þriðjudagur, júlí 22, 2014

Eureka!

Gott fólk, þar kom að því. Lausnin er fundin.
Eftir áralanga ósamstöðu um skólamál sveitarfélagsins hefur Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, fært okkur lausnina

Einkaskóli!

Við förum bara að fordæmi Tálknafjarðar og fáum Margréti Pálu með Hjallastefnuna til að reka Þingeyjarskóla. (Ekki Stórutjarnaskóla auðvitað, það er samstaða (pun intended) í sveitarfélaginu um engar breytingar þar.)

Þingeyjarskóli er rekinn á tveimur starfsstöðvum. Hjallastefnan gengur út á að aðskilja kynin í ákveðinn tíma. Annað húsnæðið verður strákaskóli og hitt stelpuskóli.

Þetta er svo brilljant,  svo snjallt, svo yndislega einfalt.
Afpöntum sálfræðinginn og alla skólamálasérfræðingana og hringjum í Margréti Pálu.

Málið dautt.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...