föstudagur, apríl 13, 2007

Meiðyrði

Ég hef aðeins verið að skoða almenn hegningarlög um meiðyrði.

Ég mun vissulega höfða mál á þessari forsendu:

234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða [fangelsi] 1) allt að 1 ári.
1) L. 82/1998, 127. gr.

En ég er að velta fyrir mér hvort þessi eigi ekki líka við:

241. ....

b. [Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður , og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans.] 2)

Er ég ekki opinber starfsmaður? Ég vinn hjá sveitarfélagi.
Bubbi vann hellings pening. Ég er kannski bara að verða rík...

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Skandall í uppsiglingu

Ég er hrædd um að umfjöllunin verði ansi einhliða þar sem trúnaðarskyldan meinar svör. En það er nú lágmark að það verði birt góð mynd af mér. Viðkomandi dagblað þarf reyndar að senda ljósmyndara norður, það vilja fleiri vera með á myndinni.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...