Færslur

Sýnir færslur frá janúar 29, 2017

Hið hálsíska nú

Mynd

Stéttarfélag kennara bregst umbjóðendum sínum

Mynd
Eins og áður hefur verið greint frá á þessari síðu sendi ég fyrirspurn á Ólaf Loftsson formann Félags grunnskólakennara í ágúst síðastliðnum. Fyrirspurnin snerist um hvort Þingeyjarskóla hafi borið að auglýsa starf teymisstjóra og myndmenntakennara við skólann en hvorirtveggja voru ráðnir við skólann fyrir skólaárið 2015-2016.  Báðir sinna enn stöðum sínum sem heldur hafa tútnað út. Samskiptin voru nokkuð harðorð af beggja hálfu en enduðu með því að Ólafur sagðist ætla að setja lögfræðing félagsins í málið. Eins og áður sagði óskaði ég eftir niðurstöðu úr úttekt lögfræðingsins í október síðastliðnum. Enn hefur ekkert svar borist. 25. janúar síðastliðinn ákvað ég að reyna aftur og sendi afrit af fyrirspurninni til Þórðar Hjaltested formanns KÍ,  Önnu Rósar Sigmundsdóttur lögfræðings KÍ og Hermanns Aðalsteinssonar ritstjóra 641.is . Ég sendi með afrit af samtali okkar Ólafs ef hann væri búinn að gleyma að hann hafði sagt beinum orðum að hann ætlaði að láta lögfræðing félagsins

Fyrirmynd í þágu stórbúa

Mynd
Landssamband kúabænda (LK) og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) hafa ákvarðað sameiginlega stefnu um Fyrirmyndarbú LK og SAM. Með þeirri stefnu sem sett er í Fyrirmyndarbúinu og þeim starfsreglum sem því eru sett, vilja kúabændur og mjólkuriðnaðurinn tryggja að íslenskum neytendum standi ávallt til boða íslenskar mjólkurafurðir sem eru traustsins verðar. Þetta er lofsvert framtak á allan hátt. Nema hvað að stjórn Auðhumlu ákvað á fundi sínum þann 24. nóv. sl. að verðlauna þau bú sem stæðust kröfur Fyrirmyndarbúsins með 2% hækkun á afurðir. Auðhumla er samvinnufélag bænda svo það fé sem hún úthlutar er úr sameiginlegum sjóð eiganda. En það má alveg leiða að því rök að fjárhagslegur hvati til að gera vel sé sá hvati sem þarf.  Markmið fyrirmyndabúsins eru góð og vel úr garði gerð. Hins vegar eru nokkur atriði sem vekja þann grun að verið sé að hygla nýjustu róbótafjósunum á kostnað eldri og minni búa, sérstaklega básafjósa. Nautaeldi er tekið með í úttektinni. 

Fljótum ekki sofandi að feigðarósi

Mynd
Í desember síðastliðnum var samþykktur nýr kjarasamningur hjá grunnskólakennurum. Samningurinn hefur ekki miklar launahækkanir í för með sér en þó eitthvað og þurfa sveitarfélögin að leggja meira til. Og mikið rétt, í fundargerð sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá því 15. des. sl. er viðauki til fræðslumála upp á 30 milljónir. Nú virðist sveitarfélagið vera ansi ríkt, það er alla vega hægt að hækka laun sveitarstjórnarfulltrúa verulega og borga frænkum þeirra tvöföld laun í heilt ár. Þá mætti sveitarstjórinn okkar í sjónvarpið og neitaði því ekki að Þeistareykir myndu og væru nú þegar byrjaðir að mala gull fyrir sveitarfélagið. Þannig að launahækkanir kennara ættu ekki að valda okkur miklum áhyggjum. Hins vegar hafa kennarar látið í veðri vaka að þeir séu hreint ekki sáttir og séu aðeins að safna kröftum til að sækja frekari hækkanir. Í kosningabaráttunni 2014 var Stórutjarnaskóli ekki í eldlínunni og lofað að hann yrði friðhelgur allt kjörtímabilið. Ég hef rökstuddan gru