föstudagur, júlí 30, 2004
Múttan mín á afmæli í dag. Hún hefur greinilega verið mjög óþekk því það er leiðindaveður:) Foreldrar mínir giftu sig líka á þessum degi og við systurnar vorum allar skírðar þennan dag. Þannig að þetta er fjölskyldudagur mikill. Faðir minn er reyndar látinn og systur mínar í útlöndum svo hátíðahöldin verða ekki mjög mikilfengleg. Ég ætla nú samt að reyna finna einhverja rosalega hnallþóru einhvers staðar og fara í kaffi til mútter.
miðvikudagur, júlí 28, 2004
Á minni daglegu heilsubótargöngu gekk ég fram litla sæta kisu sem sat við gangstéttina. Þegar ég leit betur á hana sá ég að hún var með hvorki meira né minna en 3 kúabjöllur um hálsinn svo sakleysislega kisan er grimmur morðingi inn við beinið. Mér þótti náttúrulega gott að eigendurnir væru svona umhyggjusamir gagnvart litlu bíbbunum þar til ég kom heim og sá að einhver fuglskratti hafði fengið megaskitu beint á bílinn minn! Stórar, hvítar drulluklessur út um allt!
sunnudagur, júlí 25, 2004
Ég varð innlyksa hjá múttu og köttunum um helgina sem var svo sem ósköp ljúft. Það er voða notalegt að kúra með kisu. Nema náttúrulega þegar maður vaknar um morguninn með andnauð af því að maður er með kattaofnæmi eins og ég. Það er ekki alveg jafn notalegt. Ég held ég hafi over-dosað af ofnæmislyfjum. Ég veit ég tók eina klukkan sex í morgun þegar ég vaknaði í andþrengslunum en ég hreinlega man ekki hvort ég tók aðra þegar ég vaknaði svo seinna um morguninn. Hef svo sem ekki fundið fyrir neinum hjartsláttatruflunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...