föstudagur, nóvember 28, 2008
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
Eftirlaunafrumvarpið
Ég var að lesa Fréttablaðið síðan á laugardag, forsíðuna.
Í fyrsta lagi.
Er Davíð Oddsson búinn að vera á fullum eftirlaunum undanfarin ár jafnframt því að vera á fullum launum sem Seðlabankastjóri? Fékk hann kannski biðlaun líka?
Í öðru lagi.
Sigurði Kára Kristjánssyni finnst breytingarnar á eftirlaunafrumvarpinu ganga alveg nógu langt. Svo klikkir hann út: ,,Ég er síðan alltaf reiðubúinn að ræða það hvort færa eigi lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna nær því sem gerist á almennum markaði."
Já, sniðugur er hann. Ef þið eruð eitthvað að rífa ykkur þá sviptum við stóran hluta launþega réttindum. Hvað er þetta annað en hrein og klár hótun? Því hann ætlar alveg örugglega ekki að færa laun opinberra starfsmanna til samræmis því sem gerist á almennum markaði. Ætli það..
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Mótmælin
Ég gleðst óskaplega í hjarta mínu við fréttir af mótmælum og verð jafnvel klökk á stundum. Samt finnst mér of langt gengið þegar fólk reynir að brjótast inn á lögreglustöðvar og brýtur og eyðileggur. Það erum við sem munum borga skemmdirnar og við höfum bara nóg annað við peningana að gera þessa dagana.
Hins vegar hafa Íslendingar brennt sig á því að friðsamleg mótmæli skila engu svo það er kannski ekki nema von að upp úr sjóði að lokum.
Ég vil endilega hafa mótmæli, ég vil að þau séu friðsamleg en auðvitað þurfa þau að skila einhverju. Til að friðsamleg mótmæli virki þarf sennilega að eyða heilmiklum tíma í þau. Fólk hefði sennilega þurft að hafa vaktaskipti í mótmælunum og teppa lögreglustöðina í lengri tíma. Það er alla vega það sem mér dettur helst í hug.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...