Æ fleiri eru að verða meðvitaðir um velferð dýra og er það vel. Mér þykir vanta upp á að fólk sé meðvitað um samspil krafna sinna um lágt matarverð og aðbúnaðs dýranna en þar sem ég hef skrifað pistil um það áður læt ég nægja að vísa til hans.
Þar sem við bændur viljum hag skepna okkar sem bestan þá langar mig að varpa fram þeirri hugmynd að í staðinn fyrir að leggjast í vörn þá ráði Bændasamtökin til sín skeleggan dýraverndarsinna, eins og t.d. Árna Stefán Árnason eða Sif Traustadóttur, og láti hann hjálpa okkur að laga til þar sem pottur er brotinn.
Af slíku fyrirkomulagi gæti orðið margs konar ávinningur; dýraverndarsinna sjá við hvað við erum að eiga, við sjáum þeirra sjónarmið og síðast en ekki síst, að vonandi fari betur um dýrin okkar.
Þar sem við bændur viljum hag skepna okkar sem bestan þá langar mig að varpa fram þeirri hugmynd að í staðinn fyrir að leggjast í vörn þá ráði Bændasamtökin til sín skeleggan dýraverndarsinna, eins og t.d. Árna Stefán Árnason eða Sif Traustadóttur, og láti hann hjálpa okkur að laga til þar sem pottur er brotinn.
Af slíku fyrirkomulagi gæti orðið margs konar ávinningur; dýraverndarsinna sjá við hvað við erum að eiga, við sjáum þeirra sjónarmið og síðast en ekki síst, að vonandi fari betur um dýrin okkar.