föstudagur, september 11, 2015

Það er vont og venst illa

Jæja, þá eru þó nokkur sveitarfélög búin að lýsa yfir áhuga sínum á því að taka á móti flóttamönnum. M.a. nágranni okkar Norðurþing. Er það vel. Þingeyjarsveit er ekki þar á meðal. Málefnið hefur ekki einu sinni verið rætt í sveitarstjórn. Við hefðum getað verið með þeim fyrstu. En auðvitað ekki, guð forði okkur nú frá því að gera eitthvað gott. Og alveg sérstaklega frá því að fjölga íbúum í Þingeyjarsveit.
Hvorki með því að taka á móti flóttamönnum né ýta á kynjajafnréttisfræðslu í skólum sveitarfélagsins. Nei, við skulum endilega flæma stúlkurnar okkar í burtu og strákana á eftir. Höfum ekkert við þetta unga fólk að gera.

Um daginn var fundur um Heimaslóðarverkefnið. Ekki sást þar einn einasti fulltrúi atvinnumálanefndar enda skiptir landbúnaður í Þingeyjarsveit engu máli. Þessir örfáu bændur skila hvort sem er svo litlu í útsvarskassann. Nei, atvinnumálanefnd er upptekin af ljósleiðaravæðingu af því það kemur ferðaþjónustunni svo vel að geta rukkað fyrir nettengingu í hverju herbergi. Og ferðaþjónustan skilar svo miklu í kassann. Við sáum það öll á tekjulistanum um daginn.
Nei, það gæti nú eiginlega læðst að vondri konu sá lúmski grunur að það sé bara enginn vilji fyrir því að fjölga í sveitarfélaginu. Hver gæti nú mögulega verið ástæðan fyrir því?
Kannski sú að í fámenninu dafnar spillingin? Að það sé auðveldara að koma réttum aðilum á spenann?
Það myndi auðvitað aldrei líðast í fjölmennara sveitarfélagi að meirihluta-sveitarstjórnarfulltrúi og frænka hans fengju að ganga í óauglýstar stöður á sama tíma og annað fólk er enn með uppsagnarbréfið í höndunum.

Helvítis asnar.



Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...