laugardagur, ágúst 21, 2004
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
Ég er almennt ekki mjög hrifin af sænskri sálfræði og hópefli sem er nýjasta hittið í væmna geiranum er ekki á topp tíu listanum mínum. Engu að síður tókst yfirmönnunum að fá góða hugmynd sem felst í því að rúnta út fyrir bæinn og skoða eitthvað skemmtilegt. Í fyrra fórum við í Reykholt þar sem séra Geir Waage lóðsaði okkur um og var bara þrusu gaman. Í dag fórum við svo á Njáluslóðir. Að vísu hafði ég séð fyrir mér alvöru túrinn þar sem maður gengi um í alla vega tvo tíma og skoðaði þetta allt saman nákvæmlega. Það var nú ekki raunin enda sagði common sense að það var ekki tími til þess. En gamli bóndinn sem guide-aði var ágætur og bara mjög gaman. Ég er alveg ákveðin í því núna að lesa Njálu aftur, las hana síðast í menntó, og fara svo alvöru túr næsta sumar. En ég ætla mér svo sem oft einhver ósköp.
Munaði litlu að þessi færsla yrði á arabísku þar sem mér tókst að þvæla puttunum á mér í eitthvað. ?? ??? ????? ??? /?? ?????? ???? ?? ???? /??.
Munaði litlu að þessi færsla yrði á arabísku þar sem mér tókst að þvæla puttunum á mér í eitthvað. ?? ??? ????? ??? /?? ?????? ???? ?? ???? /??.
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
Oh, það er alltaf svo gaman að verða vitni að því hvað jafnréttið er komið langt, eða þannig. Var að horfa á Kastljós þar sem smástrákarnir voru að tala við tvær Framsóknarkonur sem voru að hvetja þingflokkinn sinn til að setja ekki konu af sem ráðherra. Strákarnir margspurðu að því hvort það væri ekki rétt að hæfileikar ættu að ráða og hvort það væri ekki vafasamt að láta kynferði sitja í fyrirrúmi. Jú, auðvitað er það slæmt að það sé kynferðið sem sitji í fyrirrúmi en málið er bara að þannig er það búið að vera í aldaraðir í þágu karla! Og persónulega finnst mér bara allt í lagi að kynferði sitji í fyrirrúmi í þágu kvenna í nokkur ár.
Svo kemur hjá strákunum að tilfellið sé að það sé erfitt að fá ungar konur til að taka þátt í stjórnmálum. Oh, dahhh... Af hverju ætli að það sé? Kannski vegna þess að ungar konur sjá að konur komast lítt sem ekkert áfram? Af því að það vantar fyrirmyndir? Af því að það er komið ömurlega fram við konur? Það er næsta víst að karl hefði aldrei nokkurn tíma fengið þá útreið í fjölmiðlum eins og t.d. Ingibjörg Pálmadóttir fékk. Og er arftaki hennar þó hálfgerður þumbi. Ég segi nú bara eins og Guðni rektor vinur minn hér í denn: Think! Use the bean!
Svo kemur hjá strákunum að tilfellið sé að það sé erfitt að fá ungar konur til að taka þátt í stjórnmálum. Oh, dahhh... Af hverju ætli að það sé? Kannski vegna þess að ungar konur sjá að konur komast lítt sem ekkert áfram? Af því að það vantar fyrirmyndir? Af því að það er komið ömurlega fram við konur? Það er næsta víst að karl hefði aldrei nokkurn tíma fengið þá útreið í fjölmiðlum eins og t.d. Ingibjörg Pálmadóttir fékk. Og er arftaki hennar þó hálfgerður þumbi. Ég segi nú bara eins og Guðni rektor vinur minn hér í denn: Think! Use the bean!
mánudagur, ágúst 16, 2004
Þá er sumarvinnunni við sundin blá lokið og aðalvinnan tekin við. Ég fékk stundaskrána mína í hendur og er hamingjusamasti kennari á jarðríki. Kenni ekkert nema íslensku og ensku! Þykir það samt dáldið duló að ég skuli hafa verið tekin úr dönskukennslunni eins og ég var nú alveg framúrskarandi...
Stofan mín er í rúst og það er ekki mér að kenna. Ég er gróflega móðguð enda fullfær um að rústa mínum vistaverum sjálf og þarf nákvæmlega enga aðstoð við það. Those people will be hunted down.
Það var verið að segja mér sögur úr fornöld af hinum ýmsustu kennurum. M.a. annars var kennslukona ein sem var alltaf kölluð Fröken Sigríður. Frá og með núna er ég Fröken Ásta.
Fór að sjá Fahrenheit í kvöld. Komum lítillega of seint og lentum á fremsta bekk. Í fyrsta lagi þá er ekki hægt að fókusera svona nálægt svo ég sá aldrei nema einn fjórða af myndinni, eitt horn í einu. Þ.a. l. þykir mér eðlilegt að ég þurfi ekki að borga nema einn fjórða af miðaverðinu. Svo er ég auðvitað með hálsríg. En ekki mjög slæman samt því ég er svo vön því að lesa textann að ég var eins og áhorfandi á tenniskeppni sem hélt hálsinum heitum. Ég sá auðvitað ekkert nema textann á meðan en það er svona.
Stofan mín er í rúst og það er ekki mér að kenna. Ég er gróflega móðguð enda fullfær um að rústa mínum vistaverum sjálf og þarf nákvæmlega enga aðstoð við það. Those people will be hunted down.
Það var verið að segja mér sögur úr fornöld af hinum ýmsustu kennurum. M.a. annars var kennslukona ein sem var alltaf kölluð Fröken Sigríður. Frá og með núna er ég Fröken Ásta.
Fór að sjá Fahrenheit í kvöld. Komum lítillega of seint og lentum á fremsta bekk. Í fyrsta lagi þá er ekki hægt að fókusera svona nálægt svo ég sá aldrei nema einn fjórða af myndinni, eitt horn í einu. Þ.a. l. þykir mér eðlilegt að ég þurfi ekki að borga nema einn fjórða af miðaverðinu. Svo er ég auðvitað með hálsríg. En ekki mjög slæman samt því ég er svo vön því að lesa textann að ég var eins og áhorfandi á tenniskeppni sem hélt hálsinum heitum. Ég sá auðvitað ekkert nema textann á meðan en það er svona.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...