Fyrir einhverju síðan las ég þá
fullyrðingu hjá andfemínista sem var einhvern veginn í þá veru að kynlíf væri sóðalegt*
og við femínistarnir yrðum bara að sætta okkur við það. Nýverið gerðist svo tvennt: Páll Vilhjálmsson skrifaði
pistilinn Vont
kynlíf er ekki nauðgun – strákasjónarhorn og ég rakst á gamla
uppáhalds bók á netinu.
viðurkennt fallegt og ekki ekki samfélagslega viðurkennt fallegt. Það leiðir
okkur að bókinni góðu.
Strákur |
Núna ætla ég að rekja þetta
saman.
Mér þykir alveg gríðarlega sorglegt
að fólk upplifi kynlíf sem sóðalegt og verði bara að sætta sig við það. Kynlíf
er frábært, það er gott og það er m.a.s. stundum fallegt. Það getur líka alveg
verið sóðalegt ef fólk vill það en það á aldrei nokkurn tíma að sætta sig við eitt eða neitt í kynlífi.
Páll segir í athugasemd við
athugasemd við grein sína að:
Kynlíf er í grunninn dýrsleg hegðun sem þjónar þeim tilgangi viðhalda stofninum.
Það má svo sem vel vera en við
erum nú komin ansi langt frá okkar dýrslega grunni. Ef við ætluðum að halda
okkur við þessa skilgreiningu þá eiga auðvitað allar konur sem komnar eru úr
barneign að vera skírlífar. Allir einstaklingar sem eru ófrjóir. Allir
samkynneigðir, allir á getnaðarvörnum...
Nei, Páll, mannskepnan lífir
kynlífi aðallega sér til gleði og unaðar.
Sex is fun |
Einhverra hluta vegna virðast
margir halda að kynlíf sé bara fyrir ungt og flott fólk og yfirleitt snúast um
vald. Sérstaklega þó um það að karlmenn taki það sem þeir vilji. Við þekkjum
öll muninn á því „að taka“ og „vera tekin/n“ ekki satt. Sem er ömurlegt
viðhorf.
Því miður skín mjög skært í þetta
viðhorf í grein Páls.
Allir sem stundað hafa kynlíf, og hér er átt við valfrjálsu gerðina, vita að kynlíf er margrætt.
Páll, allt kynlíf er valfjálst.
Ef það er ekki valfrjálst þá er það nauðgun.
Ef Guðbjörg vill vera viss um að drengirnir hennar meiði aldrei í kynlífi er gelding nærtækt úrræði.
Mig langar beinlínis að gráta. Að
einhver skuli virkilega trúa því að karlmenn hljóti að meiða í kynlífi á þann
hátt að misskilja megi sem nauðgun er þyngra en tárum taki. Auðvitað geta þeir
meitt óvart eins og konur geta meitt mennina sína óvart en ef það má „misskilja“
það sem nauðgun þá erum við að tala um eitthvað allt annað.
Það er nákvæmlega þar serm hnífurinn
stendur í kúnni; Þessi undarlega afneitun mjög margra á því að
grundvallarforsenda kynlífs er unaður.
Ég ætla að segja þetta aftur:
UNAÐUR.
Og það sem meira er, það mega
allir lifa kynlífi: ungt fólk og gamalt, feitt og mjótt, samfélagslega
The Beautiful Rafaela |
Þegar ég var í barnaskóla var til
„dónabók“ á bókasafninu. Hún sýndi hvernig börnin verða til. Okkur fannst þetta
gríðarlega spennandi en það sem meira var, bókin sagði okkur hvernig hlutirnir
eru. Um daginn fann ég svo bókina á netinu en með hinum undarlegustu formerkum;
The
Most Horrific Kids Book Published Will Leave You Feeling Uneasy.
Svo er farið í hverja myndina á
fætur annarri með athugasemdum.
Strax í byrjun er talað um að
persónurnar séu „creepy“. Hvað er svona voðalega krípi veit ég ekki. Mér dettur
helst í hug að þær séu ekki nógu flottar.
Þegar tilvonandi foreldrar hafa
samfarir þá eru hlutirnir skyndilega orðnir „skrítnir.“
Bókin heitir Hvernig
barn verður til. Á síðunni á undan eru persónurnar naktar, sem var rosalega
vandræðalegt. Veit maðurinn ekki hvernig börnin verða til? Eða er það gamli,
góði trúboðinn sem er svona skelfilegur? Eða er ímyndin um tiltölulega eðlilegt
fólk að stunda tiltölulega eðlilegt
kynlíf svona hrikalega ógnvekjandi? Ég er hrædd um að það sé málið.
Hagsmunaaðilar hafa ákveðið að
þeir hafi einkarétt á kynlífi. Við þurfum að vera ung, mjó, sæt og sexí til að
geta notið kynlífs. Hugsið ykkur allt sem er hægt að selja okkur þegar við erum
orðin sannfærð um þetta. Snyrtivörurnar, megrunarvarningurinn, líkamsræktin.
Svo af því við stöndumst ekki
þessar kröfur og erum feimin og vandræðaleg og höfum ekkert kynferðislegt
sjálfstraust þá er hæg að selja okkur kynörvandi, kynlífshjálpartæki og
kynlífið sjálft ef út í það er farið. Allir græða. Nema við, auðvitað.
Gott fólk.
Kynlíf er gott og
frábært. Líkaminn er góður og frábær og fallegur hvernig sem hann er. Njótið
þess að vera til njótið hvers annars. Og umfram allt, njótið kynlífs.
*Ég veit hver sagði þetta en finn
ekki pistilinn.
**Ekki of ungt samt, auðvitað.