laugardagur, október 11, 2014

Dýravernd og bændur

Æ fleiri eru að verða meðvitaðir um velferð dýra og er það vel. Mér þykir vanta upp á að fólk sé meðvitað um samspil krafna sinna um lágt matarverð og aðbúnaðs dýranna en þar sem ég hef skrifað pistil um það áður læt ég nægja að vísa til hans.
Þar sem við bændur viljum hag skepna okkar sem bestan þá langar mig að varpa fram þeirri hugmynd að í staðinn fyrir að leggjast í vörn þá ráði Bændasamtökin til sín skeleggan dýraverndarsinna, eins og t.d. Árna Stefán Árnason eða Sif Traustadóttur, og láti hann hjálpa okkur að laga til þar sem pottur er brotinn.
Af slíku fyrirkomulagi gæti orðið margs konar ávinningur; dýraverndarsinna sjá við hvað við erum að eiga, við sjáum þeirra sjónarmið og síðast en ekki síst, að vonandi fari betur um dýrin okkar.


mánudagur, október 06, 2014

Ljósleiðari og landsbyggðin

Fyrir 10 árum, eða meira, komu iðnaðarmenn í húsið hennar mömmu og settu upp box í kjallaranum. Svo stóðu íbúarnir og horfðu á boxið og veltu fyrir sér hvað þetta væri. Kom í ljós að búið væri að leggja ljósleiðara í húsið. Það bað enginn um hann og enginn borgaði fyrir hann. Við erum að tala um Reykjavík, btw.

Ef við á landsbyggðinni viljum fá ljósleiðara þá verðum við að borga hvítuna úr auganu bara fyrir lagninguna. Þá verðum við væntanlega að borga heimtaugargjald líka.
Þetta fer alveg nett í taugarnar á mér.

Þar fyrir utan þá verðum við öll, þéttbýlið líka, að borga mánaðarlega áskrift bara fyrir að fá að hafa aðgang að ljósleiðaranum ca. 3000 kr. á mánuði. Þá á eftir að borga fyrir það sem við viljum fá í gegnum ljósleiðarann. Enda skilst mér að ljósleiðarinn sé ekki jafn vinsæll í þéttbýlinu og maður gæti haldið þar sem mun ódýrari kostir eru í boði.

En vitiði. Ég held að svona viðskiptamódel myndi hvergi fá að líðast. Nema á Íslandi.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...