Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 15, 2009

Orðræðan

Í byrjun ætla ég að taka það fram að ég er flokksbundin í VG og er feministi. Nú þegar er lesandinn búinn að mynda sér skoðun á því sem ég ætla að segja. Það er ágætt, svo framarlega sem hann er meðvitaður um það. Það skiptir nefnilega máli hver er segja hlutina, af hverju hann er að segja þá og hvað honum gengur til. Lesandinn verður líka að vera meðvitaður um eiginn hlutdrægni. Það er enginn hlutlaus. Núna stöndum við í þeirri meiningu að við búum í opnu og frjálsu samfélagi þar sem tjáningarfrelsi ríkir. Stundum finnst mér tjáningarfrelsið túlkað ansi vítt, mér er t.d. fyrirmunað að skilja að klám sé tjáningarfrelsi. Enda virðist að þegar verið er að níðast á konum þá er það tjáningarfrelsi. Þegar níðst er á einhverjum öðrum eru það fordómar. Ég fagna kosningu Obama en þegar hann og Hillary Clinton voru að berjast um útnefninguna þá mátti nota hvaða orðbragð um hana sem var. Virkilega ljótt orðbragð. N-orðið var aldrei notað um hann enda hefði verið brugðist mjög harkalega við

Stuðningsmenn

Brynja frænka er búin að stofna stuðningsgrúppu á fésbókinni. Gjöra svo vel að skrá sig.

At the risk of repeating myself..

Kristín  og Páll Ásgeir  eru að spá í látleysi og hver eigi að meta það og hafa umsjón með lífstíl. Auðvitað er þetta hálf hjákátlegt en eitt vil ég segja (og ég veit að ég hef sagt það áður) í þessum aðstæðum sem nú eru uppi.  Ég er grunnskólakennari. Við gerðum kjarasamning 2004 sem innihélt engin rauð strik. Frá 2004-2008 var stigvaxandi verðbólga (ekki jafnmikil og nú er var samt) sem var meiri en umsamdar launahækkanir. Ergo: Kaupmáttur grunnskólakennara fór síminnkandi á sama tíma og meint góðæri bólgnaði út. Fullt af fólki keypti sér nýja bíla, flatskjái, stærra húsnæði og fór í siglingar. Ekki ég. Ég seldi íbúðina mína í Reykjavík og setti peningana inn á banka. Við ætlum nefnilega að byggja hús.  Núna er komin kreppa og ég er búin að tapa peningum í bankanum. Ekki öllum af því að ég hafði vit á að setja stærsta hlutann á verðtryggðan reikning. Nú er talað um að taka af verðtrygginguna. Staðan er því þessi: Fólk sem eyddi og spreðaði og tók lán til að fjármagna neysluna fær gre

Þorrablótið

Í gær var haldið Þorrablót Ljósvetninga. Þar voru mörg góð skemmtiatriði, sérstaklega nýju Abba-textarnir:) Frú Ásta fékk líka gott atriði, stóð í mikilli piparsveinaútgerð. Eða kannski öllu heldur piparmeyjainnflutningi. Eiginmaðurinn kom inn í sketsinn og svo litli gutti líka. Frændi hans lék hann. Það er allnokkuð að vera ekki nema þriggja og hálfs mánaða og strax tekinn fyrir á þorrablóti:)