föstudagur, maí 21, 2004
Ég er að fikta mig áfram í þessum nýja blogger. Ákvað að setja upp tengla og ætla mér, af eintómum skepnuskap auðvitað, að reyna að finna sem flesta kennara. Kennarar mega nefnilega líka blogga. Við njótum líka almennra mannréttinda sem fela m.a. í sér skoðana- og tjáningafrelsi. Og hananú!
Ég veit af Erlingi og er búin að linka á hann svo nú er bara að finna fleiri. Ég veit af þeim, ég hef rekist á þá á flandri mínu um vefinn. Ég man bara ekki alveg slóðirnar í augnablikinu.
Ég veit af Erlingi og er búin að linka á hann svo nú er bara að finna fleiri. Ég veit af þeim, ég hef rekist á þá á flandri mínu um vefinn. Ég man bara ekki alveg slóðirnar í augnablikinu.
mánudagur, maí 17, 2004
Æ,æ,æ, svona yndislegt veður og enn langt í fríið. M.a.s. fullt af vinnu eftir. Erlingur getur haft það gott og slappað af en við grunnskólakennararnir eigum alla prófatörnina eftir. Yfirferð prófa getur verið ansi strembin vinnulota. Ég vona að Hugskot haldi ekki að þessi langi skólatími sé eitthvað sem við kennarnir viljum því það er alrangt. Ég veit að ég er á móti þessu og veit ekki um einn einasta kennara sem er hlynntur þessu. Og með fullri virðingu fyrir börnum landsins þá er það strembin vinna að vera innan um 25 börn allan daginn. Þau eru lífleg. Mjööög lífleg. Ég get alveg lofað ykkur því að á hverju einastu kennarastofu landsins eru örmagna kennarar að skreiðast áfram á seinustu bensíndropunum. Og já, það er kjarabarátta í gangi. Ég er á skítalaunum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...