laugardagur, ágúst 27, 2005


Laugh often

Indulge in the things you truly love

... even when it seems hopeless

There is always someone who loves you more than you know

It will get better

Give it your all

Be weird whenever you have the chance

Always be up for surprises

Love someone with all your heart

Hold onto good friends; they are few and far between!

Always try to see the glass half full

Takk fyrir.

föstudagur, ágúst 26, 2005

Eini gallinn við nýju vinnuna mína (so far) er að þar sem ég kenni allt þá verð ég náttúrulega að kenna raungreinar líka. Sem yfirlýstur húmanisti og stærðfræðihatari þá henti ég bókunum út í horn strax eftir stúdentspróf. Og í máladeild tekur maður stúdentspróf í stærðfræði í 5. bekk. Nú þarf ég að dusta rykið af tölunum. Um helgina. Ái.
Til að hugga mig í þessum hörmungum ætla ég að birta þessa dásamlegu mynd af foladsmerum litlu systur (hún á þær ekki alveg allar samt). Þegar folöld leggja sig þá standa mömmurnar yfir þeim og passa þau. Er hægt að vera sætari? Don't think so.

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Í dag stofnuðu vinnufélagar mínir Mannafundanefnd í mína þágu. Fóru fram á og fengu, að sjálfsögðu, fullt umboð. Það var hintað eitthvað svona fínt að þessu fyrst og ég tilkynnti formlega að búferlaflutningarnir væru vegna þess að ég ætlaði að ná mér í mann. Fólki fannst bara ágætt að þetta lægi fyrir, yfirleitt væru aðfluttar, einhleypar konur eitthvað viðkvæmar fyrir þessu. Ég skil það nú ekki. Hélt það væri fullkomlega eðlilegt að kona vildi mann. Þarna voru nefndir nokkrir menn svo það eru greinilega einhverjir einhleypir hér á sveimi. Það þykir mér ánægjulegt. Það er víst líka gefið út eitthvað blað um fjárbændur þar sem birtar eru af þeim myndir og liggur nú fyrir að finna þetta blað svo ég geti fengið að skoða myndir. Einnig mun vera sterkur leikur að ganga í kvenfélagið og koma sér í sem flestar kaffinefndir því erfidrykkjur ku vera mjög góðar til mannaveiða. Kvenfélagið sér sem sagt um erfidrykkjur. Ég er klárlega á leiðinni í kvenfélagið.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Hér er vont veður og ég er syfjuð og þreytt. Þar sem ég hef enga ástæðu til að vera syfjuð og þreytt set ég það í beint samband við lægðina.

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Gerði þá merku uppgötvun í dag að ég kann ekki neitt. Mig langar óskaplega að hafa eitthvað verklegt á stundaskrá hjá nemendum mínum en ég kann hvorki að sauma né smíða, hvað þá að vinna í leir eða leður. Ekki kann ég heldur mikið að kokka. Ég hef engu að síður fest matreiðslutíma í stundaskrá því þótt ég kunni lítið sem ekkert að elda þá læri ég það bara. Ég ætla líka að vera algjör plága á smíða- og saumakennurunum og athuga hvort ég læri ekki eitthvað.
Talandi um að kunna ekki neitt þá fór ég á kvenfélagsfund í kvöld. Kvenfélög landsins sitja nú við að sauma dúkkur til styrktar UNICEF. Sá saumaskapur hefur reynst mun meiri vinna en félagskonur áttuðu sig á í byrjun og dúkkurnar farnar að vera tilefni hinna svakalegustu martraða. Þar sem ég kann ekki neitt og er saumavélafötluð þá var ég sett í að sauma hár á eina dúkkuna. Það gekk nú ágætlega þó fyrst yrði hún dálítið þunnhærð, auðvelt að staga í það. Égmundi það þarna að eitt sinn bjó ég nú til dúkku, hinn víðfræga Gústa, þegar ég var í gagnfræðiskóla.
Mér fannst þetta mjög skemmtileg stund að sitja þarna með hinum konunum og spjalla og segja sögur yfir saumavélun og bróderíi. Svo var sú gleðifregn tilkynnt að samstarfskona mín hafði eignast barn í dag. Tilkynningin hafði borist með SMS og verið svohljóðandi: ,,Kemst ekki í vinnuna á morgun. Var að eignast barn í hádeginu." Ég áttaði mig á því núna í kvöld að íslenskar konur eru mjög merkilegt fyrirbæri.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Hrynjandi fyrirspurn - taka tvö
Ég held ég hafi fattað eitthvað en vil endilega fá staðfestingu. Er þetta rétt samið?

Upp í eymdarinnar kirkjugarð
eltir draumurinn sjálfan sig
Rumskar vofa þess sem aldrei varð,
vefur skýjaborg kringum mig.


Þetta byggist á tvíliðum nema í annarri og fjórðu línu þar sem ég smelli inn einni þríliðu í öðrum braglið. Skv. Óskari þá á þetta að vera í lagi af því það brýtur upp einhæfni. (Nema í ferskeytlu en þetta er hluti af stærra kvæði.) Svo er spurning 2. Er of langt á milli stuðlanna í þriðju línu?
Housebay city*
Fór til Húsavíkur í dag. Já, mér finnst gaman á Húsavík. Staðurinn er fallegur, ég fíla sjávarlyktina og svo eru búðirnar þar. Búðir eru góðar. Verð einhvern tíma að búa á Húsavík. Fór í Bókaverslun Þórarins Pálssonar en fann ekki Ljóðmál. Fann ekki heldur útlenska reyfara en hins vegar heimilistæki, minjagripi og eitthvað af íslenskum bókum.

*Mér finnst gaman að þýða íslensk nöfn yfir á ensku. Ég er t.d. The Main Lady in the Main Valley og heiti Lovy.

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Fyrirspurn.
Ef einhver veit um bragfræði fyrir imbasíl, hvort sem það er bók eða vefsíða þá þætti mér vænt um að vita um hana. Ég er í ,,hrynjandi" vandræðum. Er þó bæði með bók Óskars Halldórssonar og Ragnars Inga.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...