fimmtudagur, febrúar 05, 2009
Update
Litla fatlafólið (a.k.a. drulluspaðinn) hafði ekki skitið á gólfið í tvo daga þegar hann tók upp á að skilja stykkin sín eftir á tveimur stöðum í dag. Hins vegar gerðist þau undur og stórmerki áðan að hann fór sjálfur í kassann!
mánudagur, febrúar 02, 2009
Óheppilegt
það er heldur óheppilegt að nú sé hægt að kenna VG um að slá af álverið. Málið er bara að þetta álver var aldrei á leiðinni.
Nettur
Ég var að fá bréf frá Landsbankanum svohljóðandi:
Eignarhluti þinn í Safnbréfum varfærnum nemur því 63,2% af stærð sjóðsins fyrir efnahagshrunið 3. október 2008.
Já, sniðugt. Ég bendi sérstaklega á orðið varfærnum.
Bankastjórarnir í þessum banka sköffuðu sjálfum sér litlar 12 milljónir í mánaðarlaun fyrir framúrskarandi fjármálakænsku og alla ábyrgðina sem þeir báru. Fínt. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjámsson, þið hafið þá efni á því að axla ábyrgðina og endurgreiða mér þennan 200 þúsund kall sem þið eruð búnir að glutra niður fyrir mér. Ég heiti Ásta Svavarsdóttir og er með reikning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...