Ég hef gaman af flestu bresku sem og
glæpasögum. Það leiðir því af líkum að ég hef afskaplega gaman af bæði Lewis og
Barnaby ræður gátuna.
Síðastliðna helgi var sýnd Barnaby –mynd og
gott sjónvarpskvöld því í vændum. Því miður missti ég af byrjuninni en þegar ég
kem inn í myndina þá er e.k. yfirmaður á staðnum, nefndur Undradrengurinn ef
minnið bregst ekki, sem er að líta eftir vinnubrögðum vina okkar. Líklega hefur
hann átt að bæta afköst deildarinnar eða eitthvað þvíumlíkt en eins og fyrr
sagði þá missti ég af byrjuninni. Undradrengurinn fór í taugarnar á Barnaby og
hann sinnti ekki því sem hann lagði til. Henti m.a. tímaskema sem hann átti að
fylla út. Þetta átti klárlega að vera hliðarbrandari í myndinni og fyrst í stað
hló ég að þessu. Þegar líða fór á þá fannst mér þ etta ekki alveg
jafnfyndið. Þetta minnti mig nefnilega leiðinlega mikið á viðbjóðs fyrirbærið
einelti á vinnustað.
Ég ætla aðeins að greina þetta þótt mér sé að
sjálfsögðu fyllilega ljóst að þetta er bara bíómynd og allt í plati.
Nú var þessu stillt upp þannig að
Undradrengurinn var yfirmaður Barnaby svo hann var klárlega í
yfirburðastöðunni. En Barnaby er gamall jaxl og eðlilegt að ætla að upp til
hans sé litið og álit hans skipti máli. Enda fylgdi félagi Barnabys honum
algjörlega að málum og öll deildin að því er virtist. Þannig að yfirmaðurinn
naut engrar virðingar. Það er væntanlega mjög erfitt að vera yfirmaður einhvers
staðar og njóta ekki virðingar og fólk fer sínu bara fram. Sbr. þegar Barnaby
laug því að allir á Tæknideildinni væru veikir.
Þá var maðurinn sífelldlega uppnefndur, aldrei
kallaður neitt annað en Undradrengurinn og vissulega í háðungarskyni.
Það sem stakk mig mest var þegar Barnaby henti
tímaskemanu. Því ,,Undradrengurinn” hefur væntanlega verið fenginn til að
hagræða eða skoða afköst deildarinnar eða þvíumlíkt. Þegar deildin neitar að
vinna með honum þá er verið að koma í veg fyrir að hann geti unnið vinnuna sína.
M.ö.o. hann er gerður vanhæfur.
Þarna langar mig að staldra við því við tölum
oft svo fjálglega um hæfi og vanhæfi eins og það sé öllum auðþekkjanlegt og
auðvitað eigi bara að reka fólk ef það sinnir ekki vinnunni sinni. En hvað nú
ef svona er í pottinn búið? Það er
nefnilega ekkert erfitt að gera fólk vanhæft. Það er vissulega erfiðara fyrir
undirmann að gera yfirmann sinn vanhæfan en ef undirmennirnir flestir eða allir
taka sig saman þá er það ekkert svo ýkja erfitt. Þá hlýtur það að vera mun
auðveldara fyrir yfirmann að gera undirmann sinn vanhæfan.*
Nú ætla ég ekki að fabúlera upp einhver dæmi önnur en það sem nefnt er. En mér sýnist þetta vera hægðarleikur fyrir einhvern sem þannig er innréttaður. Nú eða ef það þarf að losa sig við óæskilegt fólk og/eða rýma til fyrir því rétta.
* People bullied at work recognize when they are being set up to fail. They are typically targeted because of their superior technical or social skills. Objectively they are not poor performers or failures. So, bullies engineer ways to sabotage and undermine the good worker. Then, when the outcome falls short, the target takes the blame. But the entire problem was manufactured by the bully.
* People bullied at work recognize when they are being set up to fail. They are typically targeted because of their superior technical or social skills. Objectively they are not poor performers or failures. So, bullies engineer ways to sabotage and undermine the good worker. Then, when the outcome falls short, the target takes the blame. But the entire problem was manufactured by the bully.