Formáli.
Hitamálið í sveitarstjórnarkosningunum 2014 í Þingeyjarsveit var boðuð sameining beggja skóladeilda Þingeyjarskóla undir eitt þak. Flestum var ljóst að það þak væri í Aðaldal og hrikta myndi í stoðum Lauga. Til að vega upp á móti þeim víbringi setti Samstaða fram eftirfarandi kosningaloforð:
Sveitarstjórn skal fyrir þessar kosningar kynna íbúum með ítarlegum hætti hvað hvor kostur um sig hefur í för með sér, fjárhagslega, faglega og félagslega sem og hugmyndir um mótvægisaðgerðir við þeirri röskun sem niðurstaða kosninganna gæti haft í för með sér. (Sjá hér.)
Mótvægisaðgerðir eru tískuorð sem skaut upp kollinum í baráttunni um Kárahnjúkavirkjun og var upphaflega notað um neikvæð umhverfisáhrif.
Upphaf mótvægisaðgerða.
18. desember 2014 skipaði sveitarstjórn Þingeyjarsveitar í starfshóp um mótvægisaðgerðir. Voru valin til að sitja í hópnum Arnór Benónýsson og Heiða Guðmundsdóttir fyrir A-lista Samstöðu og Ragnar Bjarnason fyrir T-lista Sveitunga.
Þann 15. janúar 2015 á fundi sveitarstjórnar er starfshópnum sett erindisbréf. Þar segir:
Við fyrstu sýn virðist því aðaláherslan vera lögð á atvinnusköpun í kjölfar fækkunar opinberra starfa og báðir listar sammála um það. Því mætti teljast afar skynsamlegt að starfshópurinn væri í samstarfi við atvinnumálanefnd. Hvers vegna Samstaða vill það ekki er illskiljanlegt.
Starfshópur um mótvægisaðgerðir varð ekki langlífur. Hann var lagður niður á fyrsta fundi sínum með vinnubrögðum sem geta ekki kallast neitt annað en valdníðsla.
Á fundi 5. febrúar var hópurinn formlega lagður niður og línur settar fyrir framhaldið. Það er athyglisvert að á þessum tímapunkti hefur áherslan þokast frá atvinnusköpun til nýtingar húsnæðisins. Einhvers konar bræðingur handverkshúss og nýsköpunarmiðstöðvar virðist þarna í deiglunni.
Verkefnisstjórinn og erindisbréf hans.
4. júní 2015 er ákveðið að ráða verkefnisstjóra mótvægisaðgerða. Þar er þessi umsnúningur orðinn endanlega ljós því í fundargerð segir:
1. Það er útibú frá Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri og á Húsavík er Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Á þessum stöðum er veitt að miklu leyti sama þjónusta fyrir utan áhersluna á nýtingu húsnæðisins.
2. Sé verið að koma upp nýsköpunarmiðstöð þá er það verkefni sem tekur tíma. Að ætla slíku verkefni hálft ár er vanáætlun í besta falli.
Í erindisbréfinu er lögð áberandi mikil áhersla á umsýslu húsnæðisins og notkunarmöguleika þess. Mín persónulega skoðun er sú að lofaðar mótvægisaðgerðir hafi verið smættaðar óhóflega ofan í eitt hús. Þá virðist mér einnig, og ég bið hluthafandi afsökunar á orðalaginu, að starfsheitið verkefnisstjóri mótvægisaðgerða sé af hálfu sveitarstjórnar aðeins upphafin nafngift húsvarðar.
Það sem upp úr stendur.
Staða verkefnisstjórans var lögð niður 1. júní síðastliðinn en þá hafði hann verið starfandi í tæp tvö ár. Verkefnisstjórinn gerði allt sem fyrir hann var lagt og meira til og vann gott starf eins og oddvitinn segir í samtalinu við 641.is.
Verkefnið var framlengt eins og sést um eitt og hálft ár. Aðallega þó vegna þess að verkefnisstjóranum var falið að pakka niður starfssemi Litlulaugaskóla og ganga frá húsinu! Afsakið mig en þykir þetta góð nýting á tíma verkefnisstjóra mótvægisaðgerða?
Ég tel að verkefnisstjórinn hafi náð að gera meira úr verkefni sínu en honum var ætlað. Honum var þröngt sniðinn stakkur og virðist ekki hafa haft mikinn stuðning sinna yfirboðara. Verkefnið Nærandi á Laugum varð til í Seiglu og er flott framtak. En hvað gerðist annað?
Jú, aðstaða er leigð út í húsinu. Þekkingarnetið og Urðarbrunnur eru í Seiglu en það var áður í framhaldsskólanum. Það má því segja að leigutekjur hafa færst til sveitarfélagsins. Snyrtipinninn leigir aðstöðu en hann leigði áður hjá einstaklingi á Laugum svo í raun er aðeins um tilfærslu tekna að ræða. Einstaklingur leigir skrifstofuaðstöðu, HSÞ og Skákfélagið leigja líka aðstöðu. Þannig að jú, sveitarfélagið fær leigutekjur til að reka húsnæðið. Allt var þetta fyrir á svæðinu. Ekki er um neina nýja atvinnu að ræða.
Skýr framtíðarsýn.
Mér hefur alltaf þótt vanta skýra framtíðarsýn og áætlun um hvað mótvægisaðgerðunum var ætlað að ná fram. Í áðurtilvitnuðu viðtali segir oddvitinn að verkefnisstjórinn hafi lokið verkefni sínu en hvaða verkefni var það? Að búa til umgjörð um starfsemi í húsinu? Var það allt og sumt? Eru það mótvægisaðgerðirnar; að leigja út húsið?
Oddvitinn segir einnig að komið sé að kaflaskilum og verið sé að vinna að skipulagi framtíðar. Hverjir eru að vinna að því skipulagi? Ekki starfshópurinn, hann gat ekki unnið saman. Sveitarstjórnin? Var ekki svo mikil togstreita þar um verkefnið? Er einhver möguleiki að við íbúar megum fá að vita hvað stendur til? Megum við vita hverjir eru að ákveða það?
Er sveitarstjórninni einhver alvara um mótvægisaðgerðir eða var þetta bara málamyndagjörningur til að friða samfélagið?
Þann 15. janúar 2015 á fundi sveitarstjórnar er starfshópnum sett erindisbréf. Þar segir:
Þar sem ljóst er að þessi breyting á skólahaldi í Þingeyjarskóla mun leiða af sér fækkun opinberra starfa í sveitarfélaginu telur sveitarstjórn mikilvægt að setja á stofn starfshóp til að leiða starf sem hefur það að markmiði að skapa tækifæri fyrir nýja starfsemi í sveitarfélaginu og eftir föngum styrkja umgjörð þeirrar starfsemi sem fyrir er. (Leturbreytingar mínar.)T-listinn setti fram breytingartillögu sem innihleldur að miklu leyti þennan sama kafla með þó þeirri undantekningu að T-listinn vill að starfshópurinn sé í samstarfi við atvinnumálanefnd sveitarfélagsins.
Við fyrstu sýn virðist því aðaláherslan vera lögð á atvinnusköpun í kjölfar fækkunar opinberra starfa og báðir listar sammála um það. Því mætti teljast afar skynsamlegt að starfshópurinn væri í samstarfi við atvinnumálanefnd. Hvers vegna Samstaða vill það ekki er illskiljanlegt.
Starfshópur um mótvægisaðgerðir varð ekki langlífur. Hann var lagður niður á fyrsta fundi sínum með vinnubrögðum sem geta ekki kallast neitt annað en valdníðsla.
Á fundi 5. febrúar var hópurinn formlega lagður niður og línur settar fyrir framhaldið. Það er athyglisvert að á þessum tímapunkti hefur áherslan þokast frá atvinnusköpun til nýtingar húsnæðisins. Einhvers konar bræðingur handverkshúss og nýsköpunarmiðstöðvar virðist þarna í deiglunni.
Verkefnisstjórinn og erindisbréf hans.
4. júní 2015 er ákveðið að ráða verkefnisstjóra mótvægisaðgerða. Þar er þessi umsnúningur orðinn endanlega ljós því í fundargerð segir:
„Að ráðinn verði verkefnisstjóri mótvægisaðgerða vegna skipulagsbreytinga á starfsemi Þingeyjarskóla með höfuðáherslu á framtíðarnotkun skólahúsnæðis Litlulaugaskóla. Starfshlutfall verði 50% og verkefnatíminn frá og með 15. júlí n.k. og út árið 2015“ (Leturbreytingar mínar.)20. ágúst 2015 er svo samþykkt erindisbréf verkefnisstjórans. Miðað við orðalag bréfsins er verið að koma á nýsköpunarmiðstöð. Það er hið besta mál en þó er tvennt sem mér þykir athugavert.
1. Það er útibú frá Nýsköpunarmiðstöð á Akureyri og á Húsavík er Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Á þessum stöðum er veitt að miklu leyti sama þjónusta fyrir utan áhersluna á nýtingu húsnæðisins.
2. Sé verið að koma upp nýsköpunarmiðstöð þá er það verkefni sem tekur tíma. Að ætla slíku verkefni hálft ár er vanáætlun í besta falli.
Í erindisbréfinu er lögð áberandi mikil áhersla á umsýslu húsnæðisins og notkunarmöguleika þess. Mín persónulega skoðun er sú að lofaðar mótvægisaðgerðir hafi verið smættaðar óhóflega ofan í eitt hús. Þá virðist mér einnig, og ég bið hluthafandi afsökunar á orðalaginu, að starfsheitið verkefnisstjóri mótvægisaðgerða sé af hálfu sveitarstjórnar aðeins upphafin nafngift húsvarðar.
Það sem upp úr stendur.
Staða verkefnisstjórans var lögð niður 1. júní síðastliðinn en þá hafði hann verið starfandi í tæp tvö ár. Verkefnisstjórinn gerði allt sem fyrir hann var lagt og meira til og vann gott starf eins og oddvitinn segir í samtalinu við 641.is.
Verkefnið var framlengt eins og sést um eitt og hálft ár. Aðallega þó vegna þess að verkefnisstjóranum var falið að pakka niður starfssemi Litlulaugaskóla og ganga frá húsinu! Afsakið mig en þykir þetta góð nýting á tíma verkefnisstjóra mótvægisaðgerða?
Ég tel að verkefnisstjórinn hafi náð að gera meira úr verkefni sínu en honum var ætlað. Honum var þröngt sniðinn stakkur og virðist ekki hafa haft mikinn stuðning sinna yfirboðara. Verkefnið Nærandi á Laugum varð til í Seiglu og er flott framtak. En hvað gerðist annað?
Jú, aðstaða er leigð út í húsinu. Þekkingarnetið og Urðarbrunnur eru í Seiglu en það var áður í framhaldsskólanum. Það má því segja að leigutekjur hafa færst til sveitarfélagsins. Snyrtipinninn leigir aðstöðu en hann leigði áður hjá einstaklingi á Laugum svo í raun er aðeins um tilfærslu tekna að ræða. Einstaklingur leigir skrifstofuaðstöðu, HSÞ og Skákfélagið leigja líka aðstöðu. Þannig að jú, sveitarfélagið fær leigutekjur til að reka húsnæðið. Allt var þetta fyrir á svæðinu. Ekki er um neina nýja atvinnu að ræða.
Skýr framtíðarsýn.
Mér hefur alltaf þótt vanta skýra framtíðarsýn og áætlun um hvað mótvægisaðgerðunum var ætlað að ná fram. Í áðurtilvitnuðu viðtali segir oddvitinn að verkefnisstjórinn hafi lokið verkefni sínu en hvaða verkefni var það? Að búa til umgjörð um starfsemi í húsinu? Var það allt og sumt? Eru það mótvægisaðgerðirnar; að leigja út húsið?
Oddvitinn segir einnig að komið sé að kaflaskilum og verið sé að vinna að skipulagi framtíðar. Hverjir eru að vinna að því skipulagi? Ekki starfshópurinn, hann gat ekki unnið saman. Sveitarstjórnin? Var ekki svo mikil togstreita þar um verkefnið? Er einhver möguleiki að við íbúar megum fá að vita hvað stendur til? Megum við vita hverjir eru að ákveða það?
Er sveitarstjórninni einhver alvara um mótvægisaðgerðir eða var þetta bara málamyndagjörningur til að friða samfélagið?