ætla að koma út úr skápnum og viðurkenna það að mér hefur alltaf fundist þessi strákur svolítið sætur.
Megrunarklúbburinn datt í einhverja lægð og fólk neitar að vigta sig og/eða gefa upp tölur. Þetta verður þá bara að standa í stað þessa vikuna. Ég veit að lesendur eru geysi spenntir yfir þessu máli.
Börnin mín eru að fara í samræmd próf á morgun. Ég krosslegg fingur og óska þeim alls hins besta. Litlu stóru frænku líka.
Megrunarklúbburinn datt í einhverja lægð og fólk neitar að vigta sig og/eða gefa upp tölur. Þetta verður þá bara að standa í stað þessa vikuna. Ég veit að lesendur eru geysi spenntir yfir þessu máli.
Börnin mín eru að fara í samræmd próf á morgun. Ég krosslegg fingur og óska þeim alls hins besta. Litlu stóru frænku líka.
Þar sem ég er nú að berjast gegn depresion þá samþykkti ég að fara í sveitina með mæðgunum. Litla systir er dagmamma hjá hundastelpu (ég veit það heitir tík, hundastelpa er bara sætara) sem er ferlega sæt og skemmtileg og mikill hvolpur inn við beinið þótt hún sé orðin átta ára. Hún kann ekki að sækja hluti og það var alveg sama þótt ég kastaði frisbee, spýtu eða sparkaði fótbolta ég þurfti að hlaupa sjálf á eftir þessu öllu. Hestarnir voru reyndar mjög spenntir fyrir frisbeeinu og hlupu á eftir því. Hestarnir voru líka mjög spenntir fyrir hundinum og Ísold, þriggja vetra trippi, elti hana á harðaspretti og virtist ætla sér að hlaupa hana niður. Samt er Ísold voða blíð og sleikir mann sundur og saman ef maður er ekki nógu fljótur að forða sér. Ég er alla vega komin með augastað á þessum hundi og langar mikið til að stela honum. (henni).
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...