Í dag er fjölskyldudagurinn okkar. Mamma á afmæli, foreldrar okkar giftu sig fyrir 40 árum og við systurnar vorum allar skírðar þennan dag. Það skal samt viðurkennt að ég hef ekki enn keypt afmælisgjöf fyrir mútter. Ég bara hreinlega veit ekki hvað ég á að gefa henni. Blóm og konfekt?
Fengum okkar rúnt út fyrir Selfoss að kíkja á hryssurnar, þær eru hjá sitthvorum stóðhestinum. Annar er frekur og stjórnar með ægivaldi, var búinn að skipta hryssunum í tvo hópa eftir einhverri reglu sem enginn þekkir nema hann. Hinn er þriggja vetra og virðist ekki alveg fatta þetta. Bara ægilega gaman að vera með fullt af hryssum úti í haga. Elti okkur síðan út um allt, mjög mannelskur greinilega.
Það var dálítil umferð bæði úr í bæinn og mikil þoka á heiðinni.
Var að skoða þennan lóðaúthlutunarlista. Er ekki óvenju hátt hlutfall af þekktum nöfnum þarna?
laugardagur, júlí 30, 2005
föstudagur, júlí 29, 2005
Ég skulda skattinum 36.225,- og það er ekki vegna þess að ég sé á svo háum launum eða eigi svona óskaplega mikið. O nei. Hins vegar var ég dugleg að vinna síðastliðinn vetur. Refsið mér endilega fyrir það. Það verður gaman að borga þetta núna þegar launin lækka og ég missi yfirvinnuna. Lovelyyyy....
Þetta er gorgeus gæi.
Ég vann sko með mömmu hans í fyrra! Hún er æðisleg.
Þetta er gorgeus gæi.
Ég vann sko með mömmu hans í fyrra! Hún er æðisleg.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Ég er búin að pakka bókum í þrjá kassa allt í allt og það sér ekki högg á vatni. Ég er eiginlega búin að taka þá ákvörðun að taka sem minnst af bókum með en þá losna bókahillur og ég er að bæta við mig hillum svo það er frekar asnalegt. Svo þarf ég að bera kassana niður í kompu anyways svo mig munar ekkert um að bera þá út í bíl. Best að velta þessu dálítið fyrir sér. Hætta að pakka og horfa á Gone with the Wind. Gable er nú sætur.
Ég hef átt eitthvað erfitt með svefn undanfarið, best að laga smá kaffi og spá í það líka.
Að endingu vill móðir mín koma því á framfæri að hún leggi Snotru ekki í einelti og Kolfinna sé ekki uppáhalds kötturinn. Henni þyki vænst um Jósefínu af því að hún er fyrsti kötturinn og er orðin elst, 15 ára og svo þyki henni næstvænst um Dúlla sem er kötturinn hennar.
Dúlli sem upphaflega hét Krúsilíus.
Ég hef átt eitthvað erfitt með svefn undanfarið, best að laga smá kaffi og spá í það líka.
Að endingu vill móðir mín koma því á framfæri að hún leggi Snotru ekki í einelti og Kolfinna sé ekki uppáhalds kötturinn. Henni þyki vænst um Jósefínu af því að hún er fyrsti kötturinn og er orðin elst, 15 ára og svo þyki henni næstvænst um Dúlla sem er kötturinn hennar.
Dúlli sem upphaflega hét Krúsilíus.
Þetta er stór stund. Ég er byrjuð að pakka, aftur. Ætlaði að skilja stóran part af bókunum eftir en nú er eg komin í vandræði. Það eru bara lesnir reyfarar sem eru komnir ofan í kassa til að fara í kompuna. Ég á eftir að lesa slatta, á ég að taka allar ólesnu bækurnar með? Svo er líka fullt af bókum sem ég þarf að hafa til að geta flett upp í. Á ég að taka þær allar með? Ég finn að mig langar til að taka flest allar með. What to do, what to do..
miðvikudagur, júlí 27, 2005
Við skelltum okkur í sveitina í dag. Systur mínar eru mjög duglegar að skrúfa saman skápa. Ég er mjög dugleg að sóla mig. (Well, tanning is a hard work.) Við ætluðum að taka Jósefínu og Snotru með en fundum ekki Jósefínu.
(Jósefína er alltaf í útilegu á svölunum þessa dagana.)
Svo Snotru var kippt með. Það var svo heitt í bílnum að hún var með munninn opinn alla leiðina og mótmælti hástöfum. Snotra er með einhvern undarlegan kattasjúkdóm í stóru, bleiku eyrunum sínum. Hún fær brúna bletti sem geta orðið alvarlegt mál. Svo þegar það er sól þá verðum við að bera sterka sólarvörn a eyrun og Aloa Vera á kvöldin. Hún er ekki samvinnuþýð með þetta.
Alla vega. Þar sem hennar helsta hobbý þessa dagana er að sitja fyrir Kolfinnu og ráðast á hana þá kipptum við Snotru með í sveitina eins og fyrr sagði.
(Snotra í fyrirsát við svaladyrnar. Kattastiginn liggur af svölunum.)
Hins vegar finnst mér það mjög eðlilegt að Snotra og hinir kettirnir sitji fyrir og hrekki Kolfinnu því hún er hinn versti vargur. En svo er hún líka í algjöru uppáhaldi hjá mömmu! Mamma er hlaupandi út að sækja hana nánast á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Er alltaf að passa hana og skamma hina kettina. Alltaf að passa upp á að hún fái nóg að borða og fái uppáhalds matinn sinn og ég veit ekki hvað og hvað.
(Dekurdýrið að borða uppi á borðum!)
Aumingja Snotra réðist á hana sofandi um daginn, og átti það sko inni eftir hina svívirðulegu árás Kolfinnu á hana í vetur sem sendi hana á Dýraspítalann, btw, og mamma hundskammaði Snotru og lét eins og hún væri einhver óþekktarangi! Svo tók litla systuir Snotru mína og klippti á henni klærnar! Aumingja Snotra mín.
(Jósefína er alltaf í útilegu á svölunum þessa dagana.)
Svo Snotru var kippt með. Það var svo heitt í bílnum að hún var með munninn opinn alla leiðina og mótmælti hástöfum. Snotra er með einhvern undarlegan kattasjúkdóm í stóru, bleiku eyrunum sínum. Hún fær brúna bletti sem geta orðið alvarlegt mál. Svo þegar það er sól þá verðum við að bera sterka sólarvörn a eyrun og Aloa Vera á kvöldin. Hún er ekki samvinnuþýð með þetta.
Alla vega. Þar sem hennar helsta hobbý þessa dagana er að sitja fyrir Kolfinnu og ráðast á hana þá kipptum við Snotru með í sveitina eins og fyrr sagði.
(Snotra í fyrirsát við svaladyrnar. Kattastiginn liggur af svölunum.)
Hins vegar finnst mér það mjög eðlilegt að Snotra og hinir kettirnir sitji fyrir og hrekki Kolfinnu því hún er hinn versti vargur. En svo er hún líka í algjöru uppáhaldi hjá mömmu! Mamma er hlaupandi út að sækja hana nánast á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Er alltaf að passa hana og skamma hina kettina. Alltaf að passa upp á að hún fái nóg að borða og fái uppáhalds matinn sinn og ég veit ekki hvað og hvað.
(Dekurdýrið að borða uppi á borðum!)
Aumingja Snotra réðist á hana sofandi um daginn, og átti það sko inni eftir hina svívirðulegu árás Kolfinnu á hana í vetur sem sendi hana á Dýraspítalann, btw, og mamma hundskammaði Snotru og lét eins og hún væri einhver óþekktarangi! Svo tók litla systuir Snotru mína og klippti á henni klærnar! Aumingja Snotra mín.
þriðjudagur, júlí 26, 2005
mánudagur, júlí 25, 2005
Brá mér í hestarúnt með litlu systur í gær. Það þurfti að fara með þessa dömu og folaldið hennar
til stóðhests. Glaumur litli á sem sagt að eignast lítið systkini næsta sumar. Fyrir á hann systurina Gleði.
Vatnskassinn á jeppanum gaf sig svo við tókum sénsinn á Subarunum mínum og það gekk vel. Massagræja!
Í dag fórum við svo í heimsókn til hinna hestanna sem eru algjörar brauðbykkjur! Við komum auðvitað alltaf með brauð og þetta er iðulega sjónarhornið.
,,Hvað er brauðið? Já, komdu með það."
Röskvu finnst brauð rosagott og leitar helst í vösunum a manni. Hún væri tilvalinn sirkushestur því hún er ótrúlega klár litlu systur til mikillar mæðu því hún skrúfar frá vatnsinntökum og setur allt á flot. Hún var sett á bás um daginn og spýtu rennt fyrir. Mín kerling var svo að dunda sér við að ýta spýtunni í burtu. Það þurfti að renna henni út á hlið og Röskva var alveg með það á tæru.
Litla systir og Röskva að spjalla saman.
til stóðhests. Glaumur litli á sem sagt að eignast lítið systkini næsta sumar. Fyrir á hann systurina Gleði.
Vatnskassinn á jeppanum gaf sig svo við tókum sénsinn á Subarunum mínum og það gekk vel. Massagræja!
Í dag fórum við svo í heimsókn til hinna hestanna sem eru algjörar brauðbykkjur! Við komum auðvitað alltaf með brauð og þetta er iðulega sjónarhornið.
,,Hvað er brauðið? Já, komdu með það."
Röskvu finnst brauð rosagott og leitar helst í vösunum a manni. Hún væri tilvalinn sirkushestur því hún er ótrúlega klár litlu systur til mikillar mæðu því hún skrúfar frá vatnsinntökum og setur allt á flot. Hún var sett á bás um daginn og spýtu rennt fyrir. Mín kerling var svo að dunda sér við að ýta spýtunni í burtu. Það þurfti að renna henni út á hlið og Röskva var alveg með það á tæru.
Litla systir og Röskva að spjalla saman.
Keyrði fram hjá ,,skiltinu mínu" áðan. Það var búið að rétta það af eftir að ég braut framljósið á því um daginn en nú hafði einhver annar greinilega keyrt á það. Stöð 2 var einu sinni með umfjöllun um svona skilti sem gerði lítið annað en að láta keyra á sig. Ætli að tryggingarfélögin eða bifvélavirkjar fjármagni þessa plágu. Þau stórgræða á þessu.
Þetta skilti er í boði Kaskótrygginga. Please crash it and make our day.
Þetta skilti er í boði Kaskótrygginga. Please crash it and make our day.
sunnudagur, júlí 24, 2005
Ekkert sólbað í dag. Ágætt, ég brann pínulítið í gær. Fer í hestasmölun í staðinn.
Eins sorglegt og hræðilegt það var að þessi maður skyldi vera skotinn í London þá skil ég lögregluna. Ef hann hefði verið hryðjuverkamaður þá hefði hann getað tekið fullt af fólki með sér. Lögreglan gat ekki tekið sénsinn á því. Ef ég væri í London núna þá myndi ég egra allt sem lögreglan segði mér að gera.
Eru þessar fyrirhuguðu aðgerðir vörubílstjóra ekki að bitna á röngum aðilum? Væri ekki nær að liggja á flautunni fyrir framan Alþingishúsið eða eitthvað svoleiðis?
Eins sorglegt og hræðilegt það var að þessi maður skyldi vera skotinn í London þá skil ég lögregluna. Ef hann hefði verið hryðjuverkamaður þá hefði hann getað tekið fullt af fólki með sér. Lögreglan gat ekki tekið sénsinn á því. Ef ég væri í London núna þá myndi ég egra allt sem lögreglan segði mér að gera.
Eru þessar fyrirhuguðu aðgerðir vörubílstjóra ekki að bitna á röngum aðilum? Væri ekki nær að liggja á flautunni fyrir framan Alþingishúsið eða eitthvað svoleiðis?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...